Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 44

Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Sjá dagskrá á heimasíðu safnsins www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Safnið er lokað helgina 8.-9. júlí vegna framkvæmda. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Hugsað heim á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14.öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17. Í verksmiðjunni á Hjalteyri verður í dag, laugardag, klukkan 14 opnuð sýningin Les silences de la fumée / Kyrrð reyksins. Samtímis hefjast sýningar á kvikmyndaverkinu Road Movie eftir Catherine Bay. Sýningarstjóri Kyrrðar reyksins er David Zehla og á sýningunni eru verk eftir frönsku og ís- lensku lista- mennina Noël Dolla, Halldór Ásgeirsson, Dav- id Zehla, Eggert Pétursson, Ragnhildi Láru Weiss- happel, Jean-Charles Michelet og Juliette Dumas. Meginþættir í sam- setningu verka þeirra allra er skýr sýn á frumþætti náttúrunnar, hvort heldur er „eldur, grjót ellegar plönturíki og vatn, allt myndar þetta landslag. Hlutar náttúrunnar í haldi, sem bergmálar okkar tíma.“ Kvikmyndin Road Movie fyllir flokk gjörninga og dansverka um karakterinn Mjallhvíti sem Cather- ine Bay og samstarfsfólk hennar hafa unnið að síðan 2002. Listakon- an skerpir og fágar listræna nálgun sína að heimi þar sem karakter Mjallhvítar hefur sloppið frá tákn- mynd sinni og tekur aftur yfir hug- arheim þeirra sem á horfa. Myndverk út frá náttúrunni og Road Movie Kyrrð reyks Verk eftir Noël Dolla. Árleg djasshátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, Jazz undir fjöllum, verð- ur haldin í fjórtánda sinn í dag. Sam- kvæmt tilkynningu er þetta einstakt tækifæri til að njóta góðrar og fjöl- breyttrar tónlistar í lifandi náttúru landsins eins og hún gerist fegurst og hafa fyrri há- tíðir fengið frá- bæra aðsókn. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheim- ilinu Fossbúð í kvöld klukkan 21. Þar ætlar Tómas R. Einarsson kontrabassaleik- ari ásamt Latín-jazz hljómsveitinni sinni að flytja tónlist af metsöluplöt- unni Bongó. Söngvarar eru Sigríður Thorlacius og Bogomil Font, Ómar Guðjónsson leikur á gítar og á slag- verk spilar Kristófer Rodriguez Svönuson. Yfir daginn verður boðið upp á tón- list í Skógakaffi á milli klukkan 14 og 17. Þar flytja Sigurður Flosason saxófónleikari, Sunna Gunnlaugs- dóttir píanóleikari, Andrés Þór Gunn- laugsson gítarleikari, Leifur Gunn- Áhrifamestu djassmenn sögunnar Bongó Sigríður Thorlacius, Sigtryggur Baldursson og Tómas R. Einarsson. arsson kontrabassaleikari og Scott McLemore trommuleikari sérstaka dagskrá helgaða aldarafmælum Dizzy Gillespie og Thelonious Monk. Þeir voru báðir í hópi þekktustu og áhrifamestu djassmanna sögunnar. Á aðaltónleikana í Fossbúð er að- gangseyrir 2.000 krónur en ókeypis er á tónleikana í Skógakaffi þar sem reiknað er með því að gestir geti komið og farið að vild á meðan á tón- listinni stendur. Dansar ef grúvið er gott Þeir sem þekkja til djasspíanóleik- arans Monk vita að hann hafði ansi sérstakan stíl. Í þetta sinn fellur það í hlut Sunnu Gunnlaugsdóttur að leika verk hans á píanóið, en hún er að koma fram á Jazzi undir fjöllum í fyrsta sinn. Hún segist ekki endilega ætla að reyna að spila eins og hann. „Það er einmitt svo fyndið með Monk, sumir eru þeirrar skoðunar að það eigi að spila hans músík eins og hann spilaði hana en svo segja aðrir að tón- listarmenn eigi að halda sínum stíl og sinni persónulegu nálgun. En lögin hans bera svo svakalega sterkan keim að jafnvel þó að tónlistarmað- urinn sé ekki endilega að reyna að spila eins og hann þá kemur keim- urinn hans svo sterklega í gegn í tón- smíðum hans,“ segir Sunna. Hún seg- ir alltaf gaman að grípa í lög eftir Monk og Gillespie og að þetta sé skemmtileg blanda. „Þó að þeir hafi verið samtímamenn voru þeir mjög ólíkir listamenn og ólík stemning í lögunum þeirra.“ Frægt er að Monk hafi stundum tekið upp á því að standa upp frá pí- anóinu til þess að taka nokkur spor á meðan hljómsveitin hans lék og blaðamaður spyr hvort Sunna ætli að feta í þau fótspor. „Það hef ég nú ekki gert áður. Ætli það fari ekki bara eft- ir því hversu vel bandið grúvar,“ seg- ir hún sposk að lokum. thorgerdur@mbl.is  Jazz undir fjöllum haldin í 14. sinn  Árleg djasshátíð í Skógum  Sunna Gunnlaugsdóttir tekst á við Monk Sunna Gunn- laugsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í vikunni var opnuð í salnum Flóa í Hörpu litrík og fjölbreytileg sýning sjö ungra og ólíkra myndlistar- manna undir yfirskriftinni Háflæði. Listamennirnir eru þau Aðalheiður Daly, Qwick, Dýrfinna Benita, Ýmir Grönvold, Kristín Morthens, Rögn- valdur Skúli og Nanna MBS. Flest eru þau að mála og hátt í fjörutíu málverk eru á sýningunni, auk teikninga og skúlptúra. „Svo er ég með innsetningu og rýmisverk,“ segir Nanna. Listamennirnir voru flestir með á fyrri Háflæðissýningunni í Hörpu fyrir fjórum árum, ásamt reynslu- boltanum Tolla sem sýndi þá með vaxtarsprotunum. Hefur eitthvað breyst í verkunum síðan þá? „Já, við höfum breyst auk þess sem tveir nýir hafa bæst í hópinn,“ svara þau. „Sum okkar hafa síðan lokið myndlistarnámi eða byrjað nýtt nám, sum erlendis, og við höf- um öll haldið áfram að vinna mark- visst að listinni.“ Þau segjast flest hafa þekkst í mörg ár en engu að síður sé áhuga- vert að sjá hvernig þau hafa þróast í ólíkar áttir í sköpuninni. „Mörg höf- um við verið um tíma í götulist, sum farið meira út í abstrakt – ætli við höfum ekki flest prufað að mála á veggi og sum gert mikið af því, og það eru rosalega ólík element á þess- ari sýningu. Það má sjá hér lands- lagsmyndir, aðstraktverk, tímaverk … það er mikill leikur í sýningunni,“ segja þau samtaka og bæta við að samruninn sé ekki útpældur þarna í salnum og það sé mikilvægt, í því fel- ist viss orka og gleði. Flöturinn tengir þau saman Í texta í sýningarskránni skrifar Goddur, Guðmundur Oddur Magn- ússon prófessor, að þessi kynslóð sem hér sýnir vilji skapa sér rými fyrir frjálst flæði án útskýringa eða réttlætinga fræðikenninga þar sem skrifin verða fyrirferðarmeiri en listaverkin. Listamennirnir sjö taka heilshugar undir þau orð Godds. En þegar spurt er um það hvort þau eigi sér sameiginlega uppsprettu svarar Kristín að þau spretti öll af tvívíðum fleti, það megi kalla það málverk. „Það er grunnurinn þótt við séum ekki öll í þeim miðli nú á þessari sýn- ingu. Það er flöturinn sem tengir okkur.“ Um það að sýna í Hörpu, þessu glæsihýsi íslenskrar menningar, segja þau það svolítið súrrealískt en eru afar þakklát fyrir að fá þetta tækifæri. „Þetta er stórt og flott rými, með glæsilegu útsýni, og við erum heppin að fá að sýna hérna. Verkin taka öll svip af rýminu á ein- hvern hátt og það er spennandi að koma með þau hingað inn,“ segja þau og bæta við að í húsið komi fjöldi gesta daglega og þeir muni nú rek- ast óvænt á verkin og það verði for- vitnilegt að upplifa það stefnumót. Morgunblaðið/Einar Falur Listamennirnir „Landslagsmyndir, abstraktverk, tímaverk … það er mikill leikur í sýningunni,“ segja þau. „Það eru rosalega ólík ele- ment á þessari sýningu“  Sjö ungir myndlistarmenn með verk á Háflæði í Hörpu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.