Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 52
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 189. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Vilja koma Láru í endurhæf …
2. Myndbandi af flugslysi lekið
3. María Björk umsvifamikil á …
4. Uppeldið tók U-beygju við …
Risaeðlurnar nefnist nýtt leikrit
eftir Ragnar Bragason sem frumsýnt
verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins
20. október í leikstjórn höfundar. Um
er að ræða lokahluta þríleiks Ragnars
um afkima íslensks samfélags sem
hófst með Gullregni og hélt áfram í
Óskasteinum. Hér segir af listakonu
og sambýlismanni hennar sem þiggja
hádegisverðarboð íslensku sendi-
herrahjónanna í Washington. Smám
saman kemur í ljós að undir glæsi-
legu yfirborðinu leynast óþægileg
leyndarmál. Í gestahúsi við sendi-
ráðsbústaðinn er sonur hjónanna fal-
inn eins og fjölskylduskömm. Þegar
hann gerir sig heimakominn í boðinu
fara beinagrindurnar að hrynja úr
skápnum. Með hlutverk í sýningunni
fara Edda Björgvinsdóttir, Pálmi
Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson,
Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur
Ólafsson og María Thelma Smára-
dóttir.
Morgunblaðið/Ómar
Ragnar með Risaeðl-
ur í Þjóðleikhúsinu
Á sjöttu tónleikum sumartónleika-
raðar veitingahússins Jómfrúarinnar
við Lækjargötu í dag kl. 15 kemur
fram kvartett söngkonunnar Maríu
Magnúsdóttur. Kristófer Rodriguez
Svönuson leikur á trommur, Hjörtur
Ingvi Jóhannsson á píanó og Sigmar
Þór Matthíasson á kontrabassa. Þau
flytja uppáhalds-
djassstandarda í
bland við vel valin
popplög í nýjum
búningi fyrir gesti
og gangandi. Að-
gangur er ókeypis.
Kvartett Maríu Magn-
úsdóttur á Jómfrúnni
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg átt og skúrir austantil, víða bjart á suðvesturhorn-
inu. Hiti 9 til 17 stig að degi, hlýjast norðaustanlands í dag en á Suðurlandi á morgun.
Á sunnudag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og skúrir austantil en skýj-
að með köflum eða bjartviðri sunnan- og vestanlands og þurrt að kalla.
Á mánudag Hæg norðvestlæg átt og víða léttskýjað. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast suðvestan-
til.
„Ég reyni bara að setja hjartað í
allt sem ég geri og minni mig á
að ég fæ að vera tónlistarmaður
og stunda íþróttir, ég þarf þess
ekki. Það setur hlutina oft í
metnaðarfyllra samhengi fyrir
mig og fær mig til að vilja gera
mitt besta, alltaf,“ segir Ari
Bragi Kárason, Íslandsmethafinn
í 100 metra hlaupi karla. »4
Reyni að setja hjart-
að í allt sem ég geri
Víkingur frá Ólafsvík gerði
sér lítið fyrir og skellti Ís-
landsmeisturum FH þegar
liðin áttust við í Pepsi-deild
karla í knattspyrnu í
Hafnarfirði í gærkvöldi. FH
hefði getað skotist á topp-
inn í deildinni með sigri, en
þess í stað voru það Ólafs-
víkingar sem skutust upp úr
botnsætinu með sigrinum
og hleyptu enn meira lífi í
botnbaráttuna. »3
Víkingur Ólafsvík
vann í Krikanum
Nokkra athygli hefur vakið á síðustu
vikum hversu margir öflugir hand-
knattleiksmenn hafa ákveðið að snúa
heim eftir að hafa verið í atvinnu-
mennsku í íþróttinni. Um þessar
mundir er ljóst að ellefu karlmenn og
tvær konur í það
minnsta hafa boð-
að komu sína í
deildarkeppnina á
Íslandi á næsta
keppnistímabili.
Þegar rýnt er í
þróun síðustu
ára er ljóst að
fjöldinn sem
snýr heim í ár
er svipaður
og í fyrra. »1
Öflugt handboltafólk
streymir aftur heim
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Það var fimmtudagseftirmiðdegi er
blaðamaður Morgunblaðsins gekk
inn í anddyri Borgarbókasafnsins í
Grófinni. Þar sátu á víð og dreif er-
lendir ferðamenn, margir niður-
sokknir í snjallsíma sína. Hefði
blaðamaður ekki vitað betur hefði ef
til vill mátt ætla að þeir væru þar
staddir til þess að nýta sér aðgang
að þráðlausu neti.
Tilefnið var hinsvegar annað og
áhugaverðara. Þessir gestir, um
tuttugu talsins, voru komnir til að
taka þátt í vikulegri Glæpasagna-
göngu Borgarbókasafnsins um mið-
borgina, sem fram fer alla fimmtu-
daga í sumar.
Leidd á söguslóðir
Starfsmenn Borgarbókasafns,
þau Björn Unnar Valsson og Sunna
Dís Másdóttir, leiddu hópinn um
miðborgina á valda staði sem tengj-
ast íslenskum glæpasögum með ein-
um eða öðrum hætti. Eftir stutta
kynningu í Grófinni og upplestur úr
þjóðsögum Jóns Árnasonar var
haldið yfir Geirsgötuna að hafnar-
bakkanum og lesin upp sena úr
Braki Yrsu Sigurðardóttur, sem
gerist um borð í snekkju í Reykja-
víkurhöfn.
Á þessum nótum var haldið
áfram um miðborgina og göngu-
gestir fræddir um sögu staðanna
sem heimsóttir voru og tengingu
þeirra við verk úr íslenskri bók-
menntasögu, áður en Björn og
Sunna lásu stutt brot úr völdum
verkum með töluverðum tilþrifum.
Blaðamaður fékk að ganga með hin-
um erlendu gestum, sem höfðu mis-
mikla þekkingu á íslenskum glæpa-
sögum.
Hrifin af Arnaldi
Áströlsk kona á miðjum aldri
sagði Arnald Indriðason nokkuð
vinsælan heimafyrir og að bókin
Hypothermia væri henni sér-
staklega eftirminnileg. Blaðamaður
varð að játa fyrir konunni algjöra
vanþekkingu sína á enskum þýð-
ingum Arnaldar, en lauflétt
leit á netinu leiddi í ljós að
þar er um að ræða þýðingu
á bókinni Harðskafi, sem
út kom árið 2007.
Aðrir sem blaðamaður
gaf sig á tal við höfðu
minna lesið af íslenskum
bókum og sögðust hafa
komið í ferðina til þess að
vera leiddir á nýja staði og fá
að fræðast um sögu þeirra, í
stað þess að ráfa sjálfir stefnu-
laust upp og niður Laugaveg-
inn.
Myrkraverk í miðborginni
Erlendir ferða-
menn leiddir á
glæpasagnaslóðir
Morgunblaðið/Hanna
Gönguhópurinn Hartnær tuttugu manns gengu saman um söguslóðir glæpasagna í miðborg Reykjavíkur. Gestirnir
voru á öllum aldri og virtust flestir áhugasamir um íslenskar bókmenntir og staðina sem heimsóttir voru.
Borgarbókasafnið hefur staðið fyrir sambærilegum gönguferðum
á bókmenntaslóðir í miðborginni síðastliðin tíu ár. Í ár er tekið
gjald af ferðamönnum í fyrsta skipti, 1.500 krónur. Það hefur
leitt til þess að örlítið færri taki þátt í hvert skipti, en þeir sem
mæta eru almennt áhugasamari um umfjöllunarefnið, að sögn
Björns Unnars Valssonar, verkefnastjóra hjá Borgarbókasafninu.
„Fjöldinn virðist vera aðeins minni eftir að við byrjuðum að
rukka. Fólkið sem við tölum við hefur oftast áhuga á bókunum.
Við fáum oft spurningar um íslenskar bókmenntir sem fólk hef-
ur lesið og einhverjar bækur sem fólk langar að kíkja í, en síðan
held ég líka að sumir komi bara til þess að fá öðruvísi túr um
bæinn,“ segir Björn.
TAKA GJALD AF GÖNGUGESTUM Í FYRSTA SKIPTI
Björn
Unnar
Valsson
Gestirnir almennt áhugasamir