Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Opnað verður
fyrir umsóknir
í myndlistarsjóð
10.júlí
Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni
sýningarverkefna allt að 500.000 kr.
Styrkir til stærri sýningarverkefna,
útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir
styrkir allt að 2.000.000 kr.
Úthlutað er tvisvar úr sjóðnum árið
2017 og er um síðari úthlutun að ræðaM
yn
dl
is
ta
rs
jó
ðu
r
Úr seinni úthlutun verða veittir
Upplýsingar um myndlistarsjóð,
umsóknareyðublað, úthlutunarreglur
og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu
myndlistarráðs, myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í september
Umsóknarfrestur er til miðnættis 21. ágúst 2017
AF MÁLMI
Hjalti St. Kristjánsson
hjaltistef@mbl.is
Eistnaflug er hægt og bítandi að
þokast í átt að því að verða stór-
hátíð. Dagskráin fer stækkandi ár
frá ári og stærri og stærri hluti
bæjarfélagsins í Neskaupstað er
undirlagður. Víðsvegar um bæinn
má finna staði sem bjóða upp á
tónleikaaðstöðu, hvar böndin sem
koma fram á hátíðinni geta troðið
upp og aukið útbreiðslu tónlistar
sinnar. Þetta er til þess fallið að
gæða bæinn enn auknu lífu um-
fram það að rokkarar séu eins og
hráviði út um allan bæ. Það eykur
að mati þess er ritar hátíðarbrag-
inn og gerir þessa helgi að heild-
rænni upplifun en ella.
Nóg um það. Það er komið að
hátíðardagskránni. Fyrsta hljóm-
sveit sem litin var augum var
Kronika. Ég átti á sínum tíma von
á að það band risi hraðar og
hærra en raun bar vitni. Ég skal
ekki segja hvað veldur en það er
allavega ekki frammistöðu Kron-
iku að kenna. Bandið var ótrúlega
þétt og gaman að heyra hvað mis-
munandi uppruni hljómsveitar-
meðlima spilaði vel saman. Indí-
skotinn gítarinn á móti metalbassa
og trommum og það tvennt á móti
rappinu sem Reykjavíkurdóttirin
Tinna Sverrisdóttir skilaði með
ótrúlegri orku.
Röskun skilaði áhorfendum
álíka mikilli orku, en þó á allt ann-
an hátt. Hreinræktað þungarokkið
með hreinum og tærum tví- og
jafnvel þríröddunum skilaði sér
ótrúlega vel og var blaðamanni
vel að skapi. Une misére er eins
Svartur dauði, rokk og rapp
Happafengur Tinna, söngkona Kroniku, er happafengur fyrir rokk-
menninguna á Íslandi og gaman að fá ferskan andblæ úr nýjum áttum.
konar súpergrúppa þar sem
komnir eru saman meðlimir úr
helstu hard-core hljómsveitum
landsins. Þeir spiluðu þrælgott
mót og uppskáru gífurlega góðar
viðtökur gesta. Zhrine er íslensk
svart-/dauðamálmssveit sem vert
er að kynna sér nánar. Hún lék
með þéttari settum sem undirrit-
aður hefur séð, góður fulltrúi
öfgafulls íslensks málms.
Auðn er ein af framvarðar-
sveitum íslensks svartmálms. Það
vita nefnilega ekki allir að íslensk-
ur svartmálmur er í miklum met-
um víða um heim og þar er Auðn
framarlega í flokki. Hljómsveitar-
meðlimir einbeita sér að melódísk-
ari nálgun en aðrar sveitir innan
stefnunnar og eru frábærir
fulltrúar Íslands utan landstein-
anna.
Hitnar í kolunum
Þá var komið að næstu hljóm-
sveit úr efstu línunni (næsta hedd-
lænbandi), hinni sænsku Blood-
bath. Þessi dauðarokkssúper-
grúppa var meðal annarra stofnuð
af Mikael Åkerfeldt og Anders
Nyström sem heiðruðu Íslendinga
með nærveru sinni á síðasta
Eistnaflugi með hljómsveitinni
Opeth. Hljómsveitin lenti því mið-
ur í miklum tæknilegum örðug-
leikum sem urðu til þess að dag-
skránni seinkaði, en það var þó
hvergi að heyra á frammistöðu
hennar að eitthvað hefði farið úr-
skeiðis. Satt best að segja var það
ekki fyrr en örstutt hlé var gert
svo söngvarinn gæti heyrt í sér að
gestir áttuðu sig á að eitthvað
væri að, slík var fagmennskan. Sú
fagmennska skilaði þrælgóðum
tónleikum sem verða lengi í minn-
um hafðir. Næstu hljómsveit á svið
þarf varla að kynna. Skipuleggj-
endur hátíðarinnar hafa löngum
verið duglegir að veiða upp hljóm-
sveitir sem seint hefðu talist þær
líklegustu til að stíga á svið og nú
var komið að þeirri fyrstu þetta
árið. Brain Police var mætt og tók
algjörlega völdin. Það er deginum
ljósara að drengirnir hafa engu
gleymt og er óskandi að þeir geri
meira af því að spila en verið hef-
ur síðustu ár, því tilveran er bara
skemmtilegri með Brain Police.
Næst var komið að öðru af
stóru íslensku nöfnunum í málm-
heimum. Misþyrming er ásamt
Auðn í framvarðarsveitinni fá-
heyrðu. Hljómsveitin var stofnuð
árið 2013, gaf út sína fyrstu plötu
2015 og hlaut góða dóma fyrir.
Limir fara alla leið til að sverja
sig inn í svartmálmssenuna og eru
hinir ófrýnilegustu, alblóðugir og
óþekkjanlegir vegna andlitsfarða.
Í dag er ekki bara síðasti dag-
ur Eistnaflugs heldur birtist líka
fyrsta tilkynning um hljómsveitir
næsta árs. Sænska svartmálms-
sveitin Watain er þar fyrst á lista.
Sú sveit hefur verið starfandi síð-
an 1998. Hún sækir í sömu grunna
og margar aðrar hljómsveitir úr
sama flokki og hefur verið um-
deild. Til að mynda voru meðlimir
orðaðir við nýnasisma, sem þeir
hröktu með þeim orðum að nýnas-
ismi væri bara grín, örvæntingar-
full tilraun þeirra sem vilja snúa
út úr svartmálmi. Það er mikill
happafengur fyrir svartmálm-
shausa að fá Watain inn á Eistna-
flug og gefur strax eitthvað að
hlakka til.
» Indískotinn gítar-inn á móti metal-
bassa og trommum og
það tvennt á móti rapp-
inu sem Reykjavíkur-
dóttirin Tinna Sverris-
dóttir skilaði með ótrú-
legri orku.
Ljósmynd/Halldór Ingi
Orkubolti Jenni í Brain Police náði áhorfendum vel á sitt band. Langt er síðan sveitin kom síðast fram.
Blóðbað Anders Nyström, gítarleikari Bloodbath og Opeth, í góðum gír
ásamt bassaleikaranum Jonas Renkse á tónleikum Bloodbath.
Skáldin Sigurbjörg Þrastardóttir
og Kristín Ómarsdóttir hafa verið
á faraldsfæti undanfarnar vikur
því stuttleikrit þeirra, Boltastrák-
ar (Bolddrenge) og Trjágarðurinn
(Træhaven), hafa verið sett upp í
Danmörku og Svíþjóð.
Í tilkynningu segir um leikritin
að þau séu sérlega áhugaverð í
ljósi umfjöllunarefna þeirra sem
séu óhefðbundin í meira lagi. Leik-
rit Sigurbjargar fjallar um síams-
tvíbura sem undirbúa tennisleik –
og vitjun augnlæknis – utanhúss
og var það sett upp á leiklistarhá-
tíðinni CPH STAGE í Kaup-
mannahöfn á dögunum með dönsk-
um leikurum og undir lok mánaðar
verður það sett upp af Teater in-
Site í Malmö með sænskum leik-
urum.
Það sama mun eiga við um leik-
rit Kristínar sem fjallar um síð-
asta korterið í lífi tveggja lesb-
ískra kvenna sem þær verja með
böðli sínum. Í tilkynningu segir að
allt sé þetta hluti af norrænu leik-
húsverkefni á vegum Dramafron-
ten í samvinnu við Det Kongelige
Teater.
Síamstvíburar og böðull
Síamstvíburar Frá flutningi á leikriti Sigurbjargar í Kaupmannahöfn,
síamstvíburarnir á hlaupum, líklega að þjálfa sig fyrir tennisleik.