Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykja- víkurborgar. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit fyrir nýtt mannvirki norðan Perlunnar sem er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu og breyta staðsetningu á nýjum hitaveitutanki. Einnig felst í tillögunni færsla á núverandi stígum og lagning nýrra stíga sem eru í samræmi við vinningstillögu í hug- myndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar frá 2014. Nýtt hlutverk Perlunnar Breytingarnar koma meðal ann- ars til vegna þess að Perlan hefur fengið nýtt hlutverk sem aðsetur náttúrusýningar. Perlan var tekin í notkun árið 1991. Hún var byggð of- an á hitaveitutankana eftir teikning- um Ingimundar Sveinssonar arki- tekts. Nýbyggingin verður samtals um 750 fermetrar að stærð og mun hýsa stjörnuver, „planetarium“, sem er ætlað mikilvægt hlutverk í framtíð- arnýtingu hússins. Það sem verður sýnilegt ofanjarðar er efsti hluti hringlaga sívalnings um 18 metrar í þvermál með hallandi þaki, sem rís hæst tæpa 7,5 metra yfir gólfkóta aðalhæðar Perlunnar. Húsið verður klætt ljósu sinki. Í greinargerð sem fylgir deili- skipulagstillögunni og unnin er af starfsmönnum Landmótunar kemur fram að áhættugreining hafi verið gerð á starfsemi Veitna umhverfis Perluna í Öskjuhlíð. Niðurstaða greiningarinnar bendir til þess að framtíð reksturs hitaveitutanka sé betur komið í mannvirkjum sem ekki tengjast mikilli umferð ferða- manna. Viðhald, rekstur og endur- nýjun geymanna í núverandi mynd sé annmörkum háð. Aukinn ferða- mannastraumur og ný mannvirki svo nærri hitaveitugeymum Veitna sé ekki æskilegur kostur. Til langrar framtíðar megi tryggja Reykvíking- um heitt vatn í nýjum geymum sem gengið er þannig frá að þeir ógni ekki öryggi vegfarenda þó leki komi að geymum. Í dag eru sex hitaveitutankar í Perlunni en þeir tryggja nægt miðl- unarrými hitaveitu í vesturborginni. Tveir tankanna eru fullir af 35-40°C heitu „retúrvatni“ sem ósættanlegt sé að geyma áfram nærri þeim mikla fólksfjölda sem heimsækir Perluna. Nokkur vinna hefur farið í að velja nýja staðsetningu fyrir tank eða tanka sem rúma vatn sem sam- svarar tveimur tönkum Perlunnar, þ.e. um 7.800 rúmmetra tankrými. Skoðaðir voru fimm valkostir að staðsetningu. Heppilegasti kostur- inn var talinn sá að reisa einn tank norðaustan við Perluna. Um er að ræða tank sem er um 33 metrar að þvermáli og allt að 10 metrar að hæð. Gert er ráð fyrir að mögulega verði tankurinn að hluta til neðan- jarðar. Möguleiki er á að nýta tank- inn sem áningarstað fyrir útivist svo sem útsýnispalla eða til klifurs. Æskilegt sé að hafa tankinn í lit sem fellur vel að umhverfinu, t.d. sama lit og sígræni gróðurinn í Öskjuhlíð- inni. Tillöguna má skoða á vef Reykja- víkurborgar. Einnig í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14. Athugasemdafrestur er til og með 17. ágúst 2017. Nýtt mannvirki reist við Perluna  Nýbyggingin mun hýsa stjörnuver nýrrar náttúrusýningar  Ekki þykir lengur ásættanlegt að hafa heitt vatn í geymum Perlunnar vegna fjölda fólks á staðnum  Lagt til að nýr geymir verði byggður Mynd/Landmótun Nýtt útlit Hér má sjá hinn sýnilega hluta af áætlaðri viðbyggingu við Perluna. Hún verður samtengd aðalbyggingu Perlunnar neðanjarðar. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Hópurinn á að skila niðurstöðum og tillögum að leiðum til úrbóta eigi síðar en 1. október í haust. Tillagan var fyrst flutt í borgar- ráði 22. júní sl. og var þá ákveðið að leita eftir umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um hana. 1.022 eru á biðlista Í umsögn velferðarsviðs, sem er undirrituð af Regínu Ásvaldsdótt- ur sviðsstjóra, kemur fram að hinn 1. júlí sl. voru alls 1.022 umsækj- endur á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Flestir eru einhleypir án barna eða um 76% umsækjenda. Á bið- listanum eru 218 einstæðir foreldr- ar og 33 hjón eða sambúðarfólk. Er það 24% af heildarbiðlistanum. Fjöldi barna sem eiga foreldra á biðlista eftir húsnæði er 372 tals- ins. Af þeim 251 barnafjölskyldum sem eru á biðlistanum eru 118 metnar í mikilli þörf. Þá kemur fram í greinargerðinni að barnafjölskyldum á biðlista fjölgaði um 47 milli áranna 2016 og 2017. Fjölskyldum í mikilli þörf fjölgaði um 15 milli ára. Í heildina fjölgaði um 206 einstaklinga á bið- lista frá í fyrra. Mikilvægt að greina aðstæður „Velferðarsvið telur mikilvægt að greina vel aðstæður þeirra barnafjölskyldna sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og vinna að tillögum til úrbóta í samstarfi við Félagsbústaði og helstu hags- munaaðila í samræmi við fyrir- liggjandi húsnæðisáætlanir Reykjavíkurborgar,“ segir í um- sögn velferðarsviðs. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina fagnaði samþykkt tillögunnar með bókun. Umsögn velferðarsviðs sýndi að staða ein- stæðra foreldra hefði greinilega versnað mikið á undanförnum ár- um. 118 barnafjölskyldur á biðlista eru í mikilli þörf Morgunblaðið/Jim Smart Borgin Mikilvægt er talið að fjölga félagslegum íbúðum í Reykjavík.  Úttekt gerð á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu hafa fengið bréf frá Minja- stofnun Íslands eftir að svæð- isskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, Hrafnkell Á. Proppé, óskaði eftir umsögn hennar vegna vinnslutillögu um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð- isins. Í henni er gerð grein fyrir legu Borgarlínu og uppbyggingu í kring- um hana. Í lögum um menning- arminjar nr. 80/2012 er farið fram á skráningu menningarminja og sam- ráð við Minjastofnun Íslands áður en gengið sé frá aðal- og/eða deili- skipulagi. Hrafnkell segir að líklega verði ekki þörf á að rífa hús og að breyt- ingarnar vegna Borgarlínu verði að mestu á þegar röskuðu landi innan götukerfisins. Meiri ástæða sé til að huga að minjum á óröskuðu landi. Í umsögn Minjastofnunar kemur m.a. fram að hún geti ekki metið áhrif framkvæmdanna á fornleifar, hús og mannvirki, fyrir þurfi að liggja fullnægjandi skráning á áhrifasvæði framkvæmdanna. Minjaskrár þurfa uppfærslu „Flest sveitarfélögin hafa látið skrá menningarminjar skv. lögum en t.d. 100 ára reglunni þarf að fylgja eftir þar sem ár frá ári falla hús og forn- leifar undir þá reglu og því þarf að uppfæra minjaskrár. Minjastofnun vill því minna á að fara að lögum,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir minja- vörður. Bæjarritari Garðabæjar, Guðjón Erling Friðriksson, hefur ekki mikl- ar áhyggjur af stöðu skráninga þar sem engar fornminjar eða friðuð hús sé að finna í bæjarfélaginu á því svæði þar sem Borgarlína kemur til með að liggja, en skipulagsnefnd Garðabæjar muni þó fjalla um málið. ernayr@mbl.is Uppfærsla minjaskrá vegna Borgarlínu Cocoa Mint 9028 umgjörð kr. 14.900,- Sérðu þetta? Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.