Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
• Bindivír 1 mm U hankir og rúllur 1.4 mm
• Fjarlægðarstjörnur og steinar 20-50 mm
• Plastlistar á undirslegnar plötur, einnig harðir
• U listar á ull eða plasteinangrun
• Járnstólalengjur, sterkir og góðir stólar frá 50 mm
• Mótarör og kónar 10–50 mm
• Öryggishlífar á kambstál,
listar og sveppir
Járnabakkar
Járnabindingavörur
Erum með á lager
allar helstu gerðir af járnabökkum
Vír og lykkjur ehf
www.viroglykkjur.is - viroglykkjur@internet.is
772-3200/692-8027
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Gísli Rúnar Gíslason
gislirunar@mbl.is
Undanfarin ár hafa algjör um-
skipti orðið í sölu gosdrykkja og
sala á sykurlausum drykkjum auk-
ist mikið. Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson selur nú meira magn af
sykurlausum en sykruðum gos-
drykkjum, en árið 2002 var ein-
ungis þriðjungur seldra gos-
drykkja frá Ölgerðinni sykurlaus.
„Það er í raun tvennt í þessu.
Annars vegar hafa vatnsdrykkir
vaxið mjög hratt á markaðnum og
hins vegar sykurlausir kóladrykk-
ir. Kristall er til að mynda orðinn
stærsta vörumerkið okkar og er
vinsælasti sykurlausi gosdrykkur-
inn á markaðnum. Þá hefur sala á
Pepsi Max aukist mjög mikið.
Þetta eru aðallega Kristall og
Pepsi Max sem hafa þessi áhrif hjá
okkur en við verðum líka varir við
aukningu í öðrum sykurlausum
gosdrykkjum eins og til dæmis
diet-appelsíni,“ segir Gunnar B.
Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Ölgerðar Egils
Skallagrímssonar.
Aðspurður staðfestir Einar
Snorri Magnússon, framkvæmda-
stjóri markaðs- og sölusviðs Coca
Cola European Partners á Íslandi,
þessa þróun á markaðnum. „Syk-
urlausir gosdrykkir, bæði vatns-
drykkir og kóladrykkir, vaxa mjög
hratt og á móti minnka sykraðir
gosdrykkir hægt og rólega. Coke
Zero hefur vaxið mjög hratt hjá
okkur og sömu sögu er að segja
um Toppana. Coca Cola ber þó
enn höfuð og herðar yfir önnur
vörumerki á markaðnum,“ segir
Einar.
Vatnsdrykkir vinsælir
Í sykurlausa hluta gosdrykkja-
markaðarins er Kristall vinsælasta
vörumerkið. „Sala á kolsýrðu vatni
hefur aukist mjög hratt undanfar-
in ár og kolsýrðir vatnsdrykkir eru
orðnir næstmest seldi vöruflokk-
urinn á markaðnum. Það stefnir
allt í að vatnsdrykkir verði mest
seldi vöruflokkurinn á næsta ári,“
segir Gunnar.
RJC ehf. blandaði sér nýverið í
samkeppnina á gosdrykkjamark-
aðnum með framleiðslu og sölu á
kolsýrðu vatni undir vörumerkinu
Klaka. „Við kepptumst við að
bjóða upp á mun betra verð og sal-
an hefur aukist mjög mikið hjá
okkur,“ segir Ásgeir Johansen,
framkvæmdastjóri RJC.
Neyslu stýrt í minni einingar
Sykurinnihald gosdrykkja hefur
lengi verið umræðuefni hérlendis
og umræða og tillögur um ein-
hvers konar skattlagningu til að
sporna við gosdrykkjaneyslu hafa
reglulega komið upp. Fyrr á árinu
tilkynnti Coca Cola European
Partners á Íslandi að á næstunni
myndi hin svokallaða súperdós
hverfa af markaði hérlendis. Þann-
ig væri fyrirtækið að sýna ábyrgð
hvað varðar skammtastærðir með
því að bjóða ekki upp á stærri
skammt en 330 ml í umbúðum sem
ekki eru endurlokanlegar. „Það er
áberandi meiri eftirspurn eftir
minni umbúðum, eins og 330 ml
dósum og 500 ml plastflöskum, en
sala á stærri umbúðum hefur
dregist saman,“ segir Einar.
Í skýrslu Ölgerðarinnar um
samfélagslega ábyrgð kemur fram
að stilla þurfi neyslu sykraðra gos-
drykkja í hóf og að neysluskammt-
ar þeirra hafi undanfarið verið í
stöðugri þróun með aukinni
áherslu á að minnka þær einingar.
Þá segir í skýrslunni að góður
árangur hafi náðst á því sviði og
sala á minni einingum hafi aukist
umtalsvert.
Bjuggust við umskiptum 2008
„Við héldum að vatnsdrykkirnir
færu að taka fram úr um 2008, en
þetta snerist við í kreppunni og
Íslendingar fóru aftur að sækja í
sykraða drykki. Það er örugglega
mannfræðistúdía hvað liggur þar
að baki. Það er ýmislegt sem við
sjáum í vísitölum hjá okkur, til
dæmis rýkur salan á Egils þykkni
upp þegar hart er í ári en snögg-
lækkar í góðæri. Hagstofan ætti
eiginlega að vera í beinu sambandi
við okkur til að fylgjast með efna-
hagsástandinu,“ segir Andri Þór
Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar-
innar.
Meira drukkið af
sykurlausu gosi
Sykur Sala á sykurlausum gosdrykkjum hefur aukist mikið undanfarin ár.
Algjör umskipti í drykkjarvenjum síðustu árin
Kolsýrt vatn orðið stærsti vöruflokkur Ölgerðarinnar
Sykurlaust gos vinsælla
» Ölgerðin selur nú meira
magn af sykurlausum
drykkjum en sykruðum.
» Coca Cola á Íslandi stað-
festir sambærilega þróun í
sinni sölu.
» Eftirspurn eftir minni um-
búðum hefur einnig aukist.
22. júlí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 102.57 103.05 102.81
Sterlingspund 133.62 134.26 133.94
Kanadadalur 81.26 81.74 81.5
Dönsk króna 15.934 16.028 15.981
Norsk króna 12.669 12.743 12.706
Sænsk króna 12.382 12.454 12.418
Svissn. franki 107.45 108.05 107.75
Japanskt jen 0.9146 0.92 0.9173
SDR 143.34 144.2 143.77
Evra 118.52 119.18 118.85
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.5921
Hrávöruverð
Gull 1247.25 ($/únsa)
Ál 1897.5 ($/tonn) LME
Hráolía 49.65 ($/fatið) Brent
Evran hélt áfram
að styrkjast gagn-
vart bandaríkja-
dal í gær og hefur
gengi evru ekki
verið sterkara í
tvö ár. Fór gengið
upp í 1,1659 dali á
gjaldeyrismörk-
uðum.
Eftir fund pen-
ingastefnunefndar Evrópska seðla-
bankans á fimmtudaginn lýsti Mario
Draghi seðlabankastjóri því yfir að
bankinn myndi endurskoða peninga-
stefnuna. Þykir það merki um að farið
sé að síga á síðari hluta tímabil ódýrs
fjármagns í álfunni. Lækkuðu helstu
hlutabréfavísitölur í Evrópu í kjölfar-
ið. Þá er pólitískur órói í Bandaríkj-
unum talinn ýta undir styrkingu evr-
unnar gagnvart bandaríkjadal.
Evran ekki
hærri í 2 ár
Mario Draghi
Gengi evrópskra
hlutabréfa lækka
● Primera Air hyggst fljúga beint til
Norður-Ameríku frá þremur nýjum
stöðum innan Evrópu frá og með apríl
2018. Flogið verður frá Birmingham,
Stanstead-flugvelli í London, og Charles
de Gaulle-flugvelli í París til New York
og Boston í Bandaríkjunum. Í tilkynn-
ingu frá Primera Air segir að greint
verði frá tveimur nýjum flugleiðum yfir
Atlantshafið frá sömu brottfararstöðum
í lok sumars.
Primera Air er með áætlunarflug til
yfir 70 flugvalla í Evrópu. Á næstu
tveimur árum hyggst félagið stækka við
sig á núverandi flugvöllum og hefja flug
frá nýjum stöðum. Byggist það á núver-
andi flugflota Primera Air og tuttugu
nýjum Boeing MAX 9 ER sem eru í
pöntunarferli. Fleiri nýjar flugleiðir yfir
Atlantshafið eru á stefnuskránni, segir í
tilkynningu flugfélagsins.
Primera Air hefur beint
flug yfir Atlantshaf
Primera Hefur flug til Ameríku.
STUTT