Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ó, dásamlega fortíð! Líklega mun fortíðarþráin toga þig til baka til áranna þegar þú leist dásamlega út. Sjálfsagt er að njóta góðra sigra. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er aldrei til annars en góðs að sækja sér aukinn fróðleik á hvaða sviði sem er. Taktu hlutunum samt með ró og kláraðu það sem skiptir máli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert mínímalískur í hugsunum. Reyndu að dekra svolítið við sjálfan þig og finna tíma til þess að hvíla þig, lesa og stunda naflaskoðun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er alltaf best að búa að sínu og, ef þannig stendur á, að lána nágrönn- um sínum. Ef þú lætur hjartað ráða og hef- ur hreina samvisku mun þín aðferð ná fót- festu með tímanum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir freistast til að segja ósatt til að forðast óþægilega aðstöðu í dag. Vin- áttan er peningum mikilvægari. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óreiða og ruglingur þurfa ekki endi- lega alltaf að vera af hinu slæma. Reyndu samt ekki að slá ryki í augu þeirra sem spyrja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef ágreiningur rís upp meðal fjöl- skyldumeðlima þarf að komast að mála- miðlun. Málið er að fólki líkar við þig og það vill vera nálægt þér og heyra rödd þína. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki nóg að fá hug- myndir ef þú hrindir þeim ekki í fram- kvæmd. Andagiftin fær þig til að skara fram úr á ótrúlegan hátt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar til að taka þátt í heillandi og ástríðufullu ævintýri, en veist að maður leikur sér ekki að eldi. Slakaðu á. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þú sért að farast úr forvitni skaltu ekki skipta þér af því sem þér kemur ekki við. Síðan fer að færast meiri hraði í líf þitt. Ekki eyða tíma í að kvarta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sá sem alltaf er tilbúinn til átaka við aðra, verður að reikna með mis- jöfnu gengi. Dreifðu áhættunni þannig að þú þurfir ekki að sitja eftir með sárt ennið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Náin sambönd eru eitthvað erfið í dag. Hafnaðu því allri fljótfærni og láttu þig ekki dreyma um að hætta því sem þér er dýrmætast og helgast í þessu lífi. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Í brjósti mér löngum bærist. Í blænum vart seglið hrærist. Látæði montinna manna. Hjá mörgum er tímabil anna. Guðrún Bjarnadóttir svarar „í orðastað bóndans sem átti bát og slær um sig í þriðju hendingu“: Hjartað í hamfaraslætti, hreyfir sláttur vart bátinn. Mestan bát (mont) hélt ég ætti og met næðist fyrir slátt, státinn. Helgi R. Einarsson kemur með „lausnina þessa vikuna“: Er línur hafði litið á ég ljómandi var sáttur því það sem af þeim merkja má er mismunandi sláttur. Helgi Seljan segir, að „þetta kom í hugann þegar sláttutíðin kom inn í gátu Guðmundar“: Æðilangt er síðan með orfi og ljá ég sló og aldrei reyndist flinkur að dengja ljáinn minn. Sjaldan þó sem unglingur slegið alveg nóg, að ekki þótti beysinn hjá Seljan flekkurinn. Árni Blöndal svarar: Í brjósti mér berst mitt hjarta. Í blæ lafir seglið bjarta. Sá er mont-hana háttur, heyannir bændanna sláttur. Pétur Friðrik Þórðarson á þessa lausn: Hjartsláttur í hjartagátt. Heyri slátt í seglum hátt. Um sig hefja slánar slátt. Slætti bændur ljúka brátt. Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Bærist í hverju brjósti sláttur. Blaktir vart segl í hægum slætti. Sláttur er montinna manna háttur. Mörgum á slætti góð hvíld þætti. Og lætur limru fylgja: Er Hallvarður fór í háttinn með harðsperrur eftir sláttinn og erfiðan drátt á ýmsan hátt hann alveg misst hafði máttinn. Og að síðustu kemur Guðmundur með laugardagsgátuna: Síst ég má í leti lúra, lengur ekki værðar nýt., laugardagsins limru klúra og létta gátu semja hlýt: Hreinlætinu þjónar það. Þetta menn um hálsinn bera. Blóðrás heftir strax í stað. Strangi korns má líka vera. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er sláttur á honum Í klípu „EF ÞETTA HELDUR ÁFRAM MUNTU ALDREI KOMAST ÚR SKÓLANUM. VILTU VERÐA KENNARI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GÆTIRÐU HELLT UPP Á ANNAN BOLLA FYRIR MIG AF ÞESSU KAFFI. HUGSA AÐ ÉG MUNI ATHUGA HVERNIG ÞAÐ FER Í GÍRKASSANN MINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... leyniuppskriftin að fullkomnu fríi. ROOOP! ROOOP!TAKKFYRIR! UPPKLAPP JANUS SKARTGRIPA- SALI ÆTLAR AÐ BORGA ÞETTA ALLT! HVERNIG HEFURÐU EFNI Á AÐ BJÓÐA ÖLLUM UPP Á FRÍAN DRYKK? STEFNUMÓTA- KVÖLD FRÍIR DRYKKIR HRINGIR Víkverji á það sameiginlegt meðflestum þeim sem hann hefur rætt við um símaþjónustu Reykja- víkurborgar að fyllast reiði, pirringi og óþolinmæði vegna þeirrar ein- staklega lélegu þjónustu sem boðið er upp á. Raunar má taka svo djúpt í árinni að segja að þegar nauðsyn á upplýs- ingum úr völundargöngum borgar- kerfisins krefst þess að Víkverji hringi í 411-1111 er dagurinn ekki samur eftir það. x x x Sumrin eru vitanlega versti tímiársins, þar sem heilu deildirnar og sviðin hjá borginni virka sem eyðimörk því enginn er við sem ná þarf í, og ekki verða símadömurnar hjá borginni sakaðar um að vera hjálplegar þegar Víkverji er að leita að viðmælendum sem kynnu að geta veitt þær upplýsingar sem eftir er leitað. Þannig bar við nú um daginn að Víkverji vildi fá að tala við starfs- mann eða starfsmenn, helst yfir- mann, Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkurborgar. x x x Eftir langa bið var röðin loks kom-in að Víkverja og þá upplýsti símastúlkan Víkverja um það að yfirmaðurinn væri í fríi til 24. júlí. Hún gaf upp nafn á öðrum starfs- manni eftirlitsins sem gæti hugs- anlega veitt upplýsingar. Sagði svo Víkverja að hringja aftur milli kl. 13 og 14 því þá væri viðkomandi starfs- maður með símatíma. Vinsamleg ábending Víkverja um að þetta væri ósk fjölmiðils um stutt símaviðtal við viðkomandi haggaði ró símadömunnar ekki hið minnsta. Hún sagði einfaldlega að hún mætti ekki gefa símasamband við manninn utan símatímans! Er þetta boðlegt? Er ekki kominn tími til þess að starfsmenn opinberra stofnana og fyrirtækja, kjörnir fulltrúar og emb- ættismenn geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að þeir eru í vinnu hjá skattgreiðendum þessa lands, þar með talið Víkverja, sem hefur það að atvinnu að afla upplýsinga fyrir les- endur Morgunblaðsins? vikverji@mbl.is Víkverji Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almáttka segir við Drottin: „Hæli mitt og háborg, Guð- minn, er ég trúi á.“ (Sálm. 91:1-2) DIVINE HARMONY SERUM E I N STÖK SAMV I RKN I S EM V IÐHELDUR UNGLEGR I HÚÐ Þar sem land og haf mætast, skapar náttúran eilífa fegurð. Immortelle Millésimée er blómið sem aldrei fölnar, Jania Rubens er rauðþörungur sem getur endurnýjað sig óendanlega oft. Þessi tvö einstöku innihaldsefni frá Korsíku sameinast í nýja Divine Harmony Serum frá L‘ OCCITANE. Það er hannað til að viðhalda jafnvægi og ungleika húðar með virkum innihaldsefnum í formi 5.000 fíngerðra ördropa sem vinna djúpt í húðinni. Eftir þriggja mánaða notkun hafa kinnar og kinnbein meiri fyllingu (91%**), útlínur andlits eru skýrari (78%**) og húð er sjáanlega sléttari (93%**). * E in ka le y fi íu m só kn ar fe rl ií F ra kk la n d i. ** N ey te n d ap ró f á 5 5 ko n u m se m n o tu ð u D iv in e H ar m o n y S e ru m ít vo m án u ð i. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 5 EINKALEYFIÍ UMSÓKN*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.