Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA Nutrilenk fyrir liðina Náttúrul egt fyrir liðin a GOLD NNA Vertu laus við LIÐVERKINA Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi „Ég var búinn að fara í þrjár hnéaðgerðir á nokkurra ára tímabili, var mjög slæmur og treysti mér engan veginn í aðra aðgerð. Semmúrari er ég mikið á hnjánum og starfið reynir gríðarlega á liðina. Til allrar hamingju ákvað ég að prófaNUTRILENKGOLD. Ég tók inn 6 töflur fyrstu tvær vikurnar og það dugði mér til að verða góður. Nú tek ég 2 töflur á dag til að viðhalda batanum. Það má segja að batinn sé kraftaverki líkastur. Ég hvet því kollega mína í iðninni til að prófa,“ segir Davíð en hann setti hvorki meira né minna en Íslandsmet í keilu í fyrra.„Ég trúi því aðNUTRILENKGOLD haldi mér góðum í keilunni a.m.k næstu 20 árin.“ Davíð Löve, múrari og keilusnillingur „ÉG HVET AÐRAMÚRARA TIL AÐ PRÓFA NUTRILENK GOLD“ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Annar leikur íslenska kvenna- landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Hollandi fer fram í dag þegar íslenska liðið mætir því svissneska. Mikið er undir í leikn- um í dag enda töpuðu bæði lið fyrstu leikjum sínum í mótinu. Stærri gerast leikirnir ekki og spennan er orðin áþreifanleg hjá leikmönnum og stuðningsmönnum íslenska liðsins. Eitthvað fyrir alla í Hollandi Fyrir þá Íslendinga sem staddir eru í Hollandi hefst upphitun klukkan 12 á stuðningsmannasvæð- inu í Doetinchem. Svæðið er í Ijsselkade, við hliðina á ánni Ijssel, sem er í um 1,8 km fjarlægð frá vellinum. Boðið verður upp á skemmtiatriði og ýmiskonar leiki fyrir alla fjöl- skylduna, auk þess sem hoppkast- alar verða á svæðinu fyrir yngstu kynslóðina. Það eiga því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeim stuðningsmönnum Íslands sem ekki komust til Hollands stendur nóg til boða. EM-torgið á Ingólfstorgi verður á sínum stað og þar má setjast niður og fylgjast með leiknum á risaskjá. Auk þess munu íþróttabarir víðsvegar um land sýna leikinn, hann verður til að mynda sýndur í Stúdenta- kjallaranum í Háskóla Íslands, Spot í Kópavogi og Shake and Pizza í Grafarvogi. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur á RÚV. EM- stofan hitar upp fyrir leikinn og er ráðgert að upphitunin hefjist um 45 mínútum fyrir leik. Mikil spenna fyrir leiknum í dag  EM-torgið og stuðningsmanna- svæði á sínum stað Morgunblaðið/Elín Þórðardóttir Stemning Annar leikur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Hollandi fer fram í dag þegar íslenska liðið mætir því svissneska. Ráð- gert er að um 3.000 Íslendingar mæti á völlinn og styðji þétt við bakið á stelpunum í leiknum sem hefst klukkan 16 í dag og verður sýndur beint á RÚV. KSÍ og stuðningsmannasveit ís- lenska landsliðsins, Tólfan, hafa unnið saman síðustu daga að því að koma nokkrum meðlimum Tólf- unnar á leikinn gegn Sviss í dag. Arnar Friðriks- son, trommari Tólfunnar, var á síðasta leik liðsins gegn Frökkum ásamt Friðgeiri Bergsteinssyni. Hann segir að ferðin hafi verið farin í samráði við KSÍ. „Tólfan, í góðu samstarfi við KSÍ, náði að senda út tvo með- limi úr kjarna Tólfunnar. Þegar út var komið reddaði KSÍ miðum á leikinn fyrir okkur.“ Senda reynslubolta til Hollands Arnar segir að formaður Tólf- unnar hafi valið þá meðlimi sem voru sendir til Hollands og þar sem einungis tveir fóru var ákveðið að senda allra reyndustu stuðningsmenn landsliðsins. „Ég var beðinn að fara þar sem ég er trommari sveitarinnar. Friðgeir hefur verið lengi í Tólfunni og er vanur að rífa upp stemninguna á Laugardalsvelli og annars stað- ar.“ Arnar og Friðgeir komu til landsins í vikunni og munu aðrir meðlimir sveitarinnar fá að spreyta sig í leiknum gegn Sviss. „Við komum heim núna fyrr í vik- unni og aðrar Tólfur tóku við keflinu og munu sjá til þess að stemningin á leikjunum verði jafngóð og hún var á leiknum gegn Frökkum,“ segir Arnar sem vonast til þess að það gangi eftir. „Stemningin var gjörsamlega raf- mögnuð bæði fyrir og eftir fyrsta leik. Íslendingar létu vel í sér heyra í Tilburg og rúmlega það. Við áttum völlinn og það heyrðist ekki í neinum nema íslensku stuðningsmönnunum. Ég er hand- viss um að það sama verður upp á teningnum í dag.“ aronthordur@mbl.is Tólfan skiptir leikjum íslenska kvennalandsliðsins á milli sín Arnar Friðriksson Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Vettvangur viðureignar Íslands og Sviss í dag verður Stadion De Vij- verberg. Völlurinn er heimavöllur De Gra- afschap í hollensku fyrstu deildinni og tekur um 12.600 manns í sæti. Búist er við svipuðum fjölda og á leiknum á móti Frakklandi og gert ráð fyrir að Íslendingar verði í tals- verðum meirihluta. Völlurinn var opnaður árið 1954 en síðan þá hefur hann nokkrum sinnum gengið í gegnum endurnýj- un og stækkun. Nafnið á vellinum gæti útlagst Tjarnarhæð á íslensku, en nafnið er komið frá hóteli sem áður stóð þar sem völlurinn er nú. Áður en hótelið var byggt þurfti að fylla upp í margar tjarnir á svæðinu, en unnið var af svo miklu kappi að hæð myndaðist. Eigendum hótelsins fannst nafnið tilvalið og hefur svæðið því verið kallað Tjarnarhæðin allar götur síðan. Ísland áður leikið á vellinum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ís- lenskt landslið spilar á vellinum en ólympíulið Íslands í karlaflokki spil- aði þar gegn Hollandi 1988. Aðeins 573 áhorfendur mættu á þann landsleik, sem þótti heldur lélegur. Gera má ráð fyrir að annað verði upp á teningnum í dag enda munu 3.000 íslenskir stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Völlurinn er tilval- inn til þess að mynda góða stemn- ingu enda sitja stuðningsmenn al- veg við völlinn. Það verður því gaman að fylgjast með íslenskum stuðningsmönnum sem eflaust munu styðja vel við bakið á stelpunum þegar flautað verður til leiks klukkan 16 í dag. Mæta Sviss á Tjarnarhæð  Gera ráð fyrir um 3.000 Íslendingum Völlurinn Mikið er undir á Tjarnarhæð þegar Ísland mætir Sviss í dag. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika í mótinu dugar ekkert minna en sigur. EM KVENNA Í FÓTBOLTA 2017 Matur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.