Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 29
menns trausts og vinsælda sem
hann naut í hverju því sem honum
var til trúað. Hann gaf óspart af
sjálfum sér með glaðværu viðmóti
og áhuga og skilningi á annarra
kjörum og þörfum, jafnframt því
sem hann helgaði sig fjölskyldu
sinni og myndarlegum búrekstri í
Hjallanesi. Hann hafði næmt auga
fyrir náttúrunni og kunni tök á
ræktun gróðurs og bústofns svo
sem best mátti verða.
Kynni mín af Kjartani hófust
þegar hann og Elínborg dóttir mín
felldu hugi saman fyrir tvítugsald-
ur og úr varð farsælt hjónaband
og stofnun heimilis í Hjallanesi.
Þar byggðu þau sér eigið íbúðar-
hús og bjuggu félags-
búi með foreldrum Kjartans
meðan þeirra naut við. Alls höfðu
þau búið þar í rúm 40 ár – fram til
þeirra umskipta sem nú eru orðin.
Búsæld og barnalán hefur þeim
gefist ríkulega þessi ár – og efni-
legir afkomendur, börn og barna-
börn, bera uppruna sínum fagurt
vitni.
Auk fjölþættra starfa og áhuga-
mála sem áður var getið var
Kjartan mjög virkur í söngmálum
í héraðinu. Hann hafði bjarta rödd
sem hann kunni vel að beita – og
söng í kirkjukór Skarðssóknar,
Karlakór Rangæinga og söng-
sveitinni Öðlingum. Oft var hann
valinn til einsöngs eða tvísöngs
eftir því sem tilefni gafst – og þá
einnig í söngferðum til annarra
landa.
Eftir að Kjartan veiktist alvar-
lega fyrir um fjórum árum fór
hann í læknisaðgerð til Svíþjóðar.
Virtist hann síðan á batavegi og
sinnti að mestu sem áður búskap
og félagsmálum, þrátt fyrir skerta
heilsu.
Ljúft er að minnast ferða með
Kjartani og fjölskyldu hans inn
um Landmannaafrétt og í Veiði-
vötn þar sem hann þekkti hvern
blett til fjalla og jafnvel á botni
vatna. Og hafði frá svo mörgu að
segja úr þessu umhverfi sem lá
honum svo hjarta nærri.
Síðustu ævidaga hans var bjart
og fagurt í Landsveitinni og anna-
samt við öflun grænna og ilmandi
heyjanna, óskastundir bóndans –
og viðbúnaður til velferðar fólks
og fénaðar. Og daginn áður en
hinsta kallið kom var hann með
nágrönnum og vinum inni í Veiði-
vötnum við störf að fiskirækt, til
að efla vatnabúskapinn þar. Allt
virtist falla að óskum bóndans og
ræktunarmannsins sem var önn-
um kafinn við sín áhugamál – allt
til hinstu stundar.
Áfallið er þungt, ástvinum, ætt-
ingjum og samferðafólki hans inn-
an sveitar og utan. Söknuður býr í
huga, en líka þakklæti fyrir það
sem gafst í samfylgdinni með hon-
um.
Það er hásumar þegar Kjartan
í Hjallanesi er kallaður til nýrrar
ferðar.
Innra í huga finnst mér bera
fyrir óm af rödd hans: „Undir blá-
himni blíðsumarsnætur …“.
Ástvinum hans votta ég ein-
læga samúð. Hann sé Guði falinn
og gæsku hans.
Sváfnir Sveinbjarnarson.
„Söngurinn göfgar og glæðir,
guðlegan neista í sál“ – er sá söng-
texti sem mér kom fyrst í hug þeg-
ar ég settist niður til að minnast
míns kæra frænda, Kjartans
Grétars Magnússonar, sem lést
langt fyrir aldur fram. Þessar lín-
ur eru úr ljóðinu Máttur söngsins
eftir Þuríði Kristjánsdóttur, en
það ljóð sungum við frændurnir
gjarnan á ættarmótum og við
margvísleg tækifæri.
Það er margs að minnast þegar
Kjartan er annars vegar. Ég var
einungis 5 ára þegar ég fór að
dvelja sumarlangt hjá foreldrum
hans í Hjallanesi í Landsveit og
alls var ég í 11 sumur þar í sveit.
Stærstan hluta þess tíma deildum
við frændurnir saman herbergi og
þrátt fyrir að hann væri nokkrum
árum eldri en ég þá var ég alltaf
tekinn með á viðburði í sveitinni.
Það er því ekki að undra að í huga
mínum og bræðra minna eru
Kjartan og systur hans uppeldis-
systkini okkar, enda hefur alltaf
verið einkar kært okkar á milli.
Kjartan var með eindæmum
glaðlyndur og ávallt hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom. Það
sýndi sig ekki hvað síst í veikind-
um hans hvað stutt var í hláturinn
þótt dauðans alvara væri skammt
undan. Hann hafði fallega og
bjarta söngrödd og var alltaf
syngjandi. Á okkar yngri árum
sungum við gjarnan saman fyrir
kýrnar þegar flórinn var mokaður
– og lög eins og t.d. „I can‘t live
without you“ og „Hamraborgina“
kunnu kýrnar örugglega utanbók-
ar eftir alla tónleikana sem þær
fengu. Kjartan byrjaði ungur að
syngja í ýmsum kórum og söng-
hópum, þar á meðal í Karlakór
Rangæinga og Öðlingunum. Þar
eru góðir söngmenn sem syngja
með hjartanu, sem skilar sér beint
til áheyrenda. Var Kjartan þar
ætíð í fremstu röð meðal jafningja.
Kjartan var virkur í félagsmál-
um og ekki hvað síst áttu málefni
og uppbygging Veiðivatna hug
hans allan. Hann var alla tíð
fylginn sér og vinnusamur hvort
sem það sneri að búskapnum eða
félagsstarfi, söng og íþróttum. Þá
má ekki gleyma hans styrku stoð
og lífsförunaut, henni Ebbu, sem
hefur verið ótrúlegur klettur í
veikindum Kjartans og ætíð staðið
við hlið hans í blíðu og stríðu.
Á undanförnum árum hef ég
notið þess að umgangast frænda
oftar eftir að við fjölskyldan
byggðum okkur sumarhús í Lún-
ansholti, næstu jörð við Hjallanes.
Var það ætíð tilhlökkunarefni
allra í fjölskyldunni að hitta þau
hjónin, hvort sem var til að spjalla
um lífið og tilveruna, ýmsar fram-
tíðarhugmyndir eða fyrir dreng-
ina mína til að ræða um Arsenal
og fótbolta við Kjartan eða keppa
við hann í körfubolta eins og þeir
gerðu um daginn.
Það er ótrúlega skrítin tilfinn-
ing að þú, kæri frændi, sért fallinn
frá. Við sem þekktum þig getum
þó ætíð glatt okkur við tilhugs-
unina um einstaklega góðan dreng
sem skilur eftir sig ljúfar og
skemmtilegar minningar. Elsku
Kjartan, takk fyrir allt. Ebbu,
börnum og barnabörnum vottum
við fjölskyldan okkar innilegustu
samúð.
Sævar Kristinsson
og fjölskylda.
Kjartan dáinn! Við símtal frá
Halla mági Kjartans setti að mér
skrítinn ugg en ég átti samt ekki
von á jafn ömurlegum fréttum og
raunin var. Kjartan í Hjallanesi,
vinur minn og höfðingi, lést í
morgun. Ég varð orðlaus þótt ég
viti að lífið er ekki sjálfgefið. Ég
man fyrst eftir Kjartani fyrir rúm-
um fjörutíu árum, laglegur dreng-
ur og léttur á fæti. Síðan fer ég að
kynnast Kjartani betur þegar
æskuvinur minn Halli giftist syst-
ur hans, henni Pálínu.
Í Hjallanesi eignaðist ég frá-
bæra vini, Ebbu, foreldra Kjart-
ans og marga ættingja hans og
vini. Ebba kona Kjartans er ein-
stök kona, hún stóð með Kjartani
sem klettur í blíðu og stríðu alla
tíð. Kjartan og Ebba eignuðust
fjórar yndislegar stúlkur og einn
strák. Fjölskyldan stækkar svo
arfleifð Kjartans á eftir að lifa um
ókomin ár. Á árum áður var ég að
smíða smávegis í Hjallanesi, þá
kynntist ég því vel hverslags öð-
lingur Kjartan var með góða skap-
ið og húmorinn að vopni. Í eitt sinn
gekk gleðin úr hófi fram (eða
ekki). Þá hafði Kjartan fengið vin
sinn Braga á Vindási til að hjálpa
okkur. Ég sagði frá því í afmæli
Ebbu stuttu seinna að það hefði
verið gott að geta farið í eldhúsið
hjá Ebbu, fengið kaffi og átt við
hana „vitrænar“ samræður eftir
að hafa unnið daginn með grínist-
unum Kjartani og Braga. Ekki svo
að skilja að Kjartan hafi ekki get-
að verið alvarlegur.
Í vetur gisti ég hjá þeim heið-
urshjónum, Ebba fékk í heimsókn
heilan kvennabókaklúbb, við
Kjartan settumst að inni í eldhúsi
með bjórdósir í hendi og áttum
langar og góðar „vitrænar“ sam-
ræður, að ég held. Kjartan var
góður söngmaður og m.a. söng
hann með Karlakór Rangæinga,
einn af máttarstólpunum, þar
söng Kjartan af einstakri innlifun.
Nú sit ég og hlusta á hann syngja
tvísöng og með karlakórnum lagið
Þórsmerkurþrá af diskinum
Bræðralag. Ég tárast að hugsa til
þess að fá ekki að heyra rödd
þessa yndislega gleðigjafa í lifandi
lífi. Kjartan gat búið til vísur án
fyrirhafnar, einni skellti hann á
mig daginn eftir fimmtugsafmælið
mitt. Ég læt seinni hlutann flakka:
Hann er vaskur og vænn,
og víst er hann „grænn“,
því vald’ hann að ganga í Breiðablik.
(Framsóknarflokkinn).
Þarna kom grínistinn Kjartan
sterkur inn í restina. Við Inga átt-
um með þeim hjónum margar
gleðilegar stundir, t.d. þorrablótin
ca 20 í Brúarlundi, afmæli og
margar góðar stundir við eldhús-
borðið í Hjallanesi.
Kjartan skilur bara eftir sig
góðar minningar sem við þökkum
fyrir. Maður getur bara verið rík-
ari eftir að hafa kynnst manni eins
og Kjartani í Hjallanesi. Blessuð
sé minning hans!
Elsku Ebba og fjölskylda öll,
við Inga vottum ykkur okkar inni-
legustu samúð.
Einar Pétursson.
Mikið var mér brugðið fimmtu-
daginn 13. júlí sl. við aðgerðar-
borðið í Veiðivötnum, þegar Bryn-
dís flutti okkur Sigrúnu fregnir af
andláti okkar góða vinar Kjartans
í Hjallanesi. Fregnin fannst mér
svo óskiljanleg og óraunveruleg.
Við vorum jú búnir að vera saman
að sleppa seiðum í Veiðivötnum
daginn áður. Þar höfðum við átt
góða stund á þeim stað á jarðríki
sem er okkur hvað kærastur.
Kjartan hafði leikið við hvern sinn
fingur og dagstundin skemmtileg.
Þrátt fyrir að Kjartan hafi átt í
baráttu við veikindi á undanförn-
um misserum þá var hann alltaf
jafn kátur og hress og ekkert gaf
tilefni til að kveðjustund væri í
nánd. Maður var því einfaldlega
ekki tilbúinn að taka við slíkum
fregnum.
Vinskapur okkar Kjartans hef-
ur verið einlægur og traustur til
margra ára, enda betri félaga og
vin erfitt að hugsa sér. Ávallt létt-
ur í lund, réttsýnn og sanngjarn,
stutt í glettni og gamanmál og að
ógleymdum söngnum. Tónlistin
og söngurinn var honum í blóð
borinn og betri félaga var ekki
hægt að hugsa sér hvort sem var í
söng eða gítarspili.
Kjartan kom víða við í fé-
lagsstörfum og fékk ég að njóta
þess að starfa með honum í sveit-
arstjórn Holta- og Landsveitar.
Var það samstarf afar farsælt og
gott. Það var lærdómsríkt að fá að
vinna með honum á vettvangi
sveitarstjórnarmála þar sem hann
hafði áralanga reynslu.
Veiðivötn voru Kjartani afar
hugleikin og hagsmunir Veiði- og
fiskiræktarfélags Landmannaaf-
réttar hans hjartans mál. Hann
var kosinn í stjórn veiðifélagsins
árið 1982 og kjörinn formaður
stjórnar á fyrsta fundi nýrrar
stjórnar í maí sama ár. Hann var
því búinn að vera formaður stjórn-
ar veiðfélagsins í 35 ár og fyrir það
ber að þakka. Störf hans á þessum
vettvangi voru afar farsæl og hef-
ur samstarf okkar á þessum vett-
vangi verið ánægjulegt og gef-
andi, sem ég þakka af heilum hug.
Elsku Elínborg og fjölskylda,
ég votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð og megi góður guð styrkja
ykkur og hugga.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
- en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú!
Og þó að í vindinum visni,
á völlum og engjum hvert blóm.
Og haustvindar blási um heiðar,
með hörðum og deyðandi róm.
Og veturinn komi með kulda
og klaka og hríðar og snjó.
Hún lifir í hug mér sú lilja
og líf hennar veitir mér fró.
(Þorsteinn Gíslason.)
Ég kveð Kjartan Grétar Magn-
ússon frá Hjallanesi með þakklæti
fyrir góð og kær kynni. Genginn
er drengur góður og hans verður
sárt saknað. Blessuð sé minning
hans.
Valtýr Valtýsson.
Það kom verulega á mig þegar
ég frétti lát Kjartans í Hjallanesi.
Hann hafði staðið af sér erfið veik-
indi, var hressilegur og virtist
vera að ná orku á ný, þótt greini-
legt væri að dugnaður og áhugi
bar hann oft lengra en heilsufarið
leyfði. Hann var mættur til æfinga
í Karlakór Rangæinga furðu fljótt
eftir að hann kom úr erfiðri að-
gerð í Svíþjóð og var að venju kát-
ur í Rússlandsför kórsins nú í vor.
Hann lét sig heldur ekki muna um
að halda áfram söng með Öðling-
um sem starfa árið um kring og
syngja við ýmsar athafnir. Kjart-
an hafði úrvals rödd og lengi verð-
ur minnisstæður einsöngur hans í
lögum eins og „Ég fann þig“ þar
sem rödd hans naut sín einkar vel.
Hann var raddviss og fljótur að
læra sína rödd og það var ákaflega
gott að ná að heyra til hans þegar
finna þurfti tóninn. Oft sátum við
saman á æfingum í 2. tenór og iðu-
lega var aðeins spjallað meðan
hinar raddirnar æfðu, við tak-
markaðan áhuga stjórnanda sem
sussaði nokkuð reglulega á hinn
símasandi 2. tenór. Kaffihléið svo
nýtt til frekara spjalls, alltaf var
hægt að taka umræðu um enska
boltann við Kjartan, sem var
dyggur stuðningsmaður Arsenal.
En hvort sem umræðan var um
boltann eða pólitík og landsmálin
var hún á léttum nótum eins og
vænta mátti. Upp komu ýmis
álitamál, Kjartan varpaði fram
fullyrðingu um gæði Arsenal-
liðsins eða forystu Framsóknar-
flokksins til að skerpa aðeins um-
ræðuna en alltaf stutt í brosið og
gamanið. Þar naut sín léttleiki og
víðsýni Kjartans sem átti auðvelt
með að setja sig inn í ólík viðhorf
annarra, eiginleiki sem ekki er öll-
um gefinn.
Kjartan tók virkan þátt í félags-
störfum og sveitarstjórnarmálum.
Hann var eftirsóttur til foryst-
ustarfa og víst er að hann annaði
ekki eftirspurn á þeim vettvangi.
Víðsýni hans og umburðarlyndi
gagnvart skoðunum annarra nýtt-
ist honum vel í þeim störfum.
Kjartans verður sárt saknað í
kórastarfi Rangæinga og úr öllu
því fjölbreytta félagsstarfi sem
hann kom að. Innilegar samúðar-
kveðjur sendi ég til Ebbu og fjöl-
skyldu.
Ásgeir Jónsson.
Í dag grætur sönggyðjan því
hún hefur misst einn sinn fegursta
þjón.
Í dag gráta fjölskylda og vinir
sinn elskaða eiginmann, föður,
tengdaföður, afa, bróður, frænda
og vin. Í dag grátum við í söng-
hópnum Öðlingum því við höfum
misst Kjartan úr okkar hópi en
hann hefur sungið með hópnum
frá upphafi eða í 20 ár.
Öruggari söngmenn eru vand-
fundnir og hljómfögur röddin
gerði Öðlingana alltaf mun betri
þegar Kjartan var með. Að ekki sé
nú minnst á hans léttu lund og
skemmtilegu hláturrokurnar sem
einkenndu hann. Unun var að
fylgjast með honum syngja og þá
sérstaklega fjörugri lögin en þá
dillaði hann sér í takt, fyrst með
höndunum og svo öllum líkaman-
um.
Mikil forréttindi eru að hafa
notið krafta hans í starfi okkar og
alltaf mætti hann til að syngja við
athafnir ef hann mögulega gat
komist. Betri ferðafélaga en þau
hjón í Hjallanesi er vart hægt að
hugsa sér en við ferðuðumst víða
saman bæði innanlands og utan.
Kjartan var ásamt nokkrum í Öð-
lingunum að undirbúa 20 ára af-
mæli sönghópsins og hlakkaði
hann óskaplega til þess að fara
með söngmenn og maka þeirra í
ferð á sinn uppáhaldsstað, Veiði-
vötn.
Við þökkum Kjartani fyrir hans
óeigingjarna starf í þágu hópsins
og samfélagsins alls.
Vottum Ebbu og fjölskyldu
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Öðlinganna og
maka,
Hlynur Snær Theodórsson.
Haustið 1974 mætti flokkur ný-
nema í Bændadeildina á Hvann-
eyri. Þeirra á meðal var glóhærð-
ur, brosmildur náungi sem þá
þegar var ákveðinn í að verða
bóndi; Kjartan Magnússon.
Hann var í eldri kanti í hópnum
sem skipað var í tvær bekkjadeild-
ir eftir stafrófsröð og því var hann
í B-bekknum, sat í fremstu röð við
gluggann, fylgdist grannt með,
hafði skoðanir og spurði spurn-
inga.
Kjartan var skarpgreindur með
brennandi áhuga fyrir náminu,
enda á leið í búskap með kærust-
unni að loknu búfræðiprófi.
Hæfileikar Kjartans voru
margvíslegir, hann var söngelsk-
ur, spilaði dável á gítar sem var
ekki bara gripinn á heimavistinni,
heldur fylgdi með ef nemendur
brugðu sér af bæ. Gítarinn og
söngurinn komu einnig að góðum
notum þegar dagamunur var, svo
sem 1. desember og á árshátíð
skólans.
Kjartan hafði skemmtilegan
talanda sem nýttist vel í ræðu-
mennsku og þegar tala þurfti máli
nemenda við skólayfirvöld, enda
valdist hann til trúnaðarstarfa á
þeim vettvangi.
Eftir því sem við eldumst er lík-
legra að skörð fari að koma í hóp-
inn. Skarð Kjartans myndast því
miður allt of snemma. Við minn-
umst hans við söng og gleði, haf-
andi fjölda texta og laga á tæru.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
hans sem nú sér á bak góðum
dreng og lífsförunaut. Blessuð
veri minning Kjartans.
Fyrir hönd búfræðinga frá
Hvanneyri vorið 1975;
Edda, Friðjón, Kristín,
Ágústína, Halldór, Jónas,
Ásta, Guðjón, Haukur, Inga,
Gunnar, Jón, Þórhildur, Jens.
Það dofnaði yfir deginum en
birti á himninum 13. júlí síðastlið-
inn þegar einn af öðlingum sveit-
arinnar kvaddi.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells.)
Mér er efst í huga þakklæti.
Takk Kjartan fyrir hjálpina. Takk
fyrir að vera fyrirmynd á svo ótal
mörgum sviðum, og síðast en ekki
síst takk fyrir mig.
Elsku hjartans Ebba, Anna,
Elsa, Rós, Silla og Magnús, hugur
okkar er hjá ykkur. Megi allar
góðar vættir styðja ykkur í sorg-
inni.
Jóhanna Hlöðversdóttir og
heimilisfólkið Hellum.
Það var alltaf glatt á hjalla í
kringum Kjartan hvar sem hann
var. Hann hafði lag á að smita um-
hverfi sitt með glettni sinni og
glaðværð.
Kjartan var mikill félagsmála-
maður og kom hann því víða við í
störfum sínum fyrir samfélagið.
Hann var valinn í stjórnir margra
félaga og samtaka, enda oft leitað
til hans þegar á þurfti að halda.
Kjartan var góður söngmaður
og var virkur félagi í kirkjukór
sveitarinnar og Karlakór Rang-
æinga. Í þeim félagsskap sómdi
hann sér vel, fremstur meðal jafn-
ingja.
Kjartan bjó myndarbúi í
Hjallanesi og stjórnuðu þau hjón-
in því af miklum dugnaði og mynd-
arskap.
Það var oft gestkvæmt á heim-
ilinu, en Kjartan gat alltaf sest
niður til þess að spjalla við gest-
ina.
Þó frístundirnar séu ekki marg-
ar í búskapnum þá gafst tími til
þess að ferðast innanlands og ut-
an. Í seinni tíð voru utanlandsferð-
irnar oft í tengslum við söngferðir
Karlakórsins.
Það má segja að Kjartan hafi
átt sínar uppáhaldsstundir í Veiði-
vötnum. Stundirnar þar voru
ígildi sumarleyfis fyrir hann.
Það var einstakt að fá að kynn-
ast og vera samferða jafn heilum
manni og Kjartan í Hjallanesi var.
Hulda og Jason.
HINSTA KVEÐJA
Hrókur alls fagnaðar eru
orð sem eiga vel við þegar
við kveðjum Kjartan í
Hjallanesi, einn okkar
besta dreng og félaga í
Karlakór Rangæinga, en
glaðværð og söngelska
hans var hans aðalsmerki,
það einfaldlega birti upp
þegar hann mætti á svæðið
og verður skarð hans vand-
fyllt, eftir stendur minning
sem aldei verður frá okkur
tekin um einstakan söng-
bróður og vin. Fjölskyld-
unni í Hjallanesi sendum
við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Hvíldu í friði,
félagi og vinur.
Fyrir hönd Karlakórs
Rangæinga,
Hermann Árnason,
formaður.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann