Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
✝ Björn StefánLíndal Sig-
tryggsson fæddist
21. maí 1934 á Ak-
ureyri. Hann lést
föstudaginn 14. júlí
2017 á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands á Húsavík.
Foreldrar hans
voru Sigtryggur
Pétursson, f. 1912,
d. 1966, bakari, og
Helena María Líndal Björns-
dóttir, f. 1912, d. 1995, kaup-
maður og verslunareigandi á
Húsavík. Björn var elstur fjög-
urra systkina en þau eru Pétur
Örn, f. 1937, Bertha Stefanía, f.
1941, og Helena Bjargey, f.
1946.
Björn giftist Málmfríði Páls-
börn þeirra eru Þóra Björk Lín-
dal, f. 1974, og Sævar Sigurðs-
son, f. 1976. Yngri dóttir Björns
er Fríða Ágústa, f. 1953, gift
Sigurjóni Haukssyni, f. 1952,
börn þeirra eru Haukur Örn, f.
1973, Sigfús Þór, f. 1976, Birna
Ósk, f. 1988, og Andri Már, f.
1990.
Björn var menntaður og starf-
aði sem bifvélavirki á Húsavík.
Hann var um tíma starfsmaður
Kísiliðjunnar í Mývatnssveit og
vann síðar sem blikksmiður til
starfsloka. Björn spilaði á saxó-
fón, píanó og harmoniku, hann
spilaði í danshljómsveit og á
skemmtunum og var einn af
stofnendum Lúðrasveitar Húsa-
víkur. Hann var listrænn, teikn-
aði, málaði og bjó til skúlptúra.
Hann hafði mikinn áhuga á
hönnun og arkitektúr og vann
við sviðsmyndagerð fyrir Leik-
félag Húsavíkur í mörg ár.
Björn Líndal verður
jarðsunginn frá Húsavík-
urkirkju í dag, 22. júlí 2017,
klukkan 11.
dóttur, f. 8. febrúar
1936, hinn 30. des-
ember 1971. Eign-
uðust þau fjóra
drengi: Drengur, f.
1955, d. 1955,
drengur, f. 1956, d.
1956, drengur, f.
1957, d. 1957, og
Rafn Líndal Björns-
son, f. 1966, giftur
Sigurdísi Reynis-
dóttur, f. 1968, börn
þeirra eru Björn Líndal, f. 1995,
Fannar Steinn Líndal, f. 2001, og
Harpa Dögg Líndal, f. 2003. Frá
fyrra sambandi átti Björn tvær
dætur, Guðrúnu Líndal, f. 1952,
d. 2010. Frá fyrra sambandi átti
Guðrún Hrafnhildi Jónu Jón-
asdóttur, f. 1969. Guðrún var
gift Sigurði Jóhannssyni, f. 1950,
Elsku pabbi minn.
Nú hefur þú kvatt þennan heim
í hinsta sinn. Ég vildi að ég hefði
getað haft þig lengur í lífi mínu.
Ég gerði mér vonir um að fá ykk-
ur Möllu til mín í sumarfríinu en
heilsa þín leyfði það því miður
ekki. Ég bjóst þó ekki við því að ég
fengi ekki að njóta fleiri stunda
með þér.
Á svona tímum rifjar maður
upp gamlar minningar. Við Bidda
vorum að rifja það upp þegar þú
komst í rakarahúsið með jólagjaf-
irnar til okkar systra, klæddur
jólasveinabúningi. Auðvitað fékk
Bidda frænka líka pakka. Svo
settist þú við orgelið og amma Sig
söng með. Við hittumst líka oft hjá
ömmu og afa á Garðarsbrautinni.
Þá settist þú oftar en ekki við pí-
anóið og spilaðir eitthvað fallegt.
Ég var svo stolt af því hvað þú
varst flinkur að spila. Þér var þó
ýmislegt fleira til lista lagt.
Dúkkuhúsið sem þú bjóst til, og
við lékum okkur svo mikið að, var
alveg hreint ótrúleg smíði. Húsið
var ekki það eina sem þú smíðaðir,
heldur líka dúkkuvagn og margt,
margt fleira.
Eftir barnsárin fluttist ég suð-
ur. Fyrstu árin var að mestu síma-
samband en nú til seinni ára hefur
sambandið aukist töluvert. Þið
Malla hafið alltaf sýnt öllum við-
burðum í okkar lífi mikinn áhuga
og þykir mér mjög vænt um það.
Það var svo æðislegt að fá ykkur í
heimsókn þarna um sumarið og
svo er ég svo þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa ykkur yfir jólin sem
brúðkaupið var, það var dásam-
legt. Ég vildi að ég gæti átt fleiri
svona stundir með þér, pabbi
minn.
Elsku pabbi minn. Ég kveð þig
með söknuði.
Ég elska þig óendanlega mikið.
Þín dóttir,
Fríða Ágústa (Dysta).
Pabbi, eða Böddi í bakaríinu,
lést sl. föstudag. Pabbi átti langa
ævi fyrir minn dag og mætti ýmsu
mótlæti í lífinu sem hann hafði
sjaldan orð á en hann hafði líka
upplifað mikla gleði og afrekað
ýmislegt.
Hann var hæglátur, rólegur,
skipti sjaldan skapi og aðeins einu
sinni man ég eftir að hann hafi
reynt að siða mig þegar ég gekk of
langt, sem gerðist nú sennilega
mun oftar en þetta eina skipti.
Pabbi vann og lifði fyrir bíla og
skúrinn sinn. Ég man eftir ferðum
með pabba í Willys og Panhard og
ferðum úr Mývatnssveit til Húsa-
víkur með ógleði í aftursætinu á
Citroën, hvort heldur sem var
vegna þess að pabbi keðjureykti á
þeim tíma eða að Citroëninn var
mjúkur. Þegar ég var unglingur
man ég eftir þegar ég bað pabba
að lána mér fyrir notaðri skelli-
nöðru, en nei engar notaðar – ég
kaupi heldur nýja sem ekki þarf
að gera við. Hann hefur kannski
verið að hugsa um sjálfan sig, því
þegar ég loksins fór á fætur um
helgar þá var hann oft búinn að
fara langan túr á skellinöðrunni.
Hann átti nefnilega fleiri mótor-
hjól sem ungur maður. Þegar
mótorhjólin mín urðu fleiri og
kraftmeiri þá héldu þessar ferðir
áfram eftir að ég var fluttur til
Reykjavíkur og síðar til útlanda,
en hjólin urðu eftir í skúrnum hjá
pabba. Pabbi smíðaði forláta mót-
orhjólakerru handa mér svo ég
gæti dregið eitt hjólið á eftir bíln-
um. Eitt sinn bilaði bílinn við Brú-
arskála á leiðinni suður, en nokkr-
um tímum seinna var pabbi á
staðnum, kominn frá Húsavík, reif
hluta af vélinni og reddaði málinu.
Það var aldri neitt sem hann ekki
var tilbúinn að gera fyrir mig og
flesta aðra til að hjálpa til. Fyrir
mér var pabbi aldrei neinn
íþróttamaður en alltaf komu þau
mamma á völlinn að horfa á fót-
bolta þegar ég spilaði. Hins vegar
er mér minnisstætt að ég fór
nokkur skipti með pabba á skauta,
sex til sjö ára gamall og þá skyndi-
lega renndi hann sér í hringi og
aftur á bak, hlutir sem ég get ekki
gert enn þann dag í dag þrátt fyrir
að vera búinn að vera mikið á
skautum með miklu betri græjur
en hann átti. Hann var líka liðtæk-
ur að renna sér á skíðum í fáein
skipti sem ég man eftir honum
með mér sem barn.
Pabbi var mjög músíkalskur,
spilaði á píanó flesta daga og ég
kenni enn sjálfum mér um að
hann hætti að spila á saxófón eftir
að ég fæddist þar sem strákurinn
byrjaði að orga þegar músíkin
hófst og hann hætti í stað þess að
loka orminn inni og halda áfram.
Þegar aldurinn færist yfir og
lífið sígur á seinnihlutann þá er
gott að líta yfir farinn veg og eiga
bara góðar minningar um pabba.
Ég vil þakka honum og mömmu
fyrir að hafa alltaf verið til staðar
fyrir mig, stutt mig og hvatt til að
læra eins og þau höfðu ekki haft
sama tækifæri til, eins óska ég
þess að mín börn fái sama vega-
nesti og ég fékk. Þá vil ég sér-
staklega þakka fjölskyldu
mömmu á Húsavík fyrir að hafa
alltaf verið til staðar fyrir pabba
og mömmu og ekki minnst fyrir
alla hjálp við þau í gegnum tíðina
meðan ég hef verið búsettur í út-
löndum. Hvíl í friði, pabbi.
Rafn Líndal Björnsson.
Kóngur vill sigla en byr hlýtur
að ráða. Þessi tilvitnun í fornar
sögur kemur upp í hugann nú þeg-
ar mágur okkar er sunginn til
moldar frá Húsavíkurkirkju.
Hann hefur nú í miðjum gróand-
anum vikið sæti. Þegar klukkan
glumdi honum hafði hann staðið
ferðbúinn um hríð því erindinu
var að ljúka, svo skammt var ófar-
ið vegarins. Það var nærri miðjum
sjötta áratug síðustu aldar sem
Malla og Böddi tóku stefnu til
framtíðar og innan skamms fluttu
þau í íbúð sína við Ketilsbraut á
Húsavík.
Fyrstu árin færðu þeim sann-
arlega bæði sætt og súrt því
mannanna lán á misjöfnu gengi að
fagna. Svo kom að því að barna-
lánið drap á dyr. Snemma hneigð-
ist hugur Bödda að bílum og við-
gerðum og sá varð starfs-
vettvangurinn ásamt blikksmíði.
Ekki verður skilið við þann þátt
án þess að nefna franska bíla,
einkum Citroën sem hann hafði
miklar mætur á og varð reyndar
landskunnur fyrir þekkingu sína á
þeirri bíltegund. Hann var hlé-
drægur fagurkeri og hafði næmt
auga fyrir hönnun og list. Málaðar
myndir og skúlptúrar spilltu ekki
híbýlaprýðinni hjá þeim hjónum
og eru til marks um frjótt ímynd-
unarafl og hugmyndaflug. Hann
var dagfarsprúður, fremur dulur
og orðvar, fjarri því skaplaus en
sóaði ekki tilfinningum sínum.
Böddi var vel músíkalskur og
með þeim fyrstu á Húsavík sem
fengu áhuga á djassi og deildi
þeirri „sérvisku“ með Jóni Múla
og setti sig ekki úr færi með að
hlusta á djassþætti hans. Þá naut
hann dægurlaga af betra tagi og
margskonar sígildrar tónlistar.
Plötusafn þeirra hjóna ber þessa
merki og smitaði alvarlega okkur
hin sem höfðum ekki annars stað-
ar aðgang að plötuspilara. Hann
kom að stofnun Lúðrasveitar
Húsavíkur þar sem hann lék á
saxófón og á sama hljóðfæri lék
hann í danshljómsveit á staðnum
Börn nutu heimsókna til þeirra
hjóna og ekki skemmdi þegar hús-
bóndi greip í píanóið. Sérstaklega
eru minnisstæð jólaböll fjölskyld-
unnar, þar spilaði Böddi á píanóið,
amma Huld stjórnaði lagavali og
hvernig fólkið raðaði sér í kring-
um jólatréð, alltaf tvöfaldur hring-
ur og allir sungu af hjartans lyst.
Það eru ekki síst slíkar stundir
sem koma upp í hugann þegar við
minnumst mágs okkar fáeinum
orðum. Einn var sá þáttur í fari
Bödda sem við mágar hans skild-
um ekki og stakk mjög í stúf við
atferli hans annað og iðni. Það var
hve hann var að okkar dómi ver-
kasmár við matborðið sem við
skildum aldrei nógu vel, en þar
létum við verkin tala með tilheyr-
andi ruðningsáhrifum. Alinn upp í
andrúmslofti kaupmennsku og
umsvifa fetaði hann ekki þá leið en
var trúr uppruna sínum, hjálp-
samur og greiðvikinn sem hér skal
þakkað. Hans er gott að minnast
og nú þegar þrotin er leið og sól
gengin undir nestum við þig mág-
ur fyrir síðasta spölinn með vísu-
korni Árna Jónssonar frá Múla.
Ég læt mig engin binda bönd.
Því bregst mér ei mín styrka hönd.
Ég sé í fjarska sól á strönd
og sigli burt að nema lönd.
(Árni Jónsson frá Múla.)
Malla og aðstandendur allir
eiga samúð okkar.
Kristján, Ásmundur Sverrir
og fjölskyldur.
Björn Stefán Lín-
dal Sigtryggsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALDÍS PETRA ALBERTSDÓTTIR,
áður til heimilis í Krókatúni 8,
Akranesi,
andaðist á Dvalarheimilinu Höfða
þriðjudaginn 4. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 24. júlí
klukkan 13.
Hinrik Helgi Hallgrímsson Sigrún Sigurðardóttir
Guðrún Hallgrímsdóttir
Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Már Jónsson
Petrína Hallgrímsdóttir
Ragnhildur Hallgrímsdóttir Guðjón Arnar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA JENSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést mánudaginn 10. júlí á sjúkrahúsi
Akraness. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Vilborg Ragnarsdóttir Sævar Ríkarðsson
Ómar Örn Ragnarsson Guðrún R. Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og sonur,
EINAR ÓLAFUR STEINSSON,
Furuási 8,
Hafnarfirði,
lést af slysförum mánudaginn 17. júlí.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 26. júlí
klukkan 13.
Sigríður Dagbjört Jónsdóttir
Hildur Einarsdóttir
Jón Einarsson
Haukur Einarsson
Elísabet Einarsdóttir
tengdabörn og barnabörn
Steinn Erlingsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ANNA SKARPHÉÐINSDÓTTIR,
Skipasundi 84,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 18. júlí. Jarðsungið verður frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. ágúst klukkan 13.
Rannveig B. Ragnarsdóttir Jóhannes H. Steingrímsson
Ragnar Ólafur Ragnarsson Anna Kristín Pétursdóttir
Ingvar Orri, Eyrún Anna
Berglind, Ingunn, Ragnar Ingi
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGJÓN BJARNASON,
Brekkubæ, Hornafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
þriðjudaginn 18. júlí.
Kristín Einarsdóttir
Einar Sigjónsson
Bjarni Sigjónsson Ásthildur Gísladóttir
Þórólfur Sigjónsson Guðný Vésteinsdóttir
Ragnheiður L. Sigjónsdóttir
Helga V. Sigjónsdóttir Þór Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR MAGNÚS ERLENDSSON
húsgagnasmiður,
Kleifahrauni 3 b, áður til heimilis
Illugagötu 12, Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Vestmannaeyjum miðvikudaginn 19. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Ása Ingibergsdóttir
Ingibergur Einarsson Sigríður K. Finnbogadóttir
Sigríður Einarsdóttir Baldvin Örn Arnarsson
Ágúst Einarsson Iðunn D. Jóhannesdóttir
Helgi Einarsson Agnes B. Benediktsdóttir
Hrefna Einarsdóttir Pétur Jónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir og tengdasonur,
KRISTJÁN BJÖRN TRYGGVASON,
Kiddi,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
miðvikudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá
Hallgrímskirkju fimmtudaginn 27. júlí klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á söfnunarreikning fyrir börnin hans,
rn. 0140-15-380088, kt.060681-3849.
# [1]lífið er núna
Kristín Þórsdóttir
Ísak Þór Kristjánsson
Agla Björk Kristjánsdóttir
Bóas Örn Kristjánsson
Tryggvi Örn Björnsson Helga Kristjánsdóttir
Anna Kristín Tryggvadóttir
Lóa Birna Tryggvadóttir
Bjarney Sigurðardóttir Þór Sverrisson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞRÁINN SIGURÐSSON,
sjómaður og útgerðarmaður frá
Vestmannaeyjum,
lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja
fimmtudaginn 20. júlí.
Jarðað verður frá Landakirkju Vestmannaeyjum miðvikudaginn
26. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað.
Aðstandendur hafa stofnað reikning til kaupa á nýrnavél til
Sjúkarhússins í Vestmannaeyjum.
Reikningur 0370-22-002562, kt. 260269-4029.
Sigurður Frans Þráinsson
Hallgrímur Þráinsson
Jóhann Helgi Þráinsson Jónína Unnur Gunnarsdóttir
Jóhanna Svanborg Jónsdóttir
Axel Franz, Elín Helena, Sigurþór, Ingunn Silja, Þráinn Jón,
Þorsteinn og Elísabet Aría