Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 28
✝ Kjartan GrétarMagnússon fæddist í Hjalla- nesi, Landsveit, 27. nóvember 1953. Hann lést á heimili sínu 13. júlí 2017. Foreldrar hans voru Elsa Dóróthea Pálsdóttir, f. 1924, d. 2007, og Magnús Kjartansson f. 1924, d. 2012, bændur í Hjallanesi. Systur Kjartans eru Pálína Halldóra gift Hallgrími Óskarsyni og Bryndís Hanna gift Rúnari Haukssyni. Kjartan kvæntist El- ínborgu Sváfnisdóttur, f. 1956, hinn 10. júlí 1976. Foreldrar hennar eru Sváfnir Sveinbjarn- arson, f. 1928, og Anna Elín Gísladóttir, f. 1930, d. 1974. Börn Kjartans og Elínborgar eru: 1) Anna Elín, f. 1975. Maki Gísli Heiðar Bjarnason, f. 1975. Þeirra börn eru Kjartan Gauti, Eva Rakel og Gísli Marel. 2) Elsa Dóróthea, f. 1979. Maki Jón manna og Mjólkursamsölunnar um árabil. Hann var markavörð- ur í Rangárvallasýslu og einn af stofnendum Sauðfjárræktarfé- lags Landmanna. Hans sælustaður voru Veiði- vötn á Landmannaafrétti. Hann var formaður Veiði- og fiski- ræktarfélags Landmannaaf- réttar í 35 ár og hafði brennandi áhuga á uppbyggingu og framþróun Veiðivatnasvæðisins. Hann var virkur þátttakandi í ungmennafélagshreyfingunni alla tíð. Spilaði bæði körfubolta og fótbolta og tók þátt í fjölda frjálsíþróttamóta á sínum yngri árum. Kjartan var mjög söngelskur, hafði fagra söngrödd og söng með Kirkjukór Skarðskirkju í tæp 50 ár. Einnig söng hann með Karlakór Rangæinga, Öðl- ingum, Samkór Rangæinga og The Saga Singers ásamt mörg- um öðrum sönghópum. Hann var mjög tónelskur og gat spilað á nánast hvaða hljóðfæri sem er. Fyrir fjórum árum greindist Kjartan med MDS-blóðsjúkdóm og fór í framhaldi þess í stofn- frumumeðferð til Svíþjóðar vor- ið 2014 og náði góðri heilsu á ný. Útför Kjartans fer fram frá Selfosskirkju í dag, 22. júlí 2017, klukkan 13. Vignir Guðnason, f. 1979. Þeirra börn eru Sváfnir Ingi, Birna Borg og El- ísabet Ebba. 3) Kristín Rós, f. 1980. 4) Sigurlinn, f. 1990. Sambýlis- maður Örn Sigurð- arson, f. 1990. 5) Magnús Grétar, f. 1992. Kjartan ólst upp í Hjallanesi, gekk í Laugalands- skóla, Skógaskóla og Bænda- skólann á Hvanneyri. Árið 1976 stofnuðu Kjartan og Elínborg félagsbú í Hjallanesi með for- eldrum hans. Árið 1994 tóku þau alfarið við búrekstri í Hjallanesi og starfaði hann sem bóndi til dánardags. Hann sinnti mörgum trúnað- arstörfum um ævina og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Landmannahrepps, Holta- og Landsveitar og sveitarstjórn Rangárþings ytra. Einnig sat hann í stjórn Mjólkurbús Flóa- Elsku pabbi, þú ert farinn allt of fljótt frá okkur. Deginum varðir þú á þínum sælustað, inni í Veiðivötnum með kærum vinum við seiðasleppingar. Þú lékst á als oddi, grínaðir og gantaðist eins og venjulega. Svo þurftir þú að drífa þig heim í fjós. Kýrnar voru mjólkaðar og fáum stundum síðar lagðir þú upp í þína hinstu för, ferðina löngu. Dagana áður hafðir þú náð að ljúka fyrri slætti, sinna búskapnum af kappi eins og þér var einum lagið og fangna 41 árs brúðkaupsafmæli ykkar mömmu. Þér féll aldrei verk úr hendi og þú gast allt, hvort sem það var að gera við búvélarn- ar, steypa fjósgólf, spila körfu- bolta, fótbolta eða golf. Allt lék í höndunum þínum. Þú varst okkur hin allra besta fyrirmynd á allan máta og hvattir okkur áfram við íþróttaiðkun og nám. Þú kenndir okkur að vinna og standa okkar plikt og studdir okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, keyrðir okkur á óteljandi íþrótta- mót og leiki. Afagrautarins verður sárt saknað af barnabörnunum og því miður náðu mömmurnar ekki að komast upp á lagið með að búa hann til. Sérrétturinn þinn var „pabbahakk“ eða hakk í brúnni sósu með kartöflum, var alltaf eld- aður þegar mamma brá sér af bæ. Óteljandi góðar minningar fylla huga okkar, þar á meðal ógleym- anlegar Veiðivatnaferðir þar sem þú kenndir okkur að veiða, varst hrókur alls fagnaðar og söngst með okkur manna hæst fram eftir nóttu. Þú kenndir okkur að keyra traktor og eyddum við ófáum tím- unum úti á túni þér við hlið í trak- tornum. Þó þú værir ekki hár í loftinu hafðir þú stóran persónu- leika sem fyllti hvert herbergi með gleði og glens. Þú varst mjög virkur í öllu félagsstarfi og afskap- lega bóngóður og áttir mjög erfitt með að segja nei ef þú varst beð- inn um greiða. Okkur eru ómet- anleg þau þrjú góðu ár sem þú fékkst eftir að þú náðir heilsu eftir alvarleg veikindi. Fráfallið var skyndilegt og við óundirbúin, en við erum þakklát fyrir að þú upp- lifðir ekki langa sjúkralegu. Þín er sárt saknað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Góða nótt. Anna Elín, Elsa Dóróthea, Kristín Rós, Sigurlinn og Magnús Grétar. Elsku besti bróðir minn hefur nú sungið sitt síðasta hér á jörð. Hvað ég var heppin að eiga hann fyrir bróður, svo hæfileikaríkan og skynsaman. Við höfum alla ævi starfað sam- an í ást og virðingu hvort fyrir öðru. Sem börn í búinu okkar í Bjallanum heima, svo nær 33 ár saman við rekstur Veiðifélagsins, þar sem við Rúnar nutum hand- leiðslu Kjartans. Alltaf hefur blundað í mér svo- lítill bóndi og fékk ég að hafa nokkrar kindur á fóðrum hjá Kjartani og Ebbu, mér til mikillar ánægju. Nú er dáinn partur af mér með bróður mínum, en lífið heldur áfram. Elsku Ebba mín, börnin ykkar og barnabörn, þið eigið alla mína ást og virðingu. Með ykkur finn ég að fjölskyldan er alltaf í fyrsta sæti. Bryndís Hanna Magnúsdóttir. Ég hef átt heimsins besta bróð- ur – nú eigum við aðeins bjartar minningar. Hláturinn er þagnaður og söngurinn heyrist ekki framar, en afkomendur hans munu halda minningunni vakandi um ókomin ár. Hann bróðir minn var nettur að vexti og ekki fyrirferðarmikill en hann hafði stóra nærveru sem lýsti upp umhverfið og kallaði fram glaðværð og bjartsýni. Hann var góður sonur, einstakur fjöl- skyldufaðir og eiginmaður, traust- ur vinur, orðheldinn, greiðvikinn og fyrirmyndarbóndi. Ég lít á það sem sérstakt lán í lífinu að hafa átt Kjartan að bróð- ur. Við vorum svo heppin að alast upp í stórfjölskyldu, þar sem amma var til staðar á heimilinu og frændfólk var tíðir gestir. Þó við systkinin værum bara þrjú þá átt- um við líka nokkra „sama sem bræður“ sem ólust upp meira og minna með okkur, synir Fjólu móðursystur okkar. Samband okkar allra hefur alltaf verið gott, og þegar ég hugsa til baka, þá minnist ég þess ekki að okkur hafi orðið alvarlega sundurorða. Her- mann frændi var nánast heimilis- maður í Hjallanesi og var vinátta og samvinna þeirra frænda traust og góð. Í einkalífinu var Kjartan láns- maður. Þau Elínborg kynntust ung að árum og hafa lifað í fyr- irmyndarhjónabandi alla tíð og hefur hún staðið sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu. Barna- lán þeirra er mikið og bera þau foreldrum sínum fagurt vitni og barnabörnin sex veita ómælda gleði. Ég er ekki í vafa um hvað orðið ríkidæmi felur í sér. Kjartan tók alla tíð virkan þátt í Kjartan Grétar Magnússon félagslífi og starfi nærsamfélags- ins og voru honum falin mörg trúnaðarstörf á þeim vettvangi. Þrátt fyrir margskonar annir tókst honum að rækta sitt stærsta áhugamál, sem var söngurinn. Hann hafði fallega söngrödd og hefur notið þess að syngja með mörgum sönghópum. Söngur hans með Öðlingunum hefur hljómað í mörgum útförum og við önnur tækifæri. Fyrir fjórum árum bankaði al- varlegur sjúkdómur upp á og breytti lífinu. Í þessu stríði hafa margar orrustur unnist og bjart- sýni og jákvæðni ráðið för. Elín- borg stóð eins og klettur við hlið hans og fjölskyldan öll tók hönd- um saman um að viðhalda hans góða starfi og aðstoða við áfram- haldandi uppbyggingu undir handleiðslu bóndans. Bjarki Eiðs- son kom til starfa í Hjallanesi haustið 2013 og hefur hann verið ómetanleg stoð, ekki er nógsam- lega hægt að þakka þessum góða dreng störfin hans. Undanfarnir mánuðir hafa vak- ið vonir um að sigur væri í nánd en þær voru óvænt slökktar. Síðasta daginn var hann við seiðaslepp- ingar í Veiðivötnum, sem voru hans uppáhaldsstaður og upp- bygging fiskiræktar þar var hon- um mjög hugleikin. Hann gegndi starfi formanns veiðifélagsins um áratugaskeið, fram á síðasta dag. Fyrir okkur Halla er það ómetanlegt að eiga athvarf í tún- jaðrinum heima. Á þessum sorg- artímum er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða þessum góða dreng, hans skarð verður aldrei fyllt og minningin býr í hjörtunum að eilífu. Megi minningin um elskaðan eiginmann, föður og afa veita fjöl- skyldunni styrk á þessum erfiðu tímum og um alla framtíð. Pálína Magnúsdóttir. Það slær fölva á Landsveitina, háin beygir blaðtopp stundarkorn. Dauft ómar gáskinn og hláturinn hljóðnar, en söngurinn hljómar þó enn í minningunni. Vinur okkar, mágur og svili, Kjartan í Hjalla- nesi, er fallinn frá. Það eru mörg orð sem koma upp í hugann þegar við hugsum til baka og lítum yfir þann tíma sem við þekktum þenn- an öðling. Öðlingur er líka fyrsta orðið sem kom upp, svo koma þau á færibandi; söngfugl, þægilegur, hjartahlýr, fyndinn, skemmtileg- ur, gáskafullur, gestrisinn, örlát- ur, Veiðivötn, mannblendinn, félagslyndur, fjölskyldumaður, sveitaprýði, barnalán og fleira ósagt, sem prýða má einstakan mann. Kjartan Grétar Magnússon í Hjallanesi var sveitarhöfðingi af þeirri gerð, sem gerir orðið sveit- arhöfðingi tignarlegt. Allar minn- ingarnar og öll okkar kynni af honum einkennast af djúpstæðri hlýju og gáskafullri gleði, sem gerðu samverustundir okkar að mannfögnuði. Það er með miklum söknuði og trega að við kveðjum þennan öðling og mannvin. Elsku yndislega Ebba okkar, Anna, Elsa, Rós, Silla, Magnús og fjölskyldur ykkar, megi góður Guð leiða ykkur í sorginni og styrkja áfram í lífinu. Söngfuglinn hefur sungið sitt síðasta ljóð sjálf sitjum við eftir sorgmædd og hljóð minningin mun lifa máttug og góð Sigurlinn og Gústav. Ekki fer að ævilengd hverju áorkað verður öðrum til gagns og góðs. Og sumum auðnast að gefa og gleðja öðrum fremur. Þessi hugsun vaknar við fráfall Kjartans í Hjallanesi, sem svo óvænt var burtu kallaður og um aldur fram – eftir fjölþætt lífs- starf, farsælan búskap og mikil- vægt framlag í félags- og menn- ingarmálum í sveit og samfélagi. Hann kom víða við vegna al- 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Dalbraut 20, lést í faðmi fjölskyldunnar á Vífilsstöðum 14. júlí. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 24. júlí klukkan 13. Þóra Ólafsdóttir Stefán Ólafsson Ingunn Magnúsdóttir Kolbrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson Sigrún Ólafsdóttir Fjalar Kristjánsson Sólrún Ólafsdóttir Gunnar Sigmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR J. JÚLÍUSSON, fyrrverandi veitingamaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júlí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Hanna Guðmundsdóttir Gunnhildur J. Halldórsdóttir Sigurður Ö. Jónsson Þ. Birna Halldórsdóttir G. Oddgeir Indriðason Magnús P. Halldórsson Sigurlín S. Sæmundsdóttir Halldór S. Halldórsson Þórunn G. Guðmundsdóttir Eiginkona mín, VIGDÍS SIGURÐARDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja á Svalbarði, Þistilfirði, verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju þriðjudaginn 25. júlí klukkan 14. Jarðsett verður í Svalbarðskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Sigtryggur Þorláksson Okkar ástkæra SIGRÍÐUR JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, Skálahlíð 13, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 25. júlí klukkan 13. Ásthildur Sigurðardóttir Snorri Sigurðsson Sjöfn Friðriksdóttir Jón Sigurðsson Arndís Sigurðardóttir Benóný Benónýsson og frændsystkini Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÞÓR KJARTANSSON, bókbindari og prentsmiður, Hvassaleiti 56, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtudaginn 6. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elísabet Árnadóttir Kjartan Ingþórsson Árni Gunnar Ingþórsson Erna Karen Þórarinsdóttir og barnabörn Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU EINARSDÓTTUR, frá Lambhóli, Reynihvammi 1, Kópavogi. Einar Ólafsson Anna Sigmundsdóttir Viðar Ólafsson Rannveig Tómasdóttir Ólafía Jóna Ólafsdóttir Þór Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EMIL KRISTJÁNSSON, fyrrverandi slökkviliðsmaður, Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 14. júlí. Útför hans fer fram frá Kálfatjarnarkirkju miðvikudaginn 26. júlí klukkan 13. Margrét H. Emilsdóttir Elías Á. Jóhannsson Hafsteinn Emilsson Helena Hjálmtýsdóttir Guðríður Nyquist Per-Olov Nyquist afa- og langafabörn Elskulegur sonur okkar, GUÐMUNDUR HELGI HELGASON, lést mánudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. júlí klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krýsuvíkursamtökin. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingveldur Jónsdóttir Helgi Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.