Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 17

Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heima- síðu Íslenskra orkurannsókna. ÍSOR hefur á undanförnum árum leitað að jarðhita og séð um rannsóknir á svæðinu fyr- ir RARIK, en Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefur séð um borunina. Hoffell er í um 20 kílómetra fjarlægð frá Höfn. Það yrði mik- il búbót fyrir sveitarfélagið ef nægilegt vatn finnst til húshitunar. Á Höfn er nú rekin fjar- varmaveita sem nær til stórs hluta bæjarins. Fjórða borholan 1.750 metra djúp Borun fjórðu borholunnar(HF-4) lauk 14. júlí. Hún varð 1.750 metra djúp og eftir stutta afkastamælingu (þrepadælingu) í bor- lok virðist holan geta gefið allt að 50 sek- úndulítra af um og yfir 80°C heitu vatni við 120 metra niðurdrátt. Frekari upplýsingar um afköst holunnar munu síðan fást í lang- tíma prófun með djúpdælu. Áður hafa verið boraðar þrjár djúpar vinnslu-/rannsóknarholur auk fjölda hitasti- gulsholna og hafa þær allar verið boraðar af Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Hola HF-2 gaf ekki vatn en holur HF-1 og HF-3 hittu á vatnsæðar og gefa vatn; hola HF-3 mun meira en HF-1. „Staðsetning holu HF-4 var m.a. ákveðin út frá því módeli að aðaluppstreymi jarðhita- vatns á svæðinu sé um sprungur með NA-SV strikstefnu og að þeim halli flestum til SA,“ segir í fréttinni á heimasíðu ÍSOR. Upplýs- ingar sem fengist hafa út úr mælingum hafa hjálpað til við að staðsetja lóðréttar vinnslu- holur með meiri nákvæmni en ella og auka þannig líkurnar á að holurnar hitti á vatns- gæfar sprungur í jarðhitakerfinu. Í stórum dráttum gekk þetta allt eftir með HF-4. Æðar komu inn í holuna á því bili sem búist var við þeim, á 800-1.200 m dýpi. Þær voru þó ekki mjög vatnsgæfar og var borun því haldið áfram. Fleiri æðar héldu áfram að koma inn alveg niður á 1.690 metra dýpi og var holan blásin nokkrum sinnum á meðan á borun stóð ásamt því að vera hitamæld. Blástursprófanirnar bentu til að meira vatn hefði komið inn eftir því sem dýpra var farið og að holan væri ekki að fara út úr eða fjar- lægjast jarðhitakerfið. Helstu innrennslisæð- ar í HF-4 virðast vera á 1.160 m, 1.315 m, 1.470 m og 1.650-1.690 metra dýpi. Mjög lík- lega skila æðarnar á 1.650-1.690 metradýpi allt að helmingi vatnsins inn í holuna og er hitinn þar um 83°C. Það er um 7-10°C meiri hiti heldur en fengist hefur úr hinum vinnslu- holunum og þykir benda til að HF-4 sé nær meginuppstreymi jarðhitakerfisins og að það teygi sig lengra norðaustur frá Hoffelli. Jarðhitakerfið flóknara en talið var Á undanförnum árum hefur ÍSOR unnið að jarðhitaleit við Hoffell í Hornafirði fyrir RA- RIK með það að markmiði að finna heitt vatn fyrir hitaveitu á Höfn. Áður unnu Jarðfræði- stofan Stapi og Orkustofnun að jarðhitaleit við Hoffell. Eftir að ÍSOR tók við rann- sóknum á svæðinu kom fljótlega í ljós að jarðhitakerfið við Hoffell var flóknara en talið hafði verið. Jarðlaga- og holusjármælingar í völdum borholum á svæðinu studdu það og breyttu þeim hugmyndum sem menn höfðu áður haft um jarðhitakerfið og sprungur þess. Boranir í Hornafirði árangursríkar  Fjórða rannsóknarholan gefur 50 sekúndulítra af 80 gráða heitu vatni  Leita að vatni fyrir Höfn Ljósmynd/Heimir Ingimarsson Við Hoffell Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefur séð um borunina. Á meðan á þrepaprófinu stóð var mælingabíll ÍSOR með hita- og þrýstimæli á 400 m dýpi í holunni og skráði breytingar. SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar úti- altaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Framkvæmdirnar eru komnar nokkuð á veg, á síðasta ári var stæði útbúið fyrir altarið. Nú er risinn einn fjögurra ystu skjólveggja þess, en annar áfangi fram- kvæmdanna felur í sér að reisa vegg- ina, ytri hring altarisins af tveimur og leggja göngustíga á altarissvæðið. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, tók fyrstu skóflustungu að altarinu 8. maí á síðasta ári. Um 4.600 evrur hafa þegar safnast, eða rúm hálf milljón. Er það tæplega þriðjungur þeirrar upphæðar sem þarf til að ljúka öðrum áfanga fram- kvæmda við altarið. Til að áheiti inn- heimtist þarf öll upphæðin að nást fyrir 5. ágúst. Heildarkostnaður við verkið er svo áætlaður um tíu millj- ónir króna. Kjalarnessprófastsdæmi, hverf- isráð Kjalarness og sóknarnefnd Brautarholtssóknar hafa styrkt verk- efnið duglega. Reyndur hleðslumaður vinnur verkið, en það er einnig að hluta unn- ið í sjálfboðavinnu meðlima Sögu- félagsins og hafa þeir m.a. tínt grjót til að hlaða altarið, en ætlunin er að allt grjótið komi af Kjalarnesi. Sögufélagið driffjöðrin Altarið er minnisvarði um kirkju Örlygs Hrappssonar, sem talin er hafa staðið á Esjubergi fyrir kristni- töku, um árið 900. Er hún fyrsta kirkja á Íslandi sem getið er í rit- heimildum. Ýmsar heimildir renna stoðum undir sögur af tilvist kirkj- unnar en engar menjar hafa fundist sem staðfesta hana. Líklegt er talið að skriðuföll úr Esju á 17. eða 19. öld hafi eytt henni. Örnefni á staðnum vísa til helgihalds þar. „Þetta hófst í fyrra, fyrsti áfangi, að byrja á hringnum. Þá var einnig settur hér veglegur altarissteinn sem vegur ellefu tonn sem við fengum að gjöf frá fyrri ábúendum Esjubergs,“ segir Hrefna Sigríður Bjartmars- dóttir, formaður Sögufélagsins Steina, en nú stendur yfir vinna við annan áfanga. Hugmyndin um minn- isvarða við Esjuberg vaknaði um aldamót, en síðustu ár hefur Sögu- félagið tekið hana á framkvæmda- stig. „Það er Sögufélagið sem er grunn- urinn að þessu framtaki hérna. Ég er í samstarfi við Sögufélagið í starfi mínu sem sérþjónustuprestur á Bisk- upsstofu á sviði helgihalds og þjóð- menningar og bý að því að hafa sér- þekkingu í keltneskum fræðum,“ segir séra Gunnþór Þ. Ingason. Að hans sögn eru keltneskar rætur við Esjuberg sterkar, en samkvæmt Landnámu kom Örlygur frá Suður- eyjum við Skotland, en settist síðar að á Kjalarnesi. Fjölmörg örnefni á svæðinu eiga einnig keltneskar ræt- ur. Nánar má lesa um útlit og upp- byggingu altarisins hér til hliðar, en það verður í keltneskum stíl líkt og áður sagði. Sem dæmi má nefna, að í miðju mannvirkinu mun standa stór keltneskur hringkross. Minnisvarði og vígður helgistaður Altarið mun ekki aðeins þjóna til- gangi sem minnisvarði, heldur verður það vígt sem kristinn helgidómur, líkt og um kirkju væri að ræða. Þar gefst fólki t.d. kostur á að láta gefa sig saman eða láta skíra börn. „Þetta er auðvitað kristinn helgi- staður og minnisvarði um keltneska arfleið okkar. Þetta getur samt líka tengst útiveru og ferðamennsku því hér er einmitt gönguleið upp á Ker- hólakamb. Fólk getur þá komið hing- að og talað við drottin áður en það fer upp og hvílt sig þegar það kemur nið- ur. Þetta getur orðið dýrmætur hvíldar- og íhugunarstaður,“ segir Hrefna Sigríður. Ef allt gengur að óskum er áætlað er að framkvæmdum við annan áfanga ljúki fyrir lok þessa árs og að altarið verði tilbúið í lok árs árið 2018. Safna fé til að klára útialtarið  Reisa útialtari að keltneskum sið við Esjuberg á Kjalarnesi  Til minningar um kirkju Örlygs Hrappssonar  Söfnun vegna altarisins hafin á Karolina Fund  Hafa þegar safnað þriðjungi Morgunblaðið/Golli Náttúrufegurð Hrefna og séra Gunnþór gáfu sér tíma til að ræða við blaðamann og ljósmyndara við Esjuberg. Útialtarið á Esjubergi verður í keltneskum stíl og það teikn- aði Sigurborg Haraldsdóttir landslagsarkitekt eftir hug- mynd sr. Gunnþórs Þ. Inga- sonar. Fjórir hlaðnir veggir, um 1,5 metra háir, marka ytri mörk altarisins, og veggirnir liggja í hring. Tveir gangvegir, 18 metrar að lengd, liggja þvert í gegn- um altarið og mynda kross. Til viðbótar við ystu veggina liggja tveir hringir nær alt- arinu sem lækka eftir því sem nær dregur altarissteininum, sem verður í miðjunni. Á grjótveggjunum eru hlaðnir bekkir sem snúa inn að alt- arissteini, en einnig eru við altarið skírnarfontur og pre- dikunarstóll. Altarið er hringkross AÐ KELTNESKUM SIÐ Altarissteinn Upplýsingaskilti um altarið er í forgrunni. 11 tonna alt- arisstein, í miðju altarisins, má sjá í bakgrunni aftan við hlaðinn vegg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.