Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 2

Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Áfram var leitað í gær að mann- inum sem fór í Gullfoss á miðviku- dag, án árangurs. „Fókusinn hefur verið á að leita með drónum á lík- legum stöðum í ánni, með báta til- tæka ef það myndi eitthvað sjást sem ástæða væri til að skoða nán- ar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Morgunblaðið. „Það var ákveðið að halda áfram leit á morgun [í dag]. Næsta lota í leit mun samanstanda af slöngu- bátum, drónum og svifnökkva, auk þess sem óskað hefur verið eftir sérhæfðum straumvatnsbjörgunar- mönnum,“ segir Davíð Már. Hann segir rúmlega 200 einstak- linga hafa tekið þátt í leit björg- unarsveitanna síðan á miðvikudag og að vel hafi gengið að manna leit- ina við Hvítá. „Við erum með rúm- lega þrjú þúsund á útkallsskrá og það gengur yfirleitt mjög vel að manna leitir. Það hefur ekki verið mannekla í þessari leit.“ Davíð Már segist búast við því að áfram verði leitað með svipuð- um hætti í dag og að drónar spili lykilhlutverk í leitinni. „Drónarnir hafa gjörbylt svona leitum. Þeir komast hraðar yfir og eru mjög góð viðbót við aðrar leitaraðferðir.“ Lífsháski við leitina Í gær lentu þrír menn frá björg- unarsveitinni Björg á Eyrarbakka í háska við leitina, eftir að bátur þeirra varð vélarvana við Bræðra- tungubrú í Hvítá. Hending réði því að aðrir nærstaddir björgunar- sveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá björgunarsveitarmenn- ina þrjá fasta við net undir brúnni, sem strengt var upp vegna leit- arinnar, og náðu að bjarga þeim í land. Ekki er ljóst hvort ástæða þykir til þess að skoða öryggismál við Gullfoss í ljósi atburðarins. „Það er bara hlutur sem á eftir að skoða. Þetta er akkúrat sumarleyfismán- uður og sveitarstjórn hefur ekki fundað síðan þetta gerðist. Ég get lítið sagt, en að sjálfsögðu verður allt skoðað,“ segir Valtýr Valtýs- son, sveitarstjóri Bláskógabyggð- ar. „Það er búið að vera að vinna mikið að aðgengismálum að Gull- fossi og Umhverfisstofnun er búin að vera í fararbroddi með það. Menn munu leggjast yfir þetta og skoða allar forsendur. En fyrst er náttúrlega að fá allar staðreyndir upp á borð og meta þær með rök- legum hætti,“ segir Valtýr. Halda áfram leit við Gullfoss  Þrír björgunarsveitarmenn hætt komnir á ánni  Athugað verður hvort ástæða sé til að skoða öryggismál við Gullfoss  Drónar hafa gjörbylt leitum sem þessum Morgunblaðið/Eggert Leitað Björgunarsveitarmenn frá Eyrarbakka lentu í háska í gær. Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveð- inn einstakling grunaðan um athæf- ið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Ekki er vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bíln- um, sem varð alelda á skammri stundu, að sögn sjónarvotta. Eldurinn læsti sig í næsta bíl á bílastæðinu og eru báðir bílarnir gjörónýtir. Þá náði kona ásamt litlu barni naumlega að forðast það að eldurinn bærist í bíl þeirra. Að sögn lögreglu voru þau hætt komin. Starfsmönnum á sjúkrahúsinu var verulega brugðið eftir íkveikjuna, en sumir þeirra óttuðust að eldur myndi berast í húsið. Kviknaði í tveimur bílum við Vog  Lögregla leitar brennuvargsins Ljósmynd/Aðsend Bílabruni Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir eftir íkveikjuna. Sá rauði varð að sögn sjónarvotta fljótt alelda. Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag fyrir að hafa selt svikna vöru, flíkur sem ekki reyndust í þeim gæða- flokki sem þeir höfðu fullyrt við grandalausa kaupendur. Í tilkynningu lögreglu segir að sölumennirnir, erlendir ríkisborg- arar, hafi selt fatnað á förnum vegi. „Við húsleit á dvalarstað mann- anna, sem eru á þrítugs- og fertugs- aldri, var lagt hald á nokkra tugi jakka. Þar var einnig að finna fjár- muni, en lögreglan skilaði pen- ingum til eins viðskiptavina þessara óprúttnu sölumanna, en sá hafði keypt af þeim nokkra jakka í góðri trú,“ segir lögreglan. Sölumenn hand- teknir fyrir að selja svikna vöru Maður sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í gær hefur verið úrskurðaður látinn. Var það staðfest af lögreglunni á Suður- nesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn að hreinsa vél, sem steypir frauð- plastskassa, þegar hún fór skyndi- lega af stað og varð hann undir einu af mótunum. Hann þurfti önd- unaraðstoð þegar sjúkraliðar komu á vettvang og lést af áverkum sín- um á slysadeild. Ættingjar manns- ins, sem var á fertugsaldri og pólsk- ur að uppruna, hafa verið upplýstir. Maður látinn eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag, og leitað hefur verið að síðan þá, hét Nika Begades. Hann var 22 ára Georgíumaður, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Vinir hans hérlendis aðstoð- uðu lögreglu við að hafa uppi á fjölskyldu hans í Georgíu og láta hana vita af afdrifum hans. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu lengi Nika hafði dvalið hérlendis. 22 ára frá Georgíu MAÐURINN SEM LÉST Nika Begadas Dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík var kynnt í Stúdentakjallaranum í gær. Fjölmargir við- burðir verða á dagskránni frá 8.-13. ágúst, á meðan hátíðin stendur yfir. „Það eru alltaf ákveðin þáttaskil þegar dag- skráin er birt og búið að setja punktinn þar, ekki hægt að breyta neinu í því. Nú fara næstu vikur í að tryggja það að allt sem er í blaðinu muni eiga sér stað,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Gleðigangan fer fram hinn 12. ágúst og hefur gönguleiðinni verið breytt vegna framkvæmda neðan Arnarhóls. „Við erum að snúa henni við. Göngunni verður stillt upp á Hverfisgötunni og hún byrjar formlega á gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis, svo er gengið niður Hverfis- götuna að Lækjargötu, tekin vinstri beygja og endað á Sóleyjargötunni þar sem gangan hefur byrjað síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Útihátíðin verður svo haldin í Hljómskálagarðinum og þar reiknar Gunnlaugur með gífurlegri stemningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðigangan verður öfug þetta sumarið Kynning í gær á Hinsegin dögum – Reykjavík Pride 2017 Allt slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út í álverið í Straumsvík síðdegis í gær eftir að skammhlaup varð í rafstreng sem liggur frá tölvuhúsi í skrifstofuhús. Þegar fyrsti bíll mætti á vettvang var stórum hluta slökkviliðsins snú- ið við. Bjarni Már Gylfason, upplýs- ingafulltrúi Rio Tinto í Straumsvík, sagði að engin hætta hefði verið á ferðum og enginn eldur kviknað út frá skammhlaupinu. Skammhlaup í raf- streng í Straumsvík Morgunblaðið/Ófeigur Straumsvík Slökkvilið á vettvangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.