Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá Loðnuvinnslunni hf, á Fáskrúðsfirði. Starfssvið Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum skrifstofu. Umsjón með fjármálum, reikningshaldi og uppgjörum. Umsjón með reikningagerð og innheimtumálum. Ábyrgð og umsjón með launagreiðslum og vsk uppgjörum. Undirbúningur bókhalds til endurskoðanda. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun í viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg. Reynsla af bókhaldi og uppgjörum. Góð greiningarhæfni og færni til að halda utan um töluleg gögn og miðlun upplýsinga. Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Mar 8928622, fridrik@lvf.is Loðnuvinnslan hefur verið ört vaxandi fyrirtæki í sjávarútvegi og öll starfsemi félagsins fer fram á Fáskrúðsfirði. Áhugavert tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling. Umsækjendur sendi umsóknir til: Loðnuvinnslan h/f, Skólavegi 59, 750 Fáskrúðsfirði/fridrik@lvf.is fyrir 10.ágúst n.k. LVF H é ra ð sp re n t Geirabakarí Borgarnesi vantar bakara. Upplýsingar hjá Geira í síma 437-1920 eða 696-0025 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Framkvæmdastjóri Starfs- og ábyrgðarsvið: • Daglegur rekstur og umsjón með fjármálum • Reikningshald og ársuppgjör • Áætlanagerð • Samningagerð og eftirfylgni með samningum • Starfsmannamál • Yfirsýn með starfsstöðvum fyrirtækisins Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, viðskiptafræði og stjórnun • Reynsla af stjórnun í framleiðslufyrirtæki er kostur • Víðtæk þekking og reynsla af rekstri og stjórnun • Þekking og áhugi á markaðsmálum • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum Upplýsingar veitir: Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Kynningarbréf ásamt ferilskrá fylgi umsókninni þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst nk. Ístex leitar að öflugum framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri fyrirtækisins, framsýnum og drífandi einstaklingi sem fær það verkefni að halda öflugri uppbyggingu fyrirtækisins áfram. Ull íslensku sauðkindarinnar hefur lagað sig að veðurfari og aðstæðum frá landnámi. Hún hefur haldið hita á íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og er einstök á heimsvísu. Ístex er ullarvinnslufyrirtæki með höfuðstöðvar í Mosfellsbæ, sem hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Ístex er eina fyrirtækið á Íslandi sem safnar ull beint frá bændum og vinnur úr henni lopa og band. Fyrirtækið rekur ullarþvottastöð á Blönduósi og spunaverksmiðju í Mosfellsbæ. Vörur fyrirtækisins eru seldar um allan heim í gegnum umboðsaðila. Undir vörumerki Ístex, Lopa, er t.a.m. seldur Léttlopi, Plötulopi, Álafosslopi, Einband og Bulky Lopi. Fyrirtækið framleiðir einnig vélprjónaband og stendur fyrir útflutningi á óunninni ull og framleiðslu ullarteppa. Rekstrartekjur fyrirtækisins á árinu 2016 voru um 920 milljónir kr. og hjá því störfuðu á milli 40 og 50 starfsmenn. Stýrimaður / Afleysing Dögun ehf. leitar að stýrimanni á Dag SK 17. Um er að ræða afleysingu í 2-3 vikur. Reynsla af togveiðum, helst á rækju, æskileg. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: oskar@dogun.is og/eða gissurb@simnet.is. Nánari upplýsingar veita Gissur Baldursson í síma 690-1652 eða Óskar Garðarsson í síma 892-1586. Dögun ehf. var stofnað árið 1983. Fyrirtækið stundar rækjuvinnslu og útgerð, og er með aðsetur á Sauðárkróki. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.