Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 8

Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Mönnum er enn í fersku minniþegar fjármálaráðherra kvaddi sér hljóðs á dögunum og vildi taka seðla úr umferð. Þetta var liður í baráttu hans gegn krón- unni en árásin var svo fráleit að hann dró í land daginn eftir og hafði ekki annað upp úr krafs- inu aðhlátur al- mennings. Bersýni- legt er að fjármálaráðherra líkaði þetta illa svo í gær stakk hann niður penna í Fréttablaðinu og spurði hvort fjár- málaráðherra mætti hafna krón- unni, sem hann svo gerði með af- dráttarlausum hætti.    Þá svaraði hann sjálfum sér ogsagði fjármálaráðherra mega hafna krónunni. Rökin væru þau að fjármálaráðherrar í nítján Evr- ópulöndum hefðu „þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna“.    En ætli fjármálaráðherrar þess-ara nítján landa hafi hafnað gjaldmiðli sínum á sama hátt og Benedikt hafnar krónunni? Nei, að sjálfsögðu ekki. Fjármálaráðherr- ar þessara ríkja voru ekki í her- ferð gegn eigin mynt, en þeir héldu því fram á sínum tíma að evran myndi þjóna Evrópu betur og voru þá ekki síst að hugsa um pólitískar aðstæður og frið í álf- unni.    Nú hafa margir hins vegar átt-að sig á að evran var mistök sem hefur farið hamförum um sum evruríkin. En þetta eru mistök sem erfitt hefur reynst að bakka út úr.    Staðreyndin er sú að fjár-málaráðherra getur ekki leyft sér ítrekaðar árásir á eigin gjald- miðil. Hann verður að velja á milli embættisins og evrubolsins. Benedikt Jóhannesson Embættið eða evrubolurinn? STAKSTEINAR Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdal 3. júlí síðastliðinn, til lögreglu. Í krufningar- skýrslu kemur fram að lambið hafi hlotið mikla áverka áður en það var aflífað. Erlendir ferðamenn eltu lambið um kílómetra leið, alveg niður að sjó, þar sem þeir handsömuðu það og skáru á háls. Alls voru ferðamenn- irnir níu talsins, en kæra Mat- vælastofnunar beinist þó aðeins að einum mannanna. Ábúendur á Núpi í Berufirði stóðu mennina að verki og lögregla var kölluð til. Í kjölfarið voru ferða- mennirnir handteknir og sektaðir fyrir eignarspjöll. Mönnunum var gert að borga tjón eigendanna vegna lambsmissisins og 120.000 kr. sekt í ríkissjóð. Nú hefur Matvælastofnun sem áð- ur segir kært dýraníð til lögreglu. Talið er að mennirnir séu farnir úr landi, en viðurlög við broti sem þessu geta numið árs fangelsi. Misþyrm- ingin kærð til lögreglu  Eltu lambið uppi og skáru það á háls Fjárveiting hefur fengist til að þess að hefja fyrsta áfangann við breikk- un á Gjábakkavegi við Þingvelli í haust. „Það er búið að velta þessu mikið fyrir sér í samræðum við Þingvallanefnd og þjóðgarðsvörð. Fjárveiting liggur fyrir til að byrja á framkvæmdum, á fyrsta áfang- anum,“ segir Einar Magnússon, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni en þröngur Gjábakkavegur er talin or- sök þess að rúta fór útaf honum sl. miðvikudag. Sagði framkvæmda- stjóri rútufyrirtækisins veginn stór- hættulegan. Áætlað er að hefja framkvæmdirnar hjá þjónustu- miðstöðinni við Þingvelli og verður vegurinn breikkaður í þrjá til fjóra kílómetra til austurs. „Vegurinn verður breikkaður og aðallega styrktur þannig að hann beri þessa umferð svo þetta hangi saman. Það verður að breikka hann til að styrkja hann,“ segir Einar. Í seinni áfanga viðgerðarinnar verður ráðist í endurnýjun á bílastæðum á svæðinu ásamt öðrum vega- viðgerðum. Einar segir að breikkun vegarins sé nauðsynleg í ljósi auk- innar umferðar á svæðinu vegna fjölda ferðamanna. Þá er ekki kom- inn nákvæm dagsetning um hvenær framkvæmdir hefjast. „Það er engin dagsetning komin. Það er verið að sækja um nauðsynleg leyfi,“ segir Einar. mhj@mbl.is Viðgerð á Gjábakkavegi hefst í haust  Framkvæmdastjóri rútufyrirtækis segir Gjábakkaveg vera stórhættulegan Morgunblaðið/RAX Hola Viðgerðir hefjast bráðlega. Veður víða um heim 21.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 alskýjað Bolungarvík 12 alskýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 16 léttskýjað Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 19 léttskýjað Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 16 léttskýjað Glasgow 18 skýjað London 20 léttskýjað París 24 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 21 léttskýjað Berlín 25 heiðskírt Vín 29 heiðskírt Moskva 20 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 32 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 23 alskýjað Montreal 25 léttskýjað New York 27 léttskýjað Chicago 27 heiðskírt Orlando 29 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:05 23:05 ÍSAFJÖRÐUR 3:39 23:40 SIGLUFJÖRÐUR 3:21 23:24 DJÚPIVOGUR 3:27 22:42 Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is EXPLORE WITHOUT LIMITS ® Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða sem hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er! • Húddhlífar • Gluggavindhlífar • Ljósahlífar PLASTHLÍFAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.