Morgunblaðið - 08.07.2017, Page 43

Morgunblaðið - 08.07.2017, Page 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 www.gilbert.is SJÓN ER SÖGU RÍKARI !SIF NART 1948 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitthvað veldur þér áhyggjum í dag og óróleiki gerir vart við sig. Bíddu í tvær vik- ur með að setja fram kröfur þínar. Þolinmæði þrautir vinnur allar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þrátt fyrir að þú hafir þörf fyrir að taka til í kringum þig hentar dagurinn best til hvíldar og skemmtunar. Taktu þér tíma til þess að hugsa um málið og helst leysa það sem fyrst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Manneskjan sem þú ert að bíða eft- ir er líka að bíða eftir þér! Þú þarft að brjótast út úr mynstrinu. Láttu samt ekki hugfallast því annars gæti gott tækifæri farið for- görðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gamlir vinir líta inn og þið eigið skemmtilega stund saman. Fylgstu með nýj- ungum svo þú verðir ekki á eftir. Hví ekki að nýta ungu kynslóðina til að kenna þér? 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Farðu fram á við og þú munt afreka. Eitthvað er að angra þig, ekki láta það á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýr- um. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þó að það væri augljóslega betra ef allir færu að þínu dæmi á það ekki eftir að gerast. Taktu enga ákvörðun fyrr en þú hefur skoðað allar hliðar málsins gaumgæfilega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Tæmdu vasana áður en þú stingur í þvottavélina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allt sem tengist vinnunni og vinnuumhverfinu ætti að breytast til batn- aðar á næstunni. Aðrir taka eftir þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt auðveldara með að sjá málin frá fleiri en einni hlið en áður. Flýðu frá kæfandi fólki og fyrirtækjum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reynið að fá sem mest út úr sköp- unarþrá ykkar og það á bæði við um leik og starf. Fjölskylduviðburðir krefjast þess að þú breytir út af venjunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í huga þínum ertu bara að biðja um hjálp, en það sem hinn aðilinn heyrir eru skipanir.Vandaðu þig við að vera ekki eins hvass/hvöss. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú væri tilvalið að gera út um gömul deilumál og grafa stríðsöxina. Fólk vill leggja þér lið núna, gefa þér gjafir, gera þér greiða og lána þér hluti. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Lítið drykkjarílát er. Inniheldur pelinn. Á lampanum, sem birtu ber. Ber það á sér delinn. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Á mjólkurglasi mig fæ nært. Mælt glas líkt og pelans hola. Lampaglasið karli kært, þeim kökudropaglasasvola. Árni Blöndal svarar: Vasapeli víst er glas Viskí helli’ í glasið Innihaldið einnig glas og svo lampaglasið. Gefðu vinum glasið í gleði vekur dropinn þá hóf er best að hafa því hættu valdið getur sá. Helgi Seljan sendi lausn – „vand- ræðalega orta“: Glasið drykkjarílát er oft í glas úr pela fæst. Lampaglasið birtu ber bera ýmsir glas sér næst. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Laus við þref og þras, þanka, grufl og mas, gátu létta las, líst nú best á glas. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Drykkjar glasið ílát er. Eitt er glas í pela. Lampaglasið lýsti mér. Lögur í glasi dela. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Vatnsglas drykkjarílát er. Eitt glas rúmar pelinn. Lampaglasið birtu ber. Bera glas mun delinn. Þá er limra: Hún Þura var dauðleið á þrasi og þreytt á bónda síns masi, en því linnti þó, þegar hann dó, hann tók þá að tjá sig í glasi. Og að síðustu kemur Guðmundur með laugardagsgátuna: Mál er að móki linni og morgunverkum ég sinni. Lausn hygg ég fljótt nú finni flestir á gátu minni: Á skipunum oft er harla há. Í heiti flokksins bundin. Getulausum er lítil hjá. Léttir þeim, sem dóma fá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn „Svona, upp með þig, það er glas“ Í klípu „ÞAÐ ERU FIMM STIG SORGAR – SEX, EF ÞÚ TELUR HEFND MEÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LÍÐUR ÞÉR EKKI BETUR EFTIR AÐ HAFA FARIÐ Í HEITT BAÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að velta fyrir sér hvort að hann myndi nokkurn tímann spyrja. ANNAR MÁNUDAGUR… ANNAR HUNDLEIÐINLEGUR VENJULEGUR MÁNUDAGUR HÆ GRETT BÍDDU, ÉG ER KOMINN Á SKRIÐ! ANNAR VENJULEG- UR, LEIÐINLEGUR, HVERSDAGSLEGUR MÁNUDAGUR! AFSAKIÐ, ER EINHVER AÐ NOTA ÞENNAN STÓL? NEI, GJÖRÐU SVO VEL! TAKK! Kínverska fyrirtækið Mobike hefurstofnað hjólaleigu í bresku borg- unum Manchester og Salford. Blaða- maður Guardian gleðst mjög yfir þessari nýbreytni og segir þessa hjólaleigu skera sig úr þeim sem starfi í öðrum borgum þar sem hann þekki til. Það eru engar skilastöðvar heldur er hægt að leggja Mobike- hjólinu hvar sem er, hvort sem það er fyrir utan húsið heima hjá þér, við barinn, bíóið eða lestarstöðina. Hjólið þarf bara að vera í borgunum tveim- ur og ekki hindra aðra umferð. x x x Þessi hjól eru líka ódýr, það kostaraðeins 70 krónur að leigja hjólið í hálftíma. Þannig er það vel þess virði að hoppa aðeins á hjólið og hjóla í fimm mínútur, leið sem hefði kannski tekið 20 mínútur gangandi. x x x Kerfið verðlaunar góða hegðun.Notendur byrja með 100 punkta og ef punktastaðan fer niður í núll þá fær viðkomandi ekki að nota hjólin. Þeir sem segja frá öðrum sem skilja hjólin eftir á miðri götu eða í garð- inum sínum fá punkta. Þú tapar 20 punktum ef þú skilur hjólið eftir á óaðgengilegum stað, 15 punktum ef þú gleymir að læsa því og 100 punkt- um ef þú yfirgefur hjól eftir að hafa verið stöðvaður af lögreglunni. Ef þú notar þinn eigin lás eða brýtur lög á meðan þú ert á hjólinu verður punktastaða þín núll og þú mátt ekki leigja hjól frá Mobike aftur. x x x Flugfélagið WOW hefur sett upphjólaleigu á átta stöðum í mið- borginni. Fyrsti hálftíminn kostar þar 400 krónur en eftir það kostar hver hálftími 600 krónur. Þetta er talsvert dýrara en þjónusta Mobike og líka dýrara en í London en þar kostar dagpassi um 270 krónur, að því er fram kemur í grein Guardian. Passinn í París kostar um 200 krónur. Heldur dýrara er að leigja hjól í sól- arhring í Austin í Texas eða um 1.250 krónur. Vonandi kemur hátt verð hér á landi ekki í veg fyrir að fólk noti þjónustu hjólaleigunnar enda er gam- an að kynnast umhverfinu á hjóli, hvort sem maður er ferðamaður eða heimamaður. vikverji@mbl.is Víkverji Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm. 16:1-2)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.