Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 ✝ Birgir Sveins-son fæddist í Reykjavík 25. maí 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. júní 2017. Foreldrar hans voru Nanna Tryggvadóttir, f. 2. júní 1908, d. 13. ágúst 1985, og Sveinn Guðmunds- son, f. 28. apríl 1912, d. 12. maí 1998. Birgir ólst að mestu leyti upp hjá móðurforeldrum sínum í Garði og síðar hjá Auði, móð- ursystur sinni. Börn hennar, Finnbogi og Björg, voru því frekar eins og systkini hans en frændsystkini. Birgir kvæntist árið 1960 Helgu Hólmfríði Frímanns- dóttur, f. 1940, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 1960, eiginmaður hennar er Sigurjón Örn Guðfinnsson, f. 1961. Börn þeirra eru: a) Sæv- ar Örn, f. 1982, eiginkona Sæ- unn Sæmundsdóttir, f. 1983, og börn þeirra eru Maren Rós, Ólöf Hera og Oddur Henry. b) Hafþór Ægir, f. 1986, sambýlis- kona er Andrea Eiríksdóttir, f. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Auður Guðvinsdóttir, f. 1940. Þau bjuggu lengi á Skóla- braut 12 í Garði en síðar á Stekkjargötu 29 í Innri- Njarðvík. Síðustu árin þegar heilsu Birgis hafði hrakað fluttu þau að Njarðarvöllum 6 í Ytri-Njarðvík. Birgir ólst upp í Garði og veturinn fyrir fermingu var hann á Héraðsskólanum á Núpi en fór 16 ára gamall í Iðnskól- ann í Reykjavík. Hann tók mót- ornámskeið hjá Fiskifélagi Ís- lands árið 1958 og lauk síðar verklegu sveinsprófi í bifvéla- virkjun árið 1978. Birgir var vélstjóri á sjó hluta starfs- ævinnar en eftir að hann kom í land vann hann lengst af á verkstæði Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli en síðasta hluta starfsævinnar starfaði hann hjá Hitaveitu Suðurnesja. Birgir var virkur í starfi stétt- arfélaga sinna. Hann sat í stjórn Vélstjórafélags Suð- urnesja og í stjórn Iðnsveina- félags Suðurnesja. Árið 1989 gekk hann í Lionsklúbbinn í Garði og var þar virkur félagi eins lengi og heilsan leyfði. Lengi var hann í hópi þeirra Lionsmanna sem sinntu útfar- arþjónustu á Suðurnesjum. Útför Birgis hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. 1980, og dóttir hennar er Eiríka Ýr. c) Helga Dagný, f. 1988, sambýlismaður hennar er Alex- ander Jóhönnuson, f. 1980, og sonur þeirra er Raknar. 2) Óskar, f. 1963, eiginkona hans er Kolfinna Njáls- dóttir, f. 1971. Börn þeirra eru: a) Aldís, f. 1992, og sonur hennar er Aron Leví, b) Birgir Þór, f. 1994, c) Árni Björn, f. 2000, og d) Ey- þór Trausti, f. 2004. 3) Hilmar, f. 1966, eiginkona hans er Pálmfríður Gylfadóttir, f. 1978, og sonur þeirra er Hilmar Daði, f. 2003. Einnig á Hilmar dæturnar a) Nönnu Bryndísi, f. 1989, sambýlismaður Sigur- björn Kristjánsson, f. 1988, og b) Írisi Birgittu, f. 1991, sam- býlismaður Vignir Ragnarsson, f. 1982, og dóttir þeirra er Ingibjörg Freyja, sonur Vignis er Jóhann Trausti. 4) Þórir Smári, f. 1972, eiginkona er Bára Skúladóttir, f. 1975, synir þeirra eru Skúli Már, f. 1996, og Elmar Þór, f. 1998. Lífið er núna og það er dýr- mætt. Við erum minnt á það á margan hátt og því fengum við fjölskyldan að kynnast þegar tengdafaðir minn til 30 ára kvaddi alltof fljótt. Á þeim degi sem lengstur er og birtu nýtur við kvaddi Birgir þetta líf. Þó að andlátið hafi borið brátt að vissum við sem hann þekktum að tíminn gæti komið hvenær sem væri. Við höfum verið sam- ferðamenn frá því að ég kom fyrst til Óskars á Smáratúnið 16 ára gömul. Síðan þá höfum við átt góðar samvistir og deilt saman gleði og sorg. Birgir var hlýr og traustur og hann var mikill húmoristi. Honum þótti afar vænt um Auði sína, börnin og barnabörnin og fylgdist vel með þeim og var stoltur af þeim áföngum sem náð var. Fjölskyldan var honum afar mikils virði og þegar ég hugsa til æsku hans skil ég það afar vel. Hann var elsta barn for- eldra sinna sem slitu samvistir. Hann ólst því upp í faðmi móð- urfjölskyldu sinnar í Garði sem umvafði hann í æsku. Samskipti hans við föður voru lítil þó svo að hann hafi vitað af föðurfjöl- skyldu sinni í Skagafirði og heimsótt föður sinn af og til. Sveinn faðir hans var jarðsung- inn í Dómkirkjunni rétt fyrir sextugsafmæli Birgis. Enn þann dag í dag get ég ekki skil- ið hvers vegna frumburður Sveins var ekki nefndur á nafn við útförina. Það er algjörlega ofar mínum skilningi og mig langaði mest til að standa upp og benda á Birgi sem hjá mér sat en við sögðum ekki orð enda var tengdafaðir minn ekki maður margra orða. Þetta skiptir engu máli sagði hann svo oft og ég veit að hann væri ekki kátur með að ég nefni þetta hér en ég veit líka hve fljótur hann er að fyrirgefa. Höfum gaman af lífinu og lát- um ekki aðra hafa áhrif á það hvernig okkur líður. Eftir út- förina bauð hann okkur upp á kaffi í Iðnó. Auður fylgdi honum allt til enda á sinn ljúfa og nærgætna hátt. Hún fylgdi honum í gegn- um erfið veikindi og var stoð hans og stytta fram á síðasta dag og erum við henni afar þakklát. Þótt það blási kemur lognið innan tíðar. Þegar rætt var um veður við Birgi stóð ekki á svörum, sérstaklega veð- ur í Garði sem var honum kær. Þar höfum við skjól af vitanum sagði hann og átti við Garð- skagavita. Þessi orð minna mig á Birgi og það æðruleysi sem einkenndi hann. Þeir nafnar, hann og Birgir Þór sonur minn, áttu svo fallegt vinasamband og ég er þakklát fyrir að börnin mín fengu að kynnast afa sín- um og Auði sem tók þeim sem sínum eigin. Við höfum nú fylgt Birgi síð- asta spölinn og hvílir hann í Innri-Njarðvík að eigin ósk þar sem sjávarsýn er góð og vindar blása. Hann hafði óskað eftir að útförin færi fram í kyrrþey sem er svo lýsandi fyrir persónu hans. Hann vildi ekki að haft yrði mikið fyrir sér og vildi hvorki umstang né fjölmenni. Athöfnin var látlaus og falleg og alveg í hans anda. Tónlistin spilaði stórt hlutverk og ber að þakka öllum þeim sem komu að athöfninni. Kærar þakkir frá fjölskyld- unni til allra þeirra sem fylgdu honum. Það er alltaf sárt að kveðja ástvin en minningar um ljúfan föður, tengdaföður, afa og langafa lifa með okkur Ósk- ari, börnum og barnabarni. Kolfinna Njálsdóttir. Birgir Sveinsson Elsku afi. Ég vona innilega að þú sért kominn á betri stað núna. Mér finnst ósann- gjarnt að þú hafir verið tekinn frá okkur en ég vona að þar sem þú ert líði þér vel. Takk fyrir all- ar stundirnar sem við erum búin að eiga saman. Ég mun alltaf hlæja og brosa þegar ég hugsa um minningarn- ar þegar við vorum í Portúgal og fórum í gokart saman og keyrð- um saman á vespunum, mér mun ávallt þykja vænt um þær minningar. Það mun verða tómlegt án þín í þessari ítölsku stórfjölskyldu okkar. Ég vildi að ég gæti knúsað þig. Ég elska þig ótrúlega mikið. Þín Íris Björk. Fyrstu kynni mín af Hauki mági mínum voru þegar hann kom norður til að hitta vænt- anlega tengdafjölskyldu. Þau voru svo fallegt par hann og Gréta systir. Haukur var strákslegur og stríðinn. Hann bauð mér, stelpunni, í kvöldbíó og það var nú ekki ónýtt. Ugg- laust hefur honum fundist gott að sleppa um stund frá árvök- ulum augum tilvonandi tengda- foreldra. Eftir að Haukur og Gréta fóru að búa við Kapla- Haukur K. Gunnarsson ✝ Haukur K.Gunnarsson fæddist 11. janúar 1937. Hann lést 2. júlí 2017. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. skjólsveginn fór ég í heimsókn til þeirra. Í minning- unni var það álíka spennandi og utan- landsferðir eru í dag. Ánægjulegt var að fylgjast með þegar börnin fóru að koma, þau Helga, Baddý og Kiddi. Gréta og Haukur voru mjög stolt af börnunum sínum, enda máttu þau vera það. Haukur var mér og minni fjölskyldu mjög góður og hjálplegur. Hann sýndi börnunum okkar alltaf áhuga og gladdist þegar vel gekk. Haukur átti við vanheilsu að stríða undanfarna mánuði og þá var hann vel studdur af fjöl- skyldu sinni. Elsku Gréta, Helga, Baddý, Kiddi og fjölskyldur, innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Helga og börnunum okkar. Það er gott að eiga minningar um góðan dreng. Þorgerður (Gerða). Elsku afi. Takk fyrir allar frábæru stundirnar sem við höfum átt saman. Þú varst yndislegur og góður maður og hafðir einstakt lag á því að fá okkur krakkana til að hlæja, enda mikill stríðn- ispúki og ávallt til í að fíflast eitthvað með okkur. Ég mun sakna afaknúsanna þinna svo mikið en ég á góðu minning- arnar um þig í staðinn. Ég elska þig, afi, og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þín Hildur Ýr. Afi Haukur var einn af þess- um mönnum sem hlýjan og al- úðin skein af. Ég man sérstak- lega eftir því hversu augljóst það var þegar ég fór með honum og ömmu Grétu til Mæjorka. Í þessari ferð, þar sem afi sá til þess að það var aldrei dauð eða leiðinleg stund, fóru hinir krakk- arnir á hótelinu að kalla afa minn „afa“ eða afa Mæjorka. En þannig var það bara með hann afa, hann var bara svo mikill afi, svo hlýr og góður að aðrir krakkar fundu það líka. Einnig var alltaf stutt í húm- orinn hjá honum og þrátt fyrir að brandararnir hafi verið mjög misjafnir náðu þeir alltaf að vera fyndnir þegar hann sagði þá, hann fékk mann bara alltaf ein- hvern veginn til þess að brosa. Afi, þú bjóst til endalaust af minningum. Ég lærði mikið af þér og mun ævinlega vera þakk- látur fyrir þær stundir sem við áttum saman enda ekki hægt að hugsa sér betri mann til þess að geta kallað afa. Gretar Þorsteinsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU INGIBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Dídíar, Kirkjuteigi 25. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og hlýju. Kristín Júlíusdóttir Hilmar Andrésson Júlíus Þór Júlíusson Viktoría Dagbjartsdóttir barnabörn og langömmubörn Kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vinarhug vegna fráfalls og útfarar JÓNS SVEINSSONAR, Reyni í Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Klausturhóla og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vík og á Selfossi fyrir einstaka umönnun. Erla Pálsdóttir Páll Jónsson M. Sigríður Jakobsdóttir Margrét Jónsdóttir Sigurjón Árnason Sigurlaug Jónsdóttir Ólafur Helgason Sveinn Jónsson Jóna Svava Karlsdóttir Jónatan G. Jónsson Valgerður Guðjónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Jón E. Einarsson Einar Jónsson Ágústa Bárðardóttir Guðbjörg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI TORFASON, lögg. endurskoðandi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júlí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. júlí klukkan 13. Fjölskyldan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug. Sólveig Birna Gísladóttir Einar Jóhannes Lárusson Loftur Bjarni Gíslason Guðbjörg Sigríður Jónsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, HELGA ÞÓRARINS GUÐNASONAR, Álfkonuhvarfi 55, Kópavogi. Guðlaug Einarsdóttir Guðný Helgadóttir Linda Björk Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts SVÖVU BJÖRGÓLFS. Fyrir hönd aðstandenda, Ingimundur Kr. Helgason Brynhildur Ingimundardóttir Haraldur Johannessen Ragna Ingimundardóttir Jón Júlíusson Jóhannes Ingimundarson ömmubörn og langömmubörn Látinn er úr ill- vígum og lang- vinnum sjúkdómi kær bróðir okkar, Skarphéðinn Valdimarsson. Yngstur var hann fjögurra bræðra okkar í stórum systkinahópi og sem einstaklega rólegt og skapgott barn varð hann uppáhaldið okkar allra en þó sérstaklega eldri systranna. Þær nutu þess að sjá um og hampa þessum ljúflingi sem hann var alla tíð. Það launaði hann þeim síðar ríkulega er kom að því að systrabörnin þyrftu á gæslu eða leikfélaga að halda því af- ar barngóður var hann og átti einkar auðvelt með að setja sig inn í óskir þeirra og þarfir. Eins var með hjálpsemi Skarphéðins í garð ættingja og vina. Það var nokkuð sem aldrei þurfti að fara fram á. Hún var ávallt til staðar ef þurfa þótti og veitt af heilum hug. Hann var sannarlega gleðigjafi. Okkur í stórfjöl- skyldunni var hann ómissandi ef sameinast var á gleðistund- um, ómissandi með sinn húm- or, góða skapið og einstaka frásagnarmáta um menn og Skarphéðinn Valdimarsson ✝ SkarphéðinnValdimarsson fæddist 29. apríl 1933. Hann lést 24. júní 2017. Útför Skarphéðins fór fram 6. júlí 2017. málefni ef slíkt bar á góma. Skarphéðinn varð þeirrar gæfu að- njótandi að hafa við hlið sér að lífs- förunaut Hildi Ágústsdóttur sem af mýkt og festu tók því sem að höndum bar og samhent voru þau í öllu er að heimili og fjölskyldu laut. Þeim varð fjögurra barna auðið: Ragna Dúfa, f. 22.12. 1955. Ágúst, f. 25.11. 1957. Jóhann Þröstur, f. 23.3. 1961. Ragnheiður Hildur, f. 15.6. 1964, látin 1.11. 2008. Nú er syrgður ástkær eigin- maður og vinur, besti faðir, afi, langafi og bróðir. Við syst- ur Skarphéðins og börnin okk- ar, sem nutum gæða hans og væntumþykju, vottum Hildi og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Við vitum hvað þau hafa misst, söknuðurinn er sár en látum kærleika okkar allra til Skarphéðins fylgja honum á guðsvegum. Dóra Björg Guðmundsdóttir, Hanna Hafdís Guðmundsdóttir, Auður Bergþóra Guðmundsdóttir, Ragnheiður Erna Guðmundsdóttir, Elísa Edda Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.