Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
gerðu tónlist á makkann þinn
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Jam
alvöru gítarsánd
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því
í gær og fyrrinótt að lögfræðinga-
teymi Trumps væri að skoða leiðir til
þess að draga úr trúverðugleika rann-
sóknar Roberts Muellers, sérstaks
saksóknara, á meintum tengslum
rússneskra yfirvalda við lykilmenn
sem komu að forsetaframboði
Trumps.
Sagði í frétt Washington Post að
m.a. væri verið að kanna mögulega
hagsmunaárekstrar Muellers. Væru
þeir til staðar væri dómsmálaráðu-
neytinu heimilt að reka Mueller. Þá
hefðu Trump og aðstoðarmenn hans
einnig kannað það hvort forsetinn
gæti beitt náðunarvaldi sínu á þá sem
rannsóknin beindist að, og jafnvel
hvort Trump gæti náðað sjálfan sig.
Segir fjármálin vera rautt strik
Þá mun lögfræðingateymið einnig
hafa kannað hvort rannsókn Muellers
gæti náð til ýmissa atriða sem ótengd
eru Rússlandsmálinu en Trump lét
sjálfur svo um mælt í viðtali við New
York Times að hann liti á fjármál fjöl-
skyldu sinnar sem eitthvað sem Mu-
eller ætti ekki að koma nálægt. Sagði
hann að þar væri um „rautt strik að
ræða“.
Demókratar hafa brugðist ókvæða
við tíðindunum en Mark Warner,
helsti fulltrúi demókrata í þeirri þing-
nefnd öldungadeildarinnar sem rann-
sakar Rússlandsmálið, sagði að það
yrði í hæsta máta óeðlilegt ef forset-
inn myndi náða einhvern á þessu
stigi. Þá mætti ekki takmarka rann-
sókn Muellers á nokkurn hátt með
„rauðum strikum“.
Sanders fyrir Spicer
Í þessari hringiðu sagði Sean Spi-
cer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins,
óvænt upp störfum um hádegisbilið
að bandarískum tíma í gær og nokkr-
um stundum síðar var Sarah Hucka-
bee Sanders ráðin í hans stað. Með
uppsögninni vildi Spicer mótmæla
ráðningu nýs almannatengslafulltrúa
til Hvíta hússins.
Býst til varna gegn Mueller
Trump sagður vera að kanna mögulegar náðanir vegna Rússamálsins
AFP
Uppsögn Sean Spicer, fjölmiðla-
fulltrúi Trumps, hætti óvænt í gær.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 skók suðvesturhluta Tyrk-
lands og grísku Dodecanese-eyjarnar í fyrrakvöld.
Tveir ferðamenn létust á grísku eyjunni Kos eftir
skjálftann. Að sögn yfirvalda var annar þeirra sænskur
en hinn tyrkneskur. Hundruð særðust þá í skjálftanum
og skemmdir eru töluverðar bæði á Kos og eins á ferða-
mannastaðnum Bodrum í Tyrklandi. Upptök jarð-
skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi á Eyjahafi.
AFP
Tveir ferðamenn létust eftir jarðskjálfta
O.J. Simpson,
fyrrverandi
ruðningsbolta-
kappi og kvik-
myndaleikari,
verður látinn
laus til reynslu,
eftir að hafa set-
ið níu ár í fang-
elsi í Nevada-ríki
fyrir að hafa
rænt tveimur mönnum sem sér-
hæfðu sig í sölu íþróttaminjagripa
og haldið þeim á hótelherbergi í
Las Vegas. „Takk kærlega!“ sagði
hinn 70 ára Simpson við nefndar-
menn eftir að þeir samþykktu
beiðni hans um reynslulausn en
hann mun losna úr fangelsi í októ-
ber á þessu ári.
Á tíunda áratug síðustu aldar var
Simpson sakaður um að hafa myrt
fyrrverandi eiginkonu sína, Nicole
Brown, og vin hennar, Ron Gold-
man. Kviðdómur komst að þeirri
niðurstöðu að hann væri saklaus,
eftir löng og umdeild réttarhöld.
O.J. Simpson fær
reynslulausn
O.J. Simpson
BANDARÍKIN
Líkamsleifar list-
málarans Salva-
dors Dalís voru
grafnar upp í
fyrradag í þeim
tilgangi að taka
úr þeim DNA-
sýni. Dalí lést ár-
ið 1989 og var tal-
inn vera barnlaus
en kona á sjö-
tugsaldri, Pilar Abel, segir móður
sína hafa átt í sambandi við Dalí og
hún gæti þar af leiðandi verið dóttir
hans. Abel gæti átt rétt á fjórðungi
af eignum Dalís, sem eru metnar á
400 milljónir evra, ef sýnt verður
fram á að hann sé faðir hennar.
Eitt af því sem Dalí var þekktur
fyrir var yfirvaraskeggið. Það var
greitt upp þannig að það væri í stell-
ingu sem lýsa má með vísum klukk-
unnar sem tíu mínútur yfir tíu. Að
sögn fréttastofu AFP var skeggið
víst nákvæmlega í stellingunni tíu
mínútur yfir tíu og hárið óraskað er
Dalí var grafinn upp.
Skeggið óhaggað
eftir 28 ár í gröfinni
Salvador Dalí
SPÁNN
Tomas Ojea Quintana, fulltrúi Sam-
einuðu þjóðanna gagnvart Norður-
Kóreu í mannréttindamálum, hvatti í
gær Kínverja til þess að hætta að
senda norðurkóreska flóttamenn aft-
ur til heimalands síns, þar sem þeir
megi eiga von á þungri refsingu eða
jafnvel dauðadómi.
Quintana, sem var að ljúka heim-
sókn til Suður-Kóreu, sagðist hafa
nefnt þetta oft við kínversk stjórn-
völd á síðustu misserum, en fjölgun
hefði orðið í hópi þeirra flóttamanna
sem skilað hefði verið til Norður-
Kóreu þrátt fyrir þá áeggjan.
„Ég hvet þá aftur til þess að leysa
þetta vandamál með því að veita
þeim ríkisborgurum Norður-Kóreu
sem fara í gegnum landsvæði Kín-
verja sérstaka vernd,“ sagði hann.
Að minnsta kosti 51 Norður-Kór-
eumaður hefur verið handtekinn í
Kína frá því í júlí á síðasta ári sam-
kvæmt áætlunum Human Rights
Watch. Segja samtökin að þegar hafi
um 13 þeirra verið sendir aftur til
heimalands síns, þar sem þeirra bíði
grimm örlög, pyntingar og jafnvel
líflát.
Banna allar ferðir til landsins
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í
gær, að þau hygðust banna ríkis-
borgurum sínum að ferðast til Norð-
ur-Kóreu. Heather Neuert, talsmað-
ur bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, sagði að þetta yrði
gert opinbert í næstu viku, en ástæð-
an fyrir banninu er andlát Ottos
Warmbiers, bandarísks háskóla-
nema, sem lést fyrr í sumar eftir að
hafa verið handtekinn og sendur í
þrælkunarbúðir í fyrra.
Munu bandarísk vegabréf þá ekki
vera gild til ferðalaga til Norður-
Kóreu, en þeir sem þurfi að sækja
landið heim, til dæmis í mannúðartil-
gangi eða öðrum afmörkuðum
erindagjörðum, muni geta sótt um
sérstök vegabréf. sgs@mbl.is
Flóttamenn verði
ekki sendir til baka
Bandaríkin
setja ferðabann til
Norður-Kóreu
AFP
Norður-Kórea Mikil spenna hefur
ríkt á Kóreuskaga að undanförnu.
Að minnsta kosti þrír Palestínumenn
létust í átökum við ísraelskar örygg-
issveitir rétt hjá musterishæðinni í
Jerúsalem í gær. Mótmælin kviknuðu
þegar ríkisstjórn Ísraels neitaði að
fjarlægja málmleitarhlið, sem sett
voru upp við hæðina í síðustu viku, en
þar er að finna suma af helgustu stöð-
um bæði gyðingdóms og íslams. Jafn-
framt ákvað lögreglan í Jerúsalem í
ljósi ólgu síðustu daga að takmarka
aðgang múslima að föstudagsbænum
í al Aqsa-moskunni þannig að einung-
is konur og karlmenn yfir fimmtugt
fengu að fara til bæna.
Leiðtogar Palestínumanna hafa
krafist þess að málmleitarhliðin verði
tekin niður, en þau voru sett upp í
kjölfar þess að tveir ísraelskir lög-
reglumenn voru myrtir í síðustu viku
af byssumönnum, sem leituðu síðan
skjóls á hinum helgu stöðum must-
erishæðarinnar.
sgs@mbl.is
Óeirðir
vegna ör-
yggisleitar
Að minnsta
kosti þrír látnir