Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 20

Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kínverskumstjórnvöld- um er meinilla við hvers kyns um- ræðu og leggja mikið á sig til að hún sé þeim þóknanleg. Undanfarna daga hefur ritskoðun verið hert verulega á netinu í Kína til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti minnst andófsmannsins Liu Xiaobo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 2010 og lést fyrir rúmri viku. Reyna yfirvöld að koma í veg fyrir að hægt sé að nota myndir og slá inn leitarorð, sem tengjast honum. Tæknifyrirtækjum í Kína hefur verið fyr- irskipað að loka síðum á sam- félagsmiðlum vegna þess að þar birtist „slæmar upplýs- ingar“. Þar mun átt við rang- túlkanir á stefnu stjórnvalda og rangfærslur á sögu kín- verska kommúnistaflokksins, svo eitthvað sé talið. Kínversk stjórnvöld hafa búið til eftirlitskerfi á netinu, sem kallað er eldveggurinn mikli og reyna andófsmenn að sneiða hjá honum. Ótti kínverskra stjórn- valda við umræðu og skoð- anir afhjúpar veikleika stjórnarfarsins í landinu. Kínversk stjórnvöld herða ritskoðun}Óttinn við orðið Gróðr-arstöðinLambhagi er umsvifamikil í ræktun og sölu á fresku salati og kryddjurtum. Fyrirtækið var stofnað fyrir fjórum áratugum og var reksturinn ekki alltaf auðveldur í upphafi. Nú eru hins vegar uppi mikil áform hjá Lambhaga. Til stendur að tvöfalda umfangið og hefur stórfelldur útflutningur á sal- ati verið tekinn til athugunar. Hafberg Þórisson, garð- yrkjumaður og stofnandi Lambhaga, segir frá sögu fyr- irtækisins og áformum í við- tali í Viðskiptamogganum á fimmtudag. Hafberg talar tæpitungulaust. Hann lýsir því að í upphafi hafi verið erf- itt að koma salatinu að því að „fólk vildi ekki borða salat“. Þegar matarvenjur Íslend- inga breyttust tók salan hins vegar við sér. Hafberg segir „alveg aug- ljóst að hrunið hafi hjálpað“ sér. Hann lýsir því hvernig framlegðin hefur aukist hjá fyrirtækinu og tekist hafi að halda verði óbreyttu frá 2011. Hann sé því hvergi banginn við samkeppnina vegna til- komu Costco vegna þess að verðið hjá honum sé sambæri- legt salatverði í Evrópu. Meiri ástæða sé til að hafa áhyggjur af afkomu tómatbænda. Um- hverfi þeirra sé of verndað og þess vegna verði „engin fram- för í tækni og stærðarhag- kvæmni“. Hafberg gagnrýnir að op- inber stuðningur við íslenskan landbúnað gangi ekki jafnt yf- ir alla, en færir um leið rök að því að velgengnina í rekstri Lambhaga megi að hluta rekja til þess að stuðnings- leysið – að þurfa að standa á eigin fótum – hafi gert hann sjálfbjarga. Lambhagi áformar nú að reisa gróðrarstöð í Mosfellsdalnum. Hafberg segir að einn af kost- unum við það sé mun lægri gjöld en í Reykjavík. Fast- eignagjöldin og verð á heitu vatn sé helmingi lægra í Mos- fellsdal en í Reykjavík. Segir hann að til greina komi að taka niður gróðurhús fyr- irtækisins í Úlfarsárdal og flytja þau upp í Mosfellsdal þar sem svo miklu muni á rekstrarskilyrðum. Ekki er víst að meirihlutinn í borginni taki eftir þessum orðum, en mætti þó taka þau til sín. Einn athyglisverðasti þátt- urinn í viðtalinu við Hafberg snýr að framleiðslu til útflutn- ings. Ódýrt rafmagn og gnótt af vatni, köldu og heitu, skapa hér skilyrði til að framleiða grænmeti allan ársins hring. Í upphafi áratugarins var í fréttum greint frá hug- myndum um að reisa risagróð- urhús á Suðurnesjum og flytja út þúsundir tonna af tómötum. Ein af forsendum þess að Haf- berg er að skoða útflutning er að með tilkomu ferju Smyril Line Cargo milli Þorláks- hafnar og Rotterdam verði hægt að koma framleiðslunni á markað í Hollandi á tveimur dögum sem er sami tími og tekur Hollendinga að flytja grænmeti inn frá Spáni. Þetta eru mjög áhugaverð- ar hugmyndir. Raforka er hráefni. Það er mun nærtæk- ara að nota íslenska raforku til að efla iðnað hér á landi, en að setja hana í sæstreng og senda undir hafið til Bret- landseyja. Það kann að hljóma eins og öfugmæli að Ísland flytji út græn- meti en af því gæti hæglega orðið } Að standa á eigin fótum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen É g get ekki hætt að hugsa um fyr- irgefninguna og hina svokölluðu „uppreist æru“. Umræðan um þetta sérkennilega lagalega fyr- irbæri er enda blessunarlega enn í fullum gangi og verður vonandi þar til löggjaf- inn kemur saman á ný og tekur afstöðu til málsins. Nokkuð hefur verið rætt um hefnd og hatur í garð brotamanna, hvort fyrirgefningin sé ekki ákjósanlegri kostur en hitt og að menn hljóti að verðskulda annað tækifæri. Ég held að flestir séu þessu sammála almennt en ítreka það sem ég hef áður sagt í þessu plássi; það er brotaþolans að ákveða að fyrirgefa. Hvað varð- ar uppreist æru er það fyrirbæri og ferli sem augljóslega þarfnast skoðunar. Persónulega hef ég komist að þeirri niður- stöðu að til séu svo hræðilegir glæpir að þeir sem þá fremja fyrirgeri réttindum sínum til hins og þessa. Þeir fyrirfinnast sem hafa brotið svo gróflega gegn ná- grannanum og samfélaginu að þeir eiga enga heimtingu á mannúð. Þetta eru einstaklingar sem hafa svipt aðra líf- inu, sjálfinu og sálarrónni og sýna enga iðrun. Þetta eru menn eins og Anders Behring Breivik; ég hef enga samúð með honum og harma það ekki að hann skuli hafa tapað máli sínu gegn norska ríkinu á öllum dómstigum. Mér þykir ekki óréttlátt að samskipti hans við annað fólk séu takmörkuð og ritskoðuð, ekki síst í ljósi þess að hann býr líklega við betri kjör en flestir aðrir fangar í heiminum. Breivik er undantekningin enda fáir sem fremja jafn hryllileg voðaverk og hann. Margir, kannski flestir, þeir sem rata fyrir dómstóla fengu lé- lega hönd þegar spilin voru gefin, leiddust út á ranga braut, en iðrast og vilja gera yfirbót. Mannúðlegt samfélag sem trúir því að batn- andi mönnum sé best að lifa hlýtur að gera allt sem í valdi þess stendur til að hjálpa mönnum í þeirri stöðu; gefa þeim annað tækifæri. Um- ræðan sem nú stendur yfir varðar einstaklinga sem eru á gráu svæði þarna á milli. Þá sem hafa rænt aðra einhverju ómetanlegu og stundum óafturkræfu. Það er enginn að kalla eftir því að læsa þá í dýflissu og kasta lyklin- um, heldur að setja einhver mörk sem sam- félagið getur sætt sig við. Það verður forvitnilegt að fylgjast með um- ræðum í þinginu. Ég held nefnilega að fólk sé ekki bara að kalla eftir því að við hættum að veita mönnum uppreist æru að nafninu til. Ég held að það þurfi að endurskoða refsilöggjöfina og sjá til þess að sam- félaginu þyki menn sannarlega hafa goldið fyrir brot sín þegar þeir geta aftur um frjálst höfuð strokið. Ég held líka að fólk vilji fullvissu þess að þeim sem hafa brotið freklega gegn öðrum sé ekki gert kleift að komast í ábyrgðarstöðu gagnvart þeim sem minna mega sín, hvort sem er sem lög- menn eða leikskólakennarar. En það sem fólk vill kannski helst er að hvernig sem við smíðum kerfið, þá horfum við ávallt fyrst til þess sem brotið var gegn og höfum velferð hans ætíð að leiðarljósi. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Samfélag í naflaskoðun FRÉTTASKÝRING Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hinn 1. september taka gildilaga- og reglugerða-breytingar í Noregi semþrengja skilyrði til út- gáfu ótímabundins dvalarleyfis. Að því er fram kemur í tilkynningu norsku útlendingastofnunarinnar, UDI, eiga hin nýju skilyrði við um alla einstaklinga á aldrinum 18 til 67 ára. Í megindráttum er um tvær breytingar að ræða. Annars vegar er það nú skilyrði að umsækjendur hafi haft stöðugar tekjur í eitt ár á þeim tímapunkti þegar sótt er um dvalar- leyfi. Hins vegar er það skilyrði að viðkomandi hafi ekki notið félags- legra bóta eða annarra greiðslna frá norsku atvinnu- og velferðarstofn- uninni í eitt ár. Áskilnaður er gerður um að áð- urnefndar tekjur séu að minnsta kosti 238.784 norskar krónur á ári, eða um 3,1 milljón íslenskra króna, fyrir skatt. Eigin tekjur, ekki annarra Í tilkynningu frá UDI segir að tekjur hvers og eins umsækjanda verði metnar sjálfstætt, ekki verði taldar til tekjur maka eða annarra fjölskyldumeðlima. Ekki sé heldur átt við spari- eða gjafafé viðkomandi, heldur hreinar tekjur yfir umrætt ár. Undanþegnar félagslegar greiðslur frá atvinnu- og velferðar- stofnuninni eru greiðslur vegna ör- orku, styrkir vegna tímabundinnar óvinnufærni, orlofsgreiðslur vegna barnsburðar, lífeyrir, atvinnuleys- isbætur og bætur til stuðnings ein- stæðum foreldrum. Frá aldursviðmiðunum verða gerðar undantekningar í nokkrum til- vikum, t.d. ef umsækjandi er nem- andi í framhaldsskóla, ef hann hefur stundað fullt nám í háskóla í tólf mán- uði, ef viðkomandi hefur fengið bætur vegna fötlunar og ef viðkomandi hef- ur aðeins getað sinnt hálfu starfi eða minna í eitt ár vegna veikinda eða meiðsla. Heimilt er að gera undan- tekningar í mjög sérstökum tilfellum. Stefna ríkisstjórnarinnar Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, segir að reglurnar aðeins meginskilyrði, ekki væri hægt að líta með almennum hætti á öll mál. Hún segir Íslendinga ekki munu finna fyrir áhrifum reglubreyting- anna. „Þessar breytingar eiga aðeins við um þá sem koma frá öðrum lönd- um en þeim sem eru á Evrópska efnahagssvæðinu eða í Evrópusam- bandinu. Því gildir þetta ekki um Ís- lendinga, þeir hafa ekkert að óttast.“ „Þetta er leið til að gera strang- ari kröfur og það verður erfiðara að fá dvalarleyfi í Noregi. Hafirðu verið í landinu í þrjú til fimm ár og eigir rétt á dvalarleyfi, þarftu líka að uppfylla þessi skilyrði. Þú verður þá t.d. að hafa starf, en getur ekki verið í Nor- egi alla ævi án þess að gera eitthvað til að fá starf og fá á meðan stuðning frá norska ríkinu,“ segir hún. Aðspurð segir hún að ekki hafi verið mikil pólitísk umræða um breytingarnar í heimalandinu. „Það má samt segja að þetta sé hluti þeirrar almennu þróunar að lög um útlendinga eru að verða strang- ari. Það er stefna norsku ríkisstjórn- arinnar að herða þessar reglur,“ seg- ir hún. Spurð hvort þær séu strangari en annars staðar á Norðurlöndum, segir hún að erfitt sé að fullyrða um það. „Við höfum mismunandi reglur á mismunandi sviðum. Á sumum svið- um erum við með strangari reglur en aðrir og öfugt. Það má samt segja að á síðustu árum hefur löggjöf um inn- flytjendur orðið strangari í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.“ Herða kröfur til útgáfu dvalarleyfis Morgunblaðið/ÞÖK Dvalarleyfi Ekki eru í farvatninu breytingar á löggjöf um dvalarleyfi hér á landi. Sendiherra Norðmanna segir reglurnar ekki gilda um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum frá ís- lenskum stjórnvöldum eru eng- ar breytingar fyrirætlaðar á lagaákvæðum um ótímabundið dvalarleyfi hér á landi. Meginskilyrði nú eru að um- sækjendur uppfylli tímaskilyrði, en þau geta verið breytileg með tilliti til þjóðernis. Skilyrði er að viðkomandi hafi „næg laun, eig- ið fé eða aðra trygga fram- færslu“, líkt og segir á vef Út- lendingastofnunar. Miðað er við 180.550 krónur á mánuði fyrir einstaklinga og 270.825 krónur fyrir hjón. Skilyrði er einnig að viðkomandi hafi sótt námskeið í íslensku eða tekið stöðupróf. Umsækjandi má ekki hafa fengið fjárhagslega aðstoð frá sveitarfélagi eða ríkinu eða eiga ólokið mál hjá lögreglu eða dómstólum. Það sama gildir um mál sem ólokið er hjá stjórn- völdum sem geta orðið til þess að viðkomandi verði vísað úr landi. Engar breytingar ÍSLENSK SKILYRÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.