Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
Spennandi viðskiptatækifæri á Hvolsvelli
Sveitarfélagið Rangárþing eystra leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum eða fyrirtæki
til að taka að sér rekstur Sögusetursins á Hvolsvelli. Æskilegt er að viðkomandi aðilar hafi menntun eða
reynslu á sviði menningar-, viðskipta- eða ferðamála og hafi framúrskarandi þjónustulund.
Leitað er eftir aðilum sem eru tilbúnir að reka Sögusetrið af lífi og sál, byggja upp öflugt fræðslu- og menningarsetur í samstarfi
við sveitarfélagið, og veita góð þjónusta á öllum sviðum. Miðað er við að viðkomandi taki við rekstri 1. október n.k.
Sögusetrið á Hvolsvelli var stofnað 1997. Þar er að finna tvær fastar sýningar; Á Njáluslóð, sem kynnir tíðaranda og persónur
Njáls sögu, og Kaupfélagssafnið, sem segir hluta sögu verslunar á Suðurlandi í 100 ár. Þar er einnig verið að sauma 90 m
langan Njálurefil sem er afar merkilegt framtak einstaklinga og verkið í höndum þeirra en engu að síður er góð samvinna aðila
nauðsynleg. Í Sögusetrinu er einnig Söguskálinn, salur í anda langhúsanna, sem hentar fyrir veislur og aðrar uppákomur; Gallerí
Ormur, sýningarsalur fyrir fjölbreyttar listsýningar og tónlistarviðburði og verslun með minjagripi. Upplýsingamiðstöð ferðamanna
hefur verið staðsett í setrinu.
Undanfarin tæp tuttugu ár hefur Sögusetrið verið byggt upp sem menningarsetur sveitarfélagsins og þar eru miklir möguleikar
fyrir áhugasama og hugmyndaríka einstaklinga.
Æskilegt er að umsækjendur skila inn viðskiptaáætlun og hugmyndum til næstu 3-5 ára með umsókn sinni.
Umsóknir skulu berast fyrir 10. ágúst 2017. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða umsóknum sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar má nálgast í síma 488-4200;
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, isolfur@hvolsvollur.is eða Árný Lára Karvelsdóttir , markaðs- og
kynningarfulltrúi, arny@hvolsvollur.is
Sögusetrið á Hvolsvelli
brautryðjandi í menningartengdri ferðaþjónustu
Starf yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar er laust til
umsóknar.
Stykkishólmsbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirmanns
tæknideildar Stykkishólmsbæjar sem jafnframt er byggingar- og
skipulagsfulltrúi.
Undir tæknideild fellur rekstur áhaldahúss, rekstur fasteigna Stykkishólmsbæjar og
mannvirkja Stykkishólmshafnar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu
samfélagi. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn
að þróa starfið á traustum grunni.. Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu
mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu,
varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Ráðið verður í starfið frá og
með 1.september n.k. eða eftir nánara samkomulagi Um er að ræða 100% starf
og er umsóknarfrestur til og með 31. júlí nk.
Samkvæmt auglýsingunni er starfssvið byggingarfulltrúa
eftirfarandi:
• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
• Undirbúningur- og eftirfylgni funda skipulags- og byggingarefndar.
• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem sinna verkefnum
á sviði byggingarmála.
• Umsjón framkvæmda og eignaumsýslu í sveitarfélaginu.
• Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun og löggildingu samkvæmt
ákvæðum 8. og 25.grein mannvirkjalaga nr.160/2010 og uppfylli kröfur
7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
• Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda mikilvæg..
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband
íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið
sturla@stykkisholmur.is eigi síðar en 31. júlí nk. Umsókninni þarf
að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi
gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum
hæfnikröfum.
Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila
í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Sturla Böðvarsson
bæjarstjóri Stykkishólmi í síma 433-8100/863-8888 eða
tölvupósti: sturla@stykkisholmur.is.
Stykkishólmi, 7. júlí 2017
Sturla Böðvarsson
Yfirmaður tæknideildar
Stykkishólmsbær
Hjúkrunarfræðingur og Iðjuþjálfi
Hjúkrunarfræðingur, 50% starf
Gerð er krafa um íslenskt starfsleyfi og löggildingu.
Helstu verkefni:
• Hjúkrun heimilismanna
• Teymisvinna
• Þátttaka í þróun og uppbyggingu á Hornbrekku
Reynsla og hæfni:
• Reynsla af hjúkrun aldraðra æskileg
• Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra
hjúkrunafræðinga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2017.
Iðjuþjálfi, 50- 60% starf
Gerð er krafa um starfsréttindi í iðjuþjálfun
Helstu verkefni:
• Iðjuþjálfun heimilismanna
• Teymisvinna
• Þátttaka í þróun og uppbyggingu á Hornbrekku
Reynsla og hæfni:
• Reynsla af iðjuþjálfun aldraðra æskileg
• Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2017.
Hornbrekka, hjúkrunar- og dvalarheimili óskar eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum í eftirtalin störf:
Nánari upplýsingar veitir: Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri.
Netfang: elisa@hornbrekka.is, símar: 466 4060 /847 0426
www.hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi