Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 1

Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 1
                                      !"    #                                      L A U G A R D A G U R 2 2. J Ú L Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  175. tölublað  105. árgangur  RAGNHILDUR MEÐ MJÖG SVARTAN HÚMOR MIKILL STUÐNINGUR Í HOLLANDI ÍSLAND MÆTIR SVISS SÍÐDEGIS 14FRAMLEIÐANDI 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhugað glæsihótel í Landssíma- húsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra taf- ir. Stjórnkerfið ráði ekki við málið. Framkvæmdir við einstaka þætti séu bannaðar, þótt þær séu í sam- ræmi við gildandi deiliskipulag. Viðmælendur blaðsins í verktaka- geiranum, bankakerfinu og ferða- þjónustu nefndu mörg lík dæmi. Fjöldi aðila hafi tapað fé við fjárfest- ingar í miðborginni að undanförnu vegna óþarfa tafa. Til dæmis hafi veitingamenn þurft að borga laun án tekna vegna óvæntra tafa. Þá hafi fjárfestar orðið af leigutekjum. Landssímaverkefnið er umfangs- mikið byggingarverkefni. Bent var á að hver mánuður í töfum mundi kosta framkvæmdaaðila stórfé. Verktaki sem ræddi við blaðið í trausti nafnleyndar tók dæmi af embættismanni sem stöðvaði fram- kvæmdir vegna þess að það yrði ekki nóg dagsbirta í íbúð. Byggingin hefði hins vegar verið að fullu í samræmi við reglugerð. „Menn eru farnir að skipta sér af smæstu smáatriðum, sem aldrei var spurt um. Það er ekki hlutverk embættismanna,“ sagði verktakinn um ástandið. Tafirnar kosta mikið fé  Verktaki segir hægagang í borgarkerfinu stórskaða fyrirtæki  Embættis- menn fari út fyrir hlutverk sitt  Framkvæmdir við Austurvöll hafa tafist mikið MLandssímareiturinn »9 Tölvumynd/THG arkitektar Breytt útlit Kynnt hefur verið útlit bygginga á Landssímareitnum. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég hélt að þetta væri eftir einhvern garðyrkjumann en fannst skrýtið lagið á pottunum sem þetta var ræktað í,“ segir Arnar H. Gestsson, annar eigandi jarðarinnar Miðdals 1 í Kjós, en umhverfissóðar hafa verið þar á ferð og skilið eftir allskonar rusl, meðal annars sundurskotna plastpoka með garðúrgangi, gaskúta og gamalt baðherbergi sem hefur verið hent nánast í heilu lagi. Blaðamaður greindi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá þessum garðúrgangi og taldi hún afar líklegt að um mold úr kannabisræktun væri að ræða. „Það koma bara einhverjir þarna sem tíma ekki að borga eitt til tvö þúsund krónur í Sorpu. Það hefur líka einhver verið að standsetja bað- herbergi og farið með ruslið á mína lóð. Ég þurfti að biðja lögregluna fyrir mánuði að fjarlægja gaskúta sem skildir voru eftir á landinu,“ segir Arnar. Hann telur sundur- skotna plastpokana og skothylki vera eftir skotveiðimenn, sem hafi farið í óleyfi inn á landið til að æfa sig. „Ég er langþreyttur á ágangi og umgengni fólks á landinu og er þeg- ar byrjaður undirbúning að því að landið verði girt auk þess að kaupa hlið til þess að loka óboðna gesti úti.“ Kannabis- mold á víðavangi Morgunblaðið/Ófeigur Úrgangur Kannabisplöntum og mold hent og liggur á víðavangi.  Eigandi Miðdals þreyttur á sóðum KÞBAVD-vagninn, sem sigraði í hönnunarkeppni Strætó í byrjun júlí, var af- hjúpaður við strætóbiðstöðina í Mjódd í gær. Stendur skammstöfunin KÞBAVD fyrir frasann „konur þurfa bara að vera duglegri“, og er að sögn höfundar, Lenu Margrétar Aradóttur, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræð- una. Glatt var á hjalla hjá farþegum er gengu inn í strætisvagninn. Alls bár- ust um 1.700 tillögur í keppnina og rúmlega 50.000 manns greiddu atkvæði. Jómfrúarferð KÞBAVD-strætisvagnsins Morgunblaðið/Hanna  Algjör um- skipti hafa orðið á gosdrykkja- markaði und- anfarin ár og sala á sykur- lausum gos- drykkjum aukist á kostnað sykr- aðra. Aukninguna má rekja til auk- innar sölu á kolsýrðu vatni, sem er orðið næstmest seldi vöruflokk- urinn á markaðnum. Kóladrykkir eru þó enn vinsælastir en sala syk- urlausra kóladrykkja hefur aukist. Coca Cola er enn vinsælast. »18 Sykurlaust gos tek- ur fram úr sykruðu Sala á kolsýrðu vatni hefur aukist.  Deilur standa á milli fyrrverandi sóknarprests á Staðastað, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjuráðs. Snúast deilurnar um hvenær Páli sé skylt að afhenda prestsbústaðinn. Að sögn Biskupsstofu var Páli gefinn frestur til 12. júlí sl. til að skila húsinu. Páll neitaði hins vegar með svarbréfi 3. júlí síðastliðinn að afhenda lykla að íbúðarhúsinu. Lýsti hann því yfir að ábúðarlög ættu við og að hann gæti setið stað- ið fram á vor 2018. Oddur Einarsson, framkvæmda- stjóri kirkjuráðs, segir þá dagsetn- ingu, sem var gefin fráfarandi sóknarpresti til að skila húsnæðinu, vera liðna. Undirbúa þurfi húsið fyrir næsta prest. Ekki hefur verið búið í prestsbústaðnum síðan mygla kom upp í honum veturinn 2015. Varð sr. Páll þá að flytja í Borgar- nes með fjölskyldu sína. »16 Deilur á milli fyrrverandi sóknarprests og kirkjuráðs um afhendingu Staðastaðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mannlaust Enginn hefur búið í prestsbústaðnum í eitt og hálft ár.  Tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit fyrir nýtt mannvirki norðan Perlunnar sem er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu og breyta staðsetningu á nýjum hitaveitutanki. Aukinn ferðamannastraumur þýðir að ekki er lengur æskilegt að nýta núver- andi geyma undir heitt vatn. Nýbyggingin verður samtals um 750 fermetrar að stærð og mun hýsa stjörnuver, „Planetarium“, sem er ætlað mikilvægt hlutverk í náttúrusýningu Perlunnar. Það sem verður sýnilegt ofan- jarðar er efsti hluti hringlaga sí- valnings, um 18 metra í þvermál með hallandi þaki. Húsið verður klætt ljósu sinki. »10 Nýbygging sem rís við Perluna í Öskjuhlíð hýsir stjörnuver nýrrar náttúrusýningar Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.