Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 9
Tölvumynd/THG arkitektar Breytt ásýnd Svona mun Landssímahúsið líta út eftir breytingu, samkvæmt nýjustu tillögu arkitekta. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa umsókn THG arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Lands- símareits við Austurvöll í Reykjavík. Kynningin gefur til kynna hvernig fyrirhugað Iceland Parliament Hot- el mun líta út. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að hótelið yrði opnað næsta vor. Nú stefnir í að hótelið verði opn- að rúmu ári síðar. Reiturinn heitir eftir gamla Landssímahúsinu. Hann afmarkast af Thorvaldsensstræti, Kirkju- stræti, Aðalstræti og Vallarstræti. Ásamt því að snúa að Austurvelli liggur reiturinn að Ingólfstorgi og Víkurgarði. Bent skal á að stórhýsi á Aðalstræti 9 er ekki hluti af reitnum. Á Landssímareitnum eru sögu- legar byggingar. Samkvæmt deili- skipulagslýsingu var Thorvaldsens- stræti 2 til dæmis byggt 1878 og Thorvaldsensstræti 4, gamla Lands- símahúsið, byggt 1931. Talið sé að kirkja hafi risið í Víkurgarði fljót- lega eftir kristnitöku. Við kirkjuna hafi verið grafreitur sem notaður var um 800 ára skeið. Sýni Kvosinni virðingu Freyr Frostason, arkitekt hjá THG arkitektum, hefur unnið að hönnun reitsins í 18 mánuði. Hann segir hönnunina fylgja sam- þykktu deiliskipulagi. Gerðar hafi verið smávægilegar breytingar. „Við viljum láta nýbyggingar falla vel inn í eldri byggð. Og bera virð- ingu fyrir umhverfinu og Kvosinni. Við fylgjum deiliskipulagi hvað varð- ar byggingarmagn, form, hæðir og jafnvel liti. Breytingarnar eru meira tæknilegs eðlis. Þetta er sambland af eldri byggð, friðuðum húsum og nýbyggingum. Það verða gerðar litl- ar breytingar á útliti Landssíma- hússins. Það þarf hins vegar að gera við steinklæðningu á húsinu og verð- ur hún hugsanlega sett í ljósari lit. Samkvæmt deiliskipulagi má hækka þakið. Risinu verður lyft eins og gert var á Hótel Borg á sínum tíma. Á jarðhæð verður veitingastaður sem snýr að Austurvelli.“ Minnir á Alþingishúsið Freyr segir aðspurður að milli Landssímahússins og nýbygginga við Kirkjustræti verði gafl af við- byggingu frá árinu 1967, sem að öðru leyti verður rifin. Viðbyggingin hefur húsnúmerið Thorvaldsens- stræti 6. Á jarðhæð nýbyggingar í Kirkjustræti hefur verið teiknuð steinklæðning sem minnir á stein- hleðslurnar í Alþingishúsinu. „Þakform og hæð nýbygginga við Kirkjustræti tekur mið af eldri byggingum við syðri enda götunnar. Jarðhæðin verður opin í báðar áttir, að gamla Víkurgarðinum og Aust- urvelli. Þar verður veitingastaður, kaffihús og verslanir,“ segir Freyr. Á þaki nýbyggingar, sem kemur í stað viðbyggingarinnar frá 1967, verða tvær inndregnar hæðir. „Við sjáum fyrir okkur létta bygg- ingu með stórum glerflötum svo gestir geti notið útsýnisins. Það skapar léttleika fyrir reitinn og sjón- ræn áhrif byggingarinnar eru lág- mörkuð,“ segir Freyr. Norðan við fyrirhugaða glerbygg- ingu er skrifstofuhús, Aðalstræti 11, sem er hæsta byggingin á reitnum. Freyr segir að skv. deiliskipulagi eigi þar að vera inndregin hæð. Teiknuð hafi verið létt bygging með mænisþaki. Gert sé ráð fyrir svítu á hæðinni, með svölum allan hringinn. Við Ingólfstorg verða nokkrar byggingar sem tilheyra reitnum. Tvær þeirra, Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4, eru friðuð hús. Þau verða gerð upp og verður Vallar- stræti 4, sem er rauðmálað og norð- an við Austurstræti 11, fært í upp- runalegt horf. Á jarðhæð þessara húsa verður verslun og þjónusta. Á milli þessara húsa kemur nýbygg- ing, Vallarstræti 2, í anda eldri húsa. Freyr segir gamla Kvennaskólann verða færðan í upprunalega mynd. „Húsið hefur nú aðeins tvær götu- hliðar. Tvær hliðar voru fjarlægðar og eru hluti af sal Nasa. Við ætlum að endurbyggja þessar hliðar þannig að húsið standi sjálfstætt með fjór- um hliðum. Það verður glerbygging á milli, sem slítur húsið frá viðbygg- ingu. Fær meiri reisn eins og hæfir.“ Að sögn Freys verður Thorvald- sensstræti 2, sem nú síðast hýsti skemmtistaðinn NASA, end- urbyggt. Salurinn verði færður í mynd gamla Sjálfstæðissalarins, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var þar. NASA verði áfram tónleikasalur. Landssímareiturinn að mótast  Reykjavíkurborg kynnir tillögu að breyttu deiliskipulagi  Tónleikasalur á Nasa verður færður í upprunalega mynd Sjálfstæðissalarins  Nýbyggingar breyta ásýnd Kirkjustrætis og Vallarstrætis Torg Móttakan mun snúa að torgi á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Ingólfstorg Í Vallarstræti koma nýbyggingar milli gömlu timburhúsanna. Kirkjustræti Samkvæmt eldri tillögu hefði götuhornið litið svona út. Fyrri drög Svona litu hugmyndir arkitekta út á fyrri stigum. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir stefnt að því að opna hótelið vorið 2019. Það liggi ekki fyrir hver endanlegur kostnaður við verkefnið verður. Það eigi eftir að bjóða verkið út. Starfsmenn hótelsins verði um 40 og herbergin 160. Byggt verði hágæða hótel. Á jarðhæð verði veitingastaður sem snýr að Austurvelli. Þá verði verslun, kaffihús og bar á jarðhæð í hús- um við Kirkjustræti. Hótelið muni ekki hafa afnot af bygg- ingum við Vallarstrætið. Landssímareiturinn er í eigu Lindarvatns ehf. sem er í jafnri eigu Icelandair Group hf. og Dalsness ehf. Opnað 2019 HERBERGIN VERÐA 160 Kvenfélagið Hringurinn hefur fært bráðamóttökunni á Landspítala Fossvogi að gjöf ómtæki til skoð- unar á börnum. Er ómtækið eitt þeirra þriggja sem Hringurinn færir Landspítalanum á þessu ári. Var tækið formlega afhent í vikunni og er þegar komið í notkun, segir í til- kynningu frá Landspítalanum. Er ómtækið eitt það fullkomnasta sem völ er á til að skoða og meta mögulega innvortis áverka hjá börn- um sem orðið hafa fyrir slysum. Árlega leita um 13.000 börn á bráðamóttökuna í Fossvogi með áverka eftir slys. Hættulegir áverk- ar koma ekki alltaf strax í ljós „og því getur skipt sköpum að greina sem allra fyrst lífsógnandi leynda áverka og geta strax hafið viðeigandi meðferð og eftirlit“, segir í tilkynn- ingu. Afar mikilvægt sé því að hafa rétt tæki til staðar á bráðamóttöku til að flýta greiningum á alvarlegum áverkum hjá börnum. Eru stjórnendur bráðamóttöku- nnar afar þakklátir Hringnum fyrir gjöfina. Ljósmynd/Landspítalinn Hringurinn gefur nýtt ómtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.