Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 41
Þórunn var í Ísaksskóla hjá Her- dísi Egilsdóttur í þrjú ár: „Ég held að ég hafi búið að frábærri smá- barnakennslu Herdísar alla ævi.“ Þórunn fór síðan í nýstofnaðan Hvassaleitisskóla, lauk landsprófi frá Ármúlaskóla, stúdentsprófi frá MH 1976, stundaði nám í lögfræði við HÍ, lauk þaðan embættisprófi í lögfræði 1982, stundaði framhalds- nám í samningarétti og fleiru við lagadeild Cornell University í Íþöku í New York-ríki í Bandaríkjunum og lauk þaðan prófum 1983. Hún öðl- aðist hdl-réttindi 1984 og hrl- réttindi 1988. Þórunn var í unglingavinnunni að gróðursetja tré í Heiðmörkinni, var í fiskvinnslu hjá Júpiter og Mars í eitt sumar, vann í mjólkurbúð þar sem hún byrjaði morgnana á því að pakka inn skyri, starfaði hjá Kirkju- görðum Reykjavíkur í þrjú sumur og eitraði fyrir rottur önnur þrjú sumur hjá meindýraeyði Reykjavík- urborgar. Á háskólaárunum starfaði hún m.a. í dómsmálaráðuneytinu og hjá sýslumönnum, í Búðardal, í Stykkishólmi og Húsavík og hjá bæjarfógetunum í Kópavogi og Hafnarfirði. Þórunn hóf störf á lögmannsstofu föður síns 1983 og hefur í raun starf- að þar síðan. Stofan hét þá Lögmenn - Lágmúla en heitir nú LEX. Þórunn var hluthafi stofunnar um árabil og sat í stjórn hennar en sinnir þar nú einungis lögmannastörfum. Þórunn sat í stjórn Orators, í stjórn Lögfræðingafélagsins, í stjórn Lögmannafélagsins í tvígang og formaður þess 1995-97. Hún var formaður réttarfars- og stjórnskip- unarnefndar Sjálfstæðisflokksins og var formaður kjörstjórnar flokksins í prófkjörum í Reykjavík og umboðs- maður lista Sjálfstæðisflokksins gagnvart yfirkjörstjórn í Reykjavík. Þórunn sat í stjórn Eddu – útgáfu, Sjóklæðagerðarinnar, Burðaráss og fleiri fyrirtækja, hefur setið í ýmsum opberum nefndum, s.s. réttarfars- nefnd í 11 ár, hefur setið í prófnefnd um hdl-réttindi, sat í kjörstjórn í Reykjavík og var síðast oddviti yfir- kjörstjórnar í Reykjavík norður. Hún er nú formaður bankaráðs Seðlabankans frá 2015. Þórunn gekk mikið á fjöll og jökla á yngri árum og m.a. á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Fjölskylda Maður Þórunnar er Guðlaugur Guðmundsson, f. 4.3. 1951, endur- skoðandi. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jóhannesson, bóndi á Efri- Svertingsstöðum í Miðfirði og síðar verkamaður, lengst af hjá SÍS, og k.h., Ólöf Pétursdóttir, húsfreyja, en þau eru bæði látin. Bræður Þórunnar eru Sigurður Guðmundsson, f. 25.9. 1948, sér- fræðilæknir við LSH, prófessor við læknadeild HÍ og fyrrv. landlæknir, og Þórður Ingvi Guðmundsson, f. 6.9. 1954, sendiráðsfulltrúi í Vín. Foreldrar Þórunnar voru Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, f. 16.6. 1922, d. 21.2. 2011, hrl. í Reykjavík, og k.h., Kristín Þorbjarnardóttir, f. 4.6. 1923, d. 23.12. 2008, húsmóðir. Þórunn Guðmundsdóttir Arndís Pétursdóttir Eggerz húsfr. í Vatnsfirði Páll Ólafsson alþm. og prófastur í Vatnsfirði, af ætt Jóns Steingríms- sonar og Presta-Högna Guðrún Pálsdóttir húsfr. á Bíldudal og Rvík Þorbjörn Þórðarson héraðslæknir á Bíldudal Kristín Þorbjarnardóttir skrifstofum. í Rvík Guðrún Guð- mundsdóttir húsfr. á Hálsi Þórður Guðmundsson hreppstj.ogútvegsb.áHálsi í Kjós af Fremri-Hálsætt þeirraStyrmisGunnarssonar,ÖssurarSkarphéðins- sonar,MarðarÁrnasonar ogÞráinsBertelssonar Sigurður Guðmundsson sérfræðilæknir við LSH, prófessor við HÍ og fyrrv. landlæknir Sigurður Eggerz alþm. og ráðherra Þórður Ingvi Guðmunds- son sendi- ráðsfulltrúi í Vín Andri Snær Magnason rithöfundur Örnólfur Thor- lacius rektor MH BjörnÞorbjarnar- son skurðlæknir í NewYork Þorbjörn Broddason pró- fessor emeritus við HÍ Birgir J.Thorlacius ráðuneytisstj Pétur Eggerz sendiherra Guðrún Þorbjarnar- dóttir húsfr. í Rvík Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur Kristján Thorlacius form. BSRB Þórður Þorbjarnarson forstjóri Ragnhildur Pétursdóttir Eggerz húsfr. í BúlandsnesiMarkús Möller hagfræðingur JohnThorbjarnarson heimsfrægur sérfr. í skriðdýrum Kristín Björnsdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Sigurður Thorlacius skóla- stj. Austurbæjarskóla í Rvík Þorbjörn Þórðarson fréttam. á Stöð 2 GuðrúnMarteinsdóttir prófessor í fiskifr. viðHÍ og stonandiTaramar Gylfi Thorlacius hrl. Arndís Þorbjarnardóttir hreppsn.m.á Selfossi Þórunn Ólafsdóttir húsfr. í Kálfholti, frá Mýrarhúsum Ólafur Finnsson pr. í Kálfholti, föðurbróður Páls, langafa ÞorsteinsThorarensens útg.og rithöfund- ar, afætt Presta-Högna ogStephensena Halldóra Ólafsdóttir húsfr. á Akureyri Sigurður Guðmundsson mag.art og skólameistari MA Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. í Rvík Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr í Mjóadal, frá Reykjum Guðmundur Erlendsson b. í Mjóadal, bróðursonur Jóns, afa Jóns á Akri, Jóns Leifs, Jóns Kaldal ljósmyndara og Jóns, alþm. í Stóradal, af Skeggstaðaætt Úr frændgarði Þórunnar Guðmundsdóttur ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 150.000kr. ferðavinningur Þegar þú kaupir JORDAN INDIVIDUAL tannbursta og sendir okkur ljósmynd af kassastrimlinum á netfangið jordan@lindsay.is, átt þúmöguleika á glæsilegum vinningum. Dregið verður 28. júlí 2017. www.facebook.com/jordanaislandi 30.000 kr. vöruúttekt í Bónus 20.000 kr. vöruúttekt í Bónus ELSKAÐU TENNURNAR sumarleikur jordan í bónus Sigurður Egill Ingimundarson,alþingismaður og forstjóriTryggingastofnunar ríkisins, fæddist í Reykjavík 10.7. 1913. Faðir hans var Ingimundur, verkamaður í Reykjavík Einarsson, bónda á Egilsstöðum, Króki og Stöðlum í Ölfusi Jónssonar, bónda í Gljúfur- holti og Egilsstöðum Björnssonar. Móðir Sigurðar og kona Ingimundar var Jóhanna Guðlaug Egilsdóttir sem var landskunn fyrir áratuga- störf fyrir verkalýðshreyfinguna á Íslandi. Kona Sigurðar var Karítas Guð- mundsdóttir, f. 1917, d. 1997, hús- móðir. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðjónsson, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Anna María Gísladóttir húsfreyja. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver- andi forsætisráðherra, er dóttir Sig- urðar og Karítasar. Sigurður tók stúdentspróf frá MR 1934. Hann lauk prófi í efnaverk- fræði 1939 við Norges Tekniske Højskole í Þrándheimi og fór í framhaldsnám í verkstjórnarfræðum og vinnuhagræðingu við Teknologisk Institut í Ósló sumrin 1962 og 1963. Sigurður var verkfræðingur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglu- firði 1940-42 og síldarverksmiðjunni Rauðku á Siglufirði 1944. Hann var starfsmaður við hráefnaúthlutun til matvælaiðnaðarins hjá Skömmt- unarskrifstofu ríkisins 1940-50, kennari við Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga, síðar Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar, 1941-53, stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík 1948-55, kennari við Verslunarskólann 1953- 70 og yfirkennari 1957-1970. Sigurður var alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn 1959-70 og 2. vara- forseti Alþingis 1963-71. Hann var forstjóri Tryggingastofnunar ríkis- ins frá 1970 til æviloka. Sigurður var formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1956-60. Sigurður Ingimundarson lést 12.10. 1978. Merkir Íslendingar Sigurður Ingimundarson Laugardagur 90 ára Guðbjörn Björnsson 85 ára Halldór Hallgrímsson Steinunn Bergsdóttir 80 ára Eiður Hilmarsson Jón Leifur Óskarsson Lovísa Jónsdóttir 75 ára Benedikt Pálsson Kristján Smith 70 ára Árdís Sigurðardóttir Ásta Björk Friðbertsdóttir Berta Bragadóttir Birgir Þórisson Gísli B. Blöndal Guðlaug Erla Pétursdóttir Guðríður Júlíana Guðmundsdóttir Jensína Ebba Jónsdóttir Jóhanna Hauksdóttir Júlíana Karvelsdóttir María I. Jónsdóttir Þorkell Jónsson 60 ára Bozena Chwialkowska Brynjar Eyland Sæmundsson Gunnar Gunnarsson Halla Einarsdóttir Jóhanna Sigurjónsdóttir Jón Pálmason Lára Huld Grétarsdóttir Lárus Kristinn Viggósson Ragnheiður Óskarsdóttir Sigurður Guðjónsson Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Þorsteinn Ingvarsson Þóra Bryndís Árnadóttir Þórður Kristófer Theodórsson 50 ára Eneli Bjargey Väljaots Eva Gunnarsdóttir Hallfríður Hrund Jónsdóttir Kristín Ívarsdóttir Kristín Stefánsdóttir María Sigríður Daníelsdóttir Sigmundur Bjarnason Soffía Jóhannesdóttir 40 ára Aðalheiður Bára Steinsdóttir Andrés Hafliði Arnarson Anett Köbli Gunnar Þór Þorsteinsson Hildur Jóna Bergþórsdóttir Hjalti Páll Þórarinsson Jósep Magnússon Loreta Laukyté Magnús Erlingsson Margrét Elva Ragnarsdóttir Ragnar Þórðarson Sebastian Andrzej Grula Sergei Titov Sverrir Jóhann Jóhannsson Valdimar B. Ottósson 30 ára Bjarni Valgeirsson Erling Freyr Kristjánsson Fannar Freyr Sveinsson Gísli Björn Reynisson Guðlaug Jónasdóttir Guðmundur Freyr Pálsson Hans A. Christopher Timell Patrycja Pieczarka Rósa Ösp Þórðardóttir Sigríður U. Lúðvíksdóttir Sonja Sól Guðjónsdóttir Sólveig Björg Pálsdóttir Valgerður Þorsteinsdóttir Victor A. Ferrus Garcia Sunnudagur 90 ára Magnús Óskarsson Sigríður Þórðardóttir Sigursteinn Marinósson Turid F. Ólafsson 85 ára Elín K. Elísdóttir Oddný Helgadóttir Sverrir Valdemarsson 80 ára Bjarnar Kristjánsson Fanney Sumarliðadóttir Katrín Björk Friðjónsdóttir Magnús Ólafsson Sigurður Óskarsson Viðar S. Guðjónsson 75 ára Auður Stefánsdóttir Hafdís Jóhannesdóttir Halldór S. Svavarsson Maggý Guðmundsdóttir Margrét Egilsdóttir Ólafur Björgvinsson 70 ára Gígja A.S. Rósbergsdóttir Ólafur Vignir Sigurðsson Stefán Ásgeirsson 60 ára Anna Maggý Gunnarsdóttir Benedikt Hjartarson Einar Sigurjón Bjarnason Eygló Haraldsdóttir Gunnar Jakobsson Hafdís Hrönn Ottósdóttir Jerzy Zenon Mszyca Kristján Björn Bjarnason Oddur Ólafsson Sigríður Sigurðardóttir Sigurjón Árnason Úlfur Þórarinn Ólafsson Þórunn Guðmundsdóttir 50 ára Andrzej Paszkiet Ásta Þórisdóttir Baldur Ingi Baldursson Björn Ágúst Björnsson Einar Þór Kristjánsson Guðrún Björk Gunnarsdóttir Halla Haraldsdóttir Harpa Ingvadóttir Helgi Sigurður Haraldsson Kristín Benediktsdóttir Nils Helgi Nilsson Sigrún Ómarsdóttir Svandís E. Steingrímsdóttir Úlfar Albertsson Valgerður Ósk Ottósdóttir Vilborg Linda Indriðadóttir 40 ára Agnieszka Wioletta Kochaniec Ása Guðný Ásgeirsdóttir Einar Örn Sigurðsson Elísabet Þorvaldsdóttir Erik Edward Sverrisson Kristján Einir Traustason Lidia Kolka Sigrún Margrét Hallgrímsdóttir 30 ára Birgitta Ýr Sævarsdóttir Dániel Bardits Domas Jasinevicius Dóra Ágústsdóttir Breiðfjörð Guðmundur Gísli Hagalín Hulda Nadia Ahmad Hijazi Magdalena Denert Mateusz Wiktor Kubiczek Roberto Capitani Sólveig María Erlendsdóttir Sólveig Rós Jóhannsdóttir Steinar Már Sveinsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.