Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 13
Events fyrir skólann. „Við vorum með gesti sem voru að koma til Warner Brothers Studio og halda svona spurt-og-svarað-viðburði. Það var fólk úr öllum áttum sem kom til okkar; handritshöfundar og leikarar meðal annars, til að mynda Linda Woolverton, Josh Brolin og Jonah Hill. Svo fengum við líka fólk sem var í kvikmynda- gerð, kvikun (e. animation) og öðru slíku, fólk sem kannski ekkert allir þekkja en hefur engu að síður ver- ið að gera frábæra hluti og á að baki mörg mjög flott verk. Þetta fólk var þarna samankomið til að miðla af reynslu sinni til nemenda. Þetta var mjög skemmtilegt starf.“ Ragnhildur er fædd og uppalin í Bandaríkjunum en hefur verið með annan fótinn á Íslandi alla tíð. Hún og eiginmaður hennar hafa búið í Los Angeles undanfarin ár. Umhverfið mjög alþjóðlegt Ragnhildur stýrði LA Events þangað til hún var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. „Ég eignaðist dóttur mína Stellu Lúnu fyrir þremur árum, 38 ára gömul. Var svona aðeins í seinni kantinum til að verða mamma,“ segir Ragnhildur og hlær. „Eftir barneignarfrí fór ég að vinna fyrir New York Film Aca- demy og af því að ég þekkti skól- ann svo vel sjálf endaði ég á því að fara að vinna á skrifstofu skólans. Það æxlaðist svo bara þannig að ég fékk starfið sem ég er í núna. Ég stýri semsagt inntökudeildinni. Ég elska þennan skóla, deildirnar innan hans vinna mikið og vel saman og eitt af því sem mér finnst svo gott við hann er að meira en helmingurinn af nem- endum er alþjóðlegur. Þetta er mjög alþjóðlegt umhverfi og það er gaman að vera innan um fólk sem er sögumenn í eðli sínu, en það má finna út um allan heim. Þú heyrir portúgölsku, arabísku, kín- versku og fullt af fleiri tungu- málum dags daglega í þessu starfi, nemendur tala mikið saman á göngunum á ýmsum tungumálum og það finnst mér mjög jákvætt. Það endurspeglar að mínu mati kvikmyndagerðarheiminn; hann er mun alþjóðlegri en ég held að fólk geri sér almennt grein fyrir.“ Og það er ekki ofsögum sagt að fjöldi nemenda alls staðar að stundar nám við skólann ár hvert. „Holly- wood er svo fjölþjóðlegur staður, þar má finna fjöldann allan af fólki alls staðar að úr heiminum og New York Film Academy end- urspeglar það. Þetta fólk hittist svo á ýmsum kvikmyndahátíðum, fólk sem á það allt sameiginlegt að elska bíó.“ Með mjög svartan húmor Og hvað skyldi svo vera fram undan hjá þessari miklu athafna- konu? „Ég veit það eiginlega ekki. Ég tek bara einn dag í einu. Ég er svo heppin að hafa alltaf getað unnið við skapandi störf og tek þá reynslu með mér í þetta nýja starf, það hefur reynst mjög skemmtilegt og krefjandi. Ég vinn með frábæru fólki, svo eins og staðan er núna ætla ég að einbeita mér að þessu starfi og gera það vel,“ segir Ragnhildur. Hún tekur enn að sér framleiðsluverkefni hér og hvar, nú síðast í vor. Ragnhild- ur hefur þrátt fyrir það ekki alveg lagt eigin sköpunarkraft á hilluna. „Ég er alltaf að skrifa svona á hliðarlínunni. Ég féll fyrir hand- ritaskrifum þegar ég var í náminu þannig að ég skrifa dálítið svona fyrir mig sjálfa. Mér líkar best að skrifa í svörtum húmor, slíkt á vel við mig og blandast dálítið inn í allt sem ég skrifa.“ Ragnhildur heldur því þó ekki fram að hún sé atvinnuhöfundur. „Ég hef fram- leitt sumt af því sem ég hef skrif- að en ég lít ekki á mig sem at- vinnuhöfund. Þetta er meira ástríða á hliðarlínunni, ég hef ekki verið að eltast mikið við þetta en það er eitthvað sem heldur mér í þessu samt sem áður. Ég er innan um svo mikið af skapandi fólki sem er að fást við svo margt og fjölbreytt. Það finnst mér skemmtilegt umhverfi,“ segir Ragnhildur að lokum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Ertu komin/n með nóg af starfinu þínu sem þú eitt sinn elskaðir? Það er líklegt, sé tölfræðin skoðuð. Um það bil tveir þriðju vinnandi fólks hafa viðurkennt að hafa fundið fyrir leiða og minnkandi starfsánægju í vinnunni. Það er þó engin ástæða til þess að örvænta því hægt er að snúa þessari þróun við. Á vef BBC má finna nokkur einföld skref sem fólk getur gert til þess að snúa leiða upp í ánægju. Það fyrsta sem lagt er til að fólk geri er að stilla væntingum sínum í hóf. Flestir hafa þá von í upphafi nýs starfs að þeir geti bjargað heiminum, eða í það minnsta verið partur af heild sem vinnur að því smám saman að bjarga heiminum. Næsta skref er að skoða vandlega hvers vegna þú hefur lært að þola ekki vinnuna þína. Rifjaðu upp hvað það var upphaflega sem dró þig að starfinu, og hvað það var við starfið sem þú elskaðir þegar þú byrj- aðir. Það ætti að auðvelda þér að átta þig á hvaða hlutir það eru sem þú vilt laga og hjálpa þér að snúa þróuninni við í átt til betri vegar. Margir eru komnir með leiða á vinnunni sinni Þreyta Fjöldi fólks finnur fyrir leiða og tilbreytingarleysi í starfi sínu. Lærðu að elska starfið þitt aftur með einföldum lausnum Höfuðstöðvar New York Film Academy eru, eins og nafnið gefur til kynna, í New York. Að auki eru þrjú eins konar útibú skól- ans á þremur stöðum í Bandaríkjunum og svo um heim allan. Skólann stofnaði framleiðandinn Jerry Sherlock og hann hef- ur verið starfræktur í ein 25 ár. Á þeim tíma hefur hann byggt upp gott orðspor sem einn af fremstu og virtustu kvikmyndaskólum heims. Um 400 kennarar starfa við skólann og árlega eru rúmlega 7.000 nemendur teknir inn. Nemendur vinna eigið efni og læra á því að vinna eins og gert er í kvikmyndabrans- anum. NEW YORK FILM ACADAMY Fremstur á sínu sviði Árdagar Reykja- víkur er yfirskrift sunnudagsins 23. júlí í Árbæjarsafni, en þann dag gefst gestum safnsins tækifæri til að upplifa Reykjavík eins og hún var í gamla daga. Starfsfólk mun klæðast fatnaði frá umræddum tíma, húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og í haga verða hestar, kindur og hæn- ur. Þá verður guðsþjónusta klukkan 14 og fer prédikar Kristinn Ágúst Frið- finnsson fyrir altari. Einnig verður boðið upp á kaffi og ýmsar góðar veit- ingar í Dillonshúsi. Ókeypis aðgangur verður fyrir börn, eldri borgara og ör- yrkja, og þá fá handhafar menning- arkorts Reykjavíkurborgar og Gesta- kortsins sömuleiðis frítt inn. Árdagar í Árbæjarsafni Gestir sendir aftur í tímann Heyjað við Árbæjarsafn. Tónlistarmaðurinn Pálmi Sigurhjart- arson er flestum Íslendingum að góðu kunnur. Í kvöld mun hann koma fram á Græna herberginu þar sem fram mun fara Pálma Sigur- hjartar-Sing-A- Long og eru allir sannir tónlistarunnendur hvattir til þess að láta það ekki framhjá sér fara. Pálmi mun fara hamförum á pí- anóinu og munu gestir taka þátt í bæði leik og söng. Pálmi er ekki ókunnugur söng og gleði en hann var um árabil meðlimur Sniglabandsins, auk þess að hafa tekið þátt í gerð fjölda hljómplatna, sem hljóðfæra- leikari, lagahöfundur, söngvari, út- setjari og upptökustjóri, allt frá árinu 1985. Þá hefur hann einnig unnið sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í útvarpi, sjónvarpi og leikhúsi sem og unnið við tónlistarkennslu um árabil. Sing-A-Long með Pálma Gleði í Græna herberginu Pálmi Sigurhjartarson Skóli New York Film Academy er meðal fremstu kvikmyndaskóla heims.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.