Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 44

Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 VASULKA-STOFA - Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Hugsað heim á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14.öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Ismo er finnskur uppistandari sem ég kynntist þegar ég var að ferðast hvað mest til Finnlands fyrir nokkrum árum. Við komum oft saman fram á hátíðum og hann er alveg ótrúlega vel heppnaður grín- isti,“ segir Ari Eldjárn sem verður með uppistand undir yfirskriftinni Iceland vs. Finland ásamt finnska grínistanum Ismo Leikola í Tjarn- arbíói í kvöld kl. 20. Ari segir Leikola vera frægan fyrir að vera súr og með stutta brandara. „Hann er alveg rosalega finnskur, með mjög skemmtilega vandræðalegan stíl, það er eins og hann sé að drepast úr feimni allan tímann,“ segir Ari. „Það sem gerir hann svolítið merkilegan er að þeg- ar hann var orðinn þjóðþekktur í Finnlandi og búinn að koma sér vel fyrir þar sem grínisti ákvað hann að fara til Los Angeles og taka þátt í keppni um fyndnasta mann heims árið 2014,“ segir hann. Skemmst er frá því að segja að Leikola vann keppnina, sem kallast Funniest Person in the World og er haldin á vegum Laugh Factory. „Í kjölfarið flutti hann til Bandaríkjanna og er að troða upp eins og brjálæðingur, í spilavítum í Las Vegas og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ari. „Ég myndi segja að hann væri norrænn og finnskur í fasi en efnistökin hans séu alþjóðleg.“ Enginn sem tapar eða sigrar Ari og Leikola eru báðir á leið á stórar hátíðir með sýningarnar sín- ar; Leikola á Just for Laughs í Montreal og Ari á Edinburgh Fringe Festival. „Hann kemur í gegnum Ísland á leið sinni til Mont- real og við ætlum að nota tækifærið og renna í gegnum ensku sýning- arnar okkar,“ segir Ari. Hann segir að þó að nafnið á uppistandinu gefi til kynna ein- hvers konar keppni sé það ekki svo. „Við erum hvor með sitt uppistand- ið; ég fyrir hlé og hann eftir. Við munum líklega báðir tala eitthvað um Norðurlöndin en þessu er bara stillt svona upp í gríni. Það verður enginn sem tapar eða sigrar.“ Lifir á uppistandi Ari segir Leikola hafa komið fram á Íslandi áður, á tveimur sýn- ingum með Mið-Íslandi. „Það var rétt áður en hann fór til LA og varð fyndnasti maður í heimi. Nú er hann svokallaður „working comed- ian“, hann vinnur við uppistand og nær að lifa vel á því.“ Því þekki hann ágætlega til Ís- lands, en það sé nokkuð mikill sam- gangur milli íslenskra og finnskra uppistandara um þessar mundir. Nefnir Ari m.a. André Wickström sem hefur komið oft til landsins. „Þetta er svona íslensk-finnsk vin- agrínistaklíka sem er að myndast. Ég spái því að fleiri Finnar komi hérna með tíð og tíma.“ Ari heldur að sýningin í kvöld verði skemmtileg og minnir á að hún sé öll á ensku og því geti hver sem er mætt á hana, hvort sem það er Íslendingur, Finni eða einhver annar. „Við verðum með þessa einu sýn- ingu í Tjarnarbíói og gerum ráð fyrir að fylla hana,“ segir Ari að lokum. „Íslensk-finnsk vinagrínistaklíka“ Grínvinir Ari Eldjárn og finnskur kollegi hans og vinur, Ismo Leikola, verða með uppistand í Tjarnarbíói í kvöld.  Ari Eldjárn og Ismo Leikola með uppistand í Tjarnarbíói  Leikola fyndnasti maður í heimi árið 2014 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þetta er áttunda sýningin sem Sveinssafn stendur fyrir í Krýsuvík þar sem höfuðáherslan hefur verið að draga fram ýmislegt í list Sveins Björnssonar sem ekki hefur verið hugsað almennilega út í hingað til,“ segir Erlendur Sveinsson sem stendur ásamt bræðrum sínum, Þórði og Sveini, fyrir sýningaropnun í safni tileinkuðu föður þeirra, Sveinssafni, á sunnudag klukkan 15. Ber sýningin yfirskriftina Móðir jörð og Steinninn ég. Erlendur segir safnið góðum kosti búið og því sé hægt að rannsaka verk Sveins í þaula. „Það gefur okk- ur möguleika á að koma með ábend- ingar sem listamenn myndu kannski ekki gera en söfn geta leyft sér. Flest sem þarna kemur fram heyrði ég listamanninn aldrei tala um. Við erum að rýna í teiknibæk- urnar hans í fyrsta sinn og þegar grannt er skoðað má sjá hvernig listamaðurinn vinnur úr lífsreynslu sinni í myndum, eins og lesa má út úr myndunum sem urðu til í tengslum við andlát eiginkonunnar,“ segir Erlendur. Sólveig Erlends- dóttir lést aðeins 51 árs að aldri eftir langvarandi veikindi. „Þetta eru til- finningaþrungnar myndir.“ Skemmtilegar uppákomur „Sveinn tjáir upplifun sína af því þegar konan hans liggur banaleguna og fram yfir andlátið í gegn um myndstefið Móður jörð,“ segir Er- lendur. Þess vegna hafi hann málað heilan vegg í safninu svartan og fyllt hann af þessum myndum. Erlendur segir ýmislegt skemmti- legt hafa gerst meðan á uppsetningu sýningarinnar stóð. „Fyrir tveimur árum þegar hugmyndin að sýning- unni var að fæðast vorum við bróðir minn eitthvað að bardúsa uppi í húsi. Af einhverri rælni þá opnum við skúffu í borði og komu þá í leitirnar einar tíu, fimmtán olíupastelmyndir, allar tilbrigði við steinaþema sýning- arinnar. Það var einskonar ábending um að hugmyndin væri góð. Ég lét innramma þær sem myndaröð og hún prýðir ganginn hjá okkur. Svo þegar ég var að mála veggina, meðal annars þann svarta, vantaði mig pappaspjöld til að hlífa gólfinu. Þegar ég var að ganga frá þessum spjöldum eftir nokkrar tarnir sem teygðu sig inn í vinnsutofu, og var reyndar búinn að ganga frá spjöld- unum áður en kom að viðbótinni í vinnustofunni, þá sé ég að á und- irhlið eins spjaldsins er rissuð teikn- ing af Móður Jörð sjálfri í garði Sveinshúss. Svolítið illa farin, ekki út af vinnunni minni heldur vegna þess að það var greinilega engin ætl- un Sveins að varðveita þessa mynd. Þetta finnst mér vera eitthvert teikn um það að við séum á réttri leið.“ Barátta við höfuðskepnurnar Sveinssafn er til húsa í Sveinshúsi sem stendur upp af Grænavatni í Krýsuvík. Húsið hafði Sveinn til af- nota fyrir listsköpun sína um árabil. Sveinssafn var stofnað árið 1997 í kjölfar andláts listamannsins og er því 20 ára í ár. „.Í vetur háði húsið gríðarleg bar- áttu við jörð, vatn og vind. Svo hafði verið kveikt í Krýsuvíkurkirkju, megin orkuveri safnsins, og þá vor- um við komin með eldinn í fangið og þar af leiðandi allar höfuðskepn- urnar fjórar. Kannski er þá eitthvað rétt í því þá að taka landið svona sterkt inn, Maddonnuna sem liggur í landinu og steina landsins Við fáumst við landið og þessi öfl í kring- um okkur í sýningunni.“ Opið verður í Sveinshúsi fyrsta sunnudag í mánuði yfir sumarmán- uðina frá kl. 13.00 til 17.30 og fyrir hópa á öðrum tímum eftir sam- komulagi. Leiðsögn og kaffiveit- ingar fylgja á opnunardögum. Mun sýningin standa til ársloka 2018. „Teikn um það að við séum á réttri leið“  Ný sýning á verkum Sveins Björnssonar opnuð í Sveins- safni í Krýsuvík á morgun  20 ár liðin frá stofnun safnsins Upphenging Erlendur Sveinsson önnum kafinn við upphengingu sýning- arinnar í safninu sem tileinkað er list föður hans, Sveins Björnssonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.