Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 21

Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Laugarnes Borgarstarfsmenn unnu í gær við að fjarlægja bjarnarkló eða tröllahvönn. Ófeigur Þó nokkur umfjöllun hefur verið um úrskurði Kjararáðs að undanförnu. Alla jafna er um- fjöllun af því tagi ekki merkileg hér á Íslandi; litast af lítt eft- irsóknarverðum hvötum. Ég ákvað nú engu að síður að setja mig aðeins inn í málefnið. Sú kynning varð til þess að ég ákvað að vekja athygli á störfum Kjararáðs og fleiru þeim tengdu. Skipan Kjararáðs Alþingi kýs þrjá menn í ráðið, Hæstiréttur einn og ráðherra einn til. Ekki þykir nú góð lenska að dómstólar hlutist til um skipan í stöður og í annan stað fer almennt vel ekki á að þeir sem heyra undir opinbert úrskurð- arvald af einhverju tagi velji úrskurðarað- ilann. Betur færi á að a.m.k. hluti ráðsmanna væri valinn af samtökum launamanna og at- vinnurekenda. Einkar illa færi á að Alþingi og eða ráðherra veldi svo ráðsmenn til að gegna öðrum trúnaðarstörfum fyrir sig, ef sú væri raunin. Athygli hlýtur að vekja að enginn ráðsmanna virðist sérfróður í meðferð tölu- legra upplýsinga eða sérstaklega til þess fall- inn að fást við greiningarvinnu af því tagi. Enda bera úrskurðir ráðsins [þeir sem ég hef lesið] þess merki. Störf Kjararáðs Í lögum er að finna góðar regl- ur fyrir Kjararáð að vinna eftir. Kjararáð skal þannig afla nauð- synlegra gagna og upplýsinga og getur krafist skýrslna, munnlegra og skriflegra af starfsmönnum og launagreiðendum þeirra sem heyra undir Kjararáð. Skulu þeir m.a. veita upplýsingar um auka- störf og hlunnindi sem störfunum fylgja. Kjararáð getur kvatt sérfróða menn til starfa í þágu ráðsins og er þannig ekki háð fjármálaráðuneytinu í þeim efnum; eða á ekki að vera. Að framansögðu má ráða að Kjararáði ber að leggja tölulegt mat á hlunnindi. Hlunn- indin geta verið ærin í formi launa í veik- indum, slysabóta, réttar til launa í námi, starfsöryggis o.s.frv., en ekki síst ríkulegs eft- irlaunaréttar. Skavankar á störfum eru að sínu leyti andstaða við hlunnindi og þurfa einnig mats við. (Ótryggt starfsumhverfi þing- manna og ráðherra til dæmis). En sérhvern lið af framgreindu tagi þarf að meta til verðs í hverju og einu tilfelli. Slík möt hef ég ekki rek- ist á við mína eftirgrennslan. – Hvers vegna leggja samtök launamanna ekki fram þessar tölur? Er ekki þörf á því í höfrungahlaupinu? Úrskurðir Kjararáðs Það kom mér á óvart við lestur úrskurða ráðsins hversu einsleitir og afskaplega grunnir þeir eru. Formúlan er einhvern veginn svona: Embættismaður sendir bréf og harmar sinn hlut. Hann kveður laun sambærilegra aðila hærri en sín laun og jobbið erfitt og slítandi og fari álagið versnandi. Og merkilegt nokk þá er launagreiðandinn sammála [væntanlega ráðu- neytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu]. – Í löngu höfrungahlaupi getur ýmislegt komið upp síðar. Mér virðist að ekki fari fram nokk- urt hefðbundið mat né samanburður til að komast að tölulegri niðurstöðu í þessum úr- skurðum. Ég held að hér þurfi að gera brag- arbót. Annars er hætt við að vinstrisinnaðir popúlistar sem eru á hverju strái átti sig á vanköntunum. Þá er hætt við að pendúllinn sveiflist hart í gagnstæða átt. Er ekki bara best að þessir hlutir séu í réttu og hóflegu fari? Dæmi um villur Við úrlausnir sínar skal Kjararáð gæta inn- byrðis samræmis í starfskjörum þeirra sem það ákveður kjörin og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun[akjör] í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með til- liti til starfa og ábyrgðar. Allt það sem ég taldi upp hér að framan varpar ljósi á hvað þarf að taka inn í þennan samanburð. Annað er hel- bert fúsk. Síðan kemur undarlegt ákvæði um að við ákvörðun sína skuli Kjararáð gæta þess að föst laun fyrir dagvinnu annarra en forseta Íslands verði ekki hærri en föst laun forsætis- ráðherra. Hver skyldi nú hafa orðað þetta en- demis ákvæði? Það er í hróplegri andstöðu við lögin að öðru leyti. Dagvinnulaun skipta engu máli þegar launakjör eru borin saman; ekki nokkru einasta máli. Það veit hvert manns- barn. Réttsýnir þingmenn í þeim flokkum þar sem mannsbragur er almennt á fólki (Sjálfstæð- isflokki, Framsókn, VG og Bjartri framtíð), takið ykkur tak og gjör rétt, eins og fyrr var sagt. Og það strax! Störf Kjararáðs Eftir Einar S. Hálfdánarson » Þó nokkur umfjöllun hefur verið um úrskurði Kjara- ráðs að undanförnu. Alla jafna er umfjöllun af því tagi ekki merkileg hér á Íslandi. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Það getur verið vandlifað í ver- öldinni. Stundum eru misvitrir stjórnmálamenn verðlaunaðir fyrir alvarlegt aðgerðaleysi sem í raun ætti að refsa þeim fyrir. Fyrir nokkrum árum fékk meirihluti borgarstjórnar þá flugu í höfuðið að bjarga heim- inum með „þéttingu byggðar“ í Reykjavík. Þessi krossferð hefur haft ýmislegt í för með sér: „Þétting“ dregur úr uppbyggingu „Þéttingin“ hefur dregið mjög úr uppbygg- ingu nýrrar íbúðabyggðar í Reykjavík á síð- ustu árum. Í heila öld fór Reykjavík fyrir örri þéttbýlismyndun þjóðarinnar, oft við þröngan kost og erfiðar aðstæður. Nú, á mesta vel- ferðarskeiði Íslandssögunnar, er þessi upp- bygging ekki svipur hjá sjón. Uppsafnaður íbúðaskortur í höfuðborginni er nú um 5.000 íbúðir og er þá ekki tekið mið af nauðsynlegri náttúrulegri fjölgun sem er a.m.k. 1.500-1.800 íbúðir á ári. „Þétting“ hækkar leigu- og íbúðaverð „Þéttingin“ hefur hækkað mjög mikið hvort tveggja, leiguverð og íbúðaverð, af tveimur meginástæðum: Skorturinn sjálfur eykur mjög eftirspurnina og hækkar þannig verðið, en verðið hækkar einnig mikið vegna þess að borgaryfirvöld leyfa ekki byggingar á landi í eigu borgarinnar sjálfrar, heldur einungis á mjög dýru landi, vestan Elliðaáa, í eigu fjár- sterkra aðila, banka og sjóða. Á sama tíma hef- ur því lóðaverð nýrra íbúða hækkað gríðarlega sem hlutfall af íbúðaverði. Við þessar aðstæður á ungt fólk sífellt erfiðara með að stofna heimili í Reykjavík en flytur þess í stað á aðra þétt- býlisstaði á suðvesturhorninu. „Þétting“ veldur dreifingu og skattahækkun „Þéttingin“ hefur því breyst í andhverfu sína og dreifir nú byggð meira en nokkru sinni fyrr á svæðinu frá Akranesi til Selfoss og Reykjanesbæjar. Ungt fólk flýr borgina og ekur margfalda fyrri leið til og frá vinnu. Síðast en ekki síst hefur þessi glórulausa „þéttingardreifing“ haft í för með sér auknar álögur og skattbyrði á borgarbúa. Gegndarlaus hækkun lóðarverðs í borginni endurspeglast í stöðugt hærra fasteignamati sem skilar sér í hærri fasteignasköttum. Fasteignamatið hefur hækkað langt umfram eðlilega verðlagsþróun og um næstu ára- mót þegar nýtt fasteignamat hefur tekið gildi verður með- alhækkun fasteignamatsins í Reykjavík 17,2%. Öll þessi langavitleysa sem á endanum bítur í skottið á sjálfri sér er auðvitað ekkert annað en svika- mylla gagnvart borgarbúum. Sjálfstæðismenn vilja lækka fasteignaskatta Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í borgarráði fluttu tillögu í byrjun júnímánaðar sl. um að miðað skuli við að Reykjavíkurborg leggi lægri skattprósentu en nú er í gildi á nýtt og hærra fasteignamat til að draga úr síaukinni skattbyrði. Reykjavíkurborg á ekki að hagn- ast á þessari þróun á kostnað íbúðaeigenda. Tillögunni var vísað til fjárhagsáætl- unargerðar. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort núverandi meirihluti sjái sóma sinn í því að vera ekki að hagnast á skattaokri sem er tilkomið vegna slóðaskapar þeirra sjálfra við að leyfa eðlilega uppbyggingu íbúða- byggðar í borginni. Hér er það sem endranær, að vilji er allt sem þarf. Það hafa sjálfstæðismenn sýnt í verki. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006 lýsti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, því yfir, að ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði í meirihluta eftir kosningarnar vorið 2006 myndi hann beita sér fyrir því að fasteignaskattur á íbúð- arhúsnæði yrði lækkaður um 25% á kjör- tímabilinu 2006-2010. Strax árið 2007 var fast- eignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkaður um 10%.“ Hærri gjöld – verri þjónusta Höfum það hugfast, að ýmis önnur gjöld sem borgarbúar greiða, ekki síst fasteig- eignagjöld, hafa aukið byrðar íbúðaeigenda í Reykjavík til muna. Auk þess hefur verið sett á nýtt sorptunnugjald, og þá hefur verið sett á stórfurðulegt 15 m fjarlægðargjald á sorp- tunnur. Þar að auki voru lóðagjöldin hækkuð verulega fyrir nokkrum árum. Á sama tíma hefur þjónustan við borgarbúa dregist saman á öllum sviðum, þjónusta við eldri borgara, við grasslátt og umhirðu, hreinsun gatna, snjómokstur og sorphirðu svo eitthvað sé nefnt. Ofan á allt þetta leggur svo glórulaus samgöngustefna síaukinn tímaskatt á vegfar- endur. Þessi síaukna og oft á tíðum lævísa skatta- hækkun á öllum sviðum verður ekki stöðvuð með núverandi borgarstjórn í brúnni. Næsta vor ganga Reykvíkingar að kjörborðinu. Þá verður löngu orðið tímabært að snúa vörn í framfarasókn, fyrir skattgreiðendur, vegfar- endur og unga Reykvíkinga sem vilja koma sér upp heimili í sinni eigin borg. Skattaokur í skjóli húsnæðisskorts Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Þessi síaukna og oft á tíðum lævísa skattahækkun á öll- um sviðum verður ekki stöðvuð með núverandi borgarstjórn í brúnni. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.