Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Sænska ungstjarnan og gítarleik-
arinn Susanna Risberg leikur á
sumartónleikum veitingahússins
Jómfrúarinnar í Lækjargötu í dag
ásamt Eirik H.J. Lund sem leikur á
kontrabassa og Jonathan Lund-
berg trommuleikara.
„Þetta kemur í gegnum samstarf
okkar á Jómfrúnni við fyrirbæri
sem heitir Jazz i parken í Svíþjóð,“
segir Sigurður Flosason, tónlistar-
maður og umsjónarmaður sumar-
tónleikanna. „Þeir skipuleggja
djasstónleika í almenningsgörðum
þar, sem er reyndar skemmtilegt
fyrirbæri. Ég er nýlega búinn að
spila sjálfur á slíkum tónleikum
hjá þeim í Stokkhólmi, fyrir 1.300
manns í garði um síðustu helgi.
Við skiptumst eiginlega á því þau
senda okkur tónlistarmann á
móti.“
Susanna Risberg er upprennandi
tónlistarmaður sem hefur notið
nokkurra vinsælda og gefið út
tvær hljómplötur. „Þetta er ung
kona, framarlega í yngri kynslóð-
inni í Stokkhólmi,“ segir Sigurður.
„Hún spilar svona djass með rokk-
áhrifum og lýrísku yfirbragði.
Þetta er músík sem er bæði nú-
tímaleg og aðgengileg í senn.“
Sigurður segir ekki erfitt að fá
hæfa tónlistarmenn til að spila á
tónleikunum í tónleikaröðum
Jómfrúarinnar hvert sumar.
„Miklu færri komast að hjá okkur
en vilja. Það er aldrei sama pró-
grammið tvö sumur í röð. Margir
hafa oft komið fram á tónleikunum
í gegnum árin en það eru alltaf
einhverjir nýir á hverju ári sem
hafa aldrei komið. Þeir þekktu og
minna þekktu; þeir ungu og
gömlu; Íslendingar og einstaka út-
lendingar sem stelast með inn.
Þetta er rosalega skemmtilegt fyr-
irbæri og vel tekið í það af Reyk-
víkingum, allavega ef veðrið er
miðlungsgott og upp úr.“
Mæta með regnhlífar og teppi
Sigurður hefur staðið fyrir tón-
leikum á Jómfrúartorgi í tvo ára-
tugi og segir stemninguna þar
jafnan hafa verið góða en hún
breytist þó þegar leikið er úti.
„Stemningin er svolítið öðruvísi ut-
andyra, sérstaklega ef veðrið er
gott. Þá er skemmtilegur fílingur.
Að sjálfsögðu kemur fyrir að veðr-
ið sé slæmt. Þá kemur færra fólk
en sumir áheyrendur eru ótrúlega
þrautseigir; mæta með regnhlífar
og teppi. Það er alveg hægt að
hafa það fínt þannig líka.“
Tónleikarnir með Susönnu Ris-
berg-tríóinu standa frá kl. 15 til 17
í dag og aðgangur er ókeypis.
Lýrískur rokkdjass
Sænska tónlistarkonan Susanna Ris-
berg á sumartónleikum Jómfrúarinnar
Ungstjarna Susanna Risberg leikur á sumartónleikum Jómfrúarinnar.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Á Skálholtshátíð í ár er þess sér-
staklega minnst að 500 ár eru liðin
frá upphafi siðbótarinnar, sem Mar-
teinn Lúter hratt af stað þegar hann
mótmælti sölu aflátsbréfa í október
1517. Klukkan 16 í dag, laugardag,
hefjast hátíðartónleikar í Skálholts-
kirkju undir stjórn Benedikts Krist-
jánssonar tenórs og Jóns Bjarnason-
ar orgelleikara þar sem flutt verður
kantata eftir Johann Sebastian Bach
sem byggð er á sálmi Lúters „Erhalt
uns Gott bei deinem Wort“ eða
„Halt oss, Guð, við þitt hreina orð“.
Auk Benedikts koma fram þau
Hildigunnur Einarsdóttir altsöng-
kona og Oddur Arnþór Jónsson
bassi. Skálholtskórinn syngur svo
upphafs- og lokakór.
„Hvergi betri hljómur“
„Benedikt er í rauninni aðal-
sprautan í verkefninu. Hann býr í
Berlín og hefur atvinnu af því að
ferðast milli heimshorna og syngja í
uppsetningum á mörgum stærstu
verkum kirkjutónbókmenntanna,“
segir Jón. Sjálfur hefur Jón verið
organisti í Skálholtskirkju frá árinu
2009. Á þeim tíma hefur hann haft
aðkomu að sumartónleikum Skál-
holts á hverju ári og hjálpað gestaf-
lytjendum á tónleikunum að aðlaga
tónlist sína sunnudagsmessunni.
„Það er eiginlega hvergi betri
hljómur en í þessari kirkju.Stærsta
atriðið á tónleikunum er kantata
Bachs, sem hann samdi árið 1725 við
texta sem óþekktur samstarfsmaður
hans orti út frá sálmi Lúters,“ held-
ur Jón áfram. „Fyrst ætlum við þó
að gera svolítið skemmtilegt: Bene-
dikt verður með kynningu á stíl-
brögðum Bachs og tekur sýnishorn
úr verkum hans til þess að fólk átti
sig á hverju Bach er að reyna að ná
fram. Við viljum að fólk átti sig á því
hvað hann gerir í tónlistinni til þess
að ná fram áhrifum í samhengi við
orð og merkingu textans. Það er
mjög skemmtilegt að hafa svona
dæmi fyrir áheyrendur sem hafa
kannski ekki áttað sig á því hvað
gengur á. Það er gömul og góð hefð
að vera með svona kynningar áður
en byrjað er að spila verkið.“
Tyrkjamorð verður
fjandamorð
Jón segir flutninginn á kantötu
Bachs eftir texta Lúters verða há-
punkt tónleikanna en þó verði ýmis
önnur atriði flutt. „Það verður tekið
lag sem Róbert Abraham Ottósson
útsetti, „Guð, helgur andi“, og svo
verðum við með aðra kafla úr Bach,
t.d. „Slá þú hjartans hörpustrengi“.
Við völdum auðvitað Lúterskantöt-
una vegna þess að nú er Lútersár.
Þessi kantata eftir hann Lúter er
númer 126 af nærri 200 sem hafa
varðveist eftir hann. Benedikt er
einmitt nýbúinn að taka þátt í hljóð-
ritun á henni fyrir upptöku-
fyrirtækið Carus, og er hún nýút-
komin á geisladiski. Hin verkin sem
við völdum tengjast ekki Lúter en
þau tengjast vissulega Skálholti og
„Heyr himna smiður“ var náttúrlega
frumflutt þar,“ segir Jón.
Aðspurður hvort hann telji tilvís-
anir í samtímastjórnmál í texta Lút-
ers enn eiga erindi við nútímahlust-
endur svarar Jón því að Lúter eigi
alltaf erindi en þó verði auðvitað að
hafa í huga að hann skrifaði inn í
sinn samtíma, eins og önnur skáld.
Textinn hafi reyndar verið ritskoð-
aður frá frumútgáfu Lúters. Sálmur
Lúters hafi upprunalega verið skrif-
aður stuttu eftir að Austurríki tapaði
stríði um Ungverjaland gegn Ottóm-
anveldinu og því hafi páfinn og
Tyrkjaveldið þótt mestu ógnirnar
gegn heimi Lúters á þeim tíma. „Það
er nefnilega búið að taka út orðið
„Türkenmord“ eða Tyrkjamorð.
Orðið papst eða páfi er fjarlægt og
Tyrkjamorð gert að „fjandamorði.“
Þetta var þó ekki mildað svona fyrr
en eftir daga Bachs,“ segir Jón.
Hátíðartónleikar Skálholtshátíðar
verða í dag kl. 16, sem fyrr segir, og
á morgun heldur Jón orgeltónleika
kl. 11 þar sem efnisskráin er samsett
af orgelverkum eftir Bach. „Við und-
irbúning þessa viðburðar ber sér-
staklega að þakka frú Margréti
Bóasdóttur, vígslubiskupsfrú og
verkefnisstjóra kirkjutónlistar, fyrir
ómetanlega aðstoð við að manna
hljómsveitina og aðstoð á kóræfing-
um,“ segir Jón.
Lúter ómar í Skálholti
Verk Bachs eftir texta Marteins Lúters á hátíðartón-
leikum í Skálholtskirkju 500 ár frá upphafi siðbótarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kantata „Stærsta atriðið á tónleikunum er kantata Bachs, sem hann samdi
árið 1725 við texta sem óþekktur samstarfsmaður hans orti út frá sálmi Lút-
ers,“ segir Jón Bjarnason organisti um Skálholtshátíðina í ár.
Þýski bassabarítónsöngvarinn
Andreas Schmidt kemur fram á
fjórðu tónleikum Sumartónleika í
Akureyrarkirkju á morgun kl. 17
ásamt Ingu Rós Ingólfsdóttur selló-
leikara og Herði Áskelssyni org-
anista. Þau munu flytja kirkjulega
tónlist, gamla og nýja, eftir tón-
skáldin Schutz, Bach, Dvorák,
Mendelssohn, Saint-Saëns, Árna
Thorsteinsson og frumflytja nýtt
verk eftir akureyrska tónskáldið
Jón Hlöðver Áskelsson sem var sér-
staklega samið fyrir tríóið og nefn-
ist „Sól ek sá“.
Hjónin Inga Rós og Hörður fóru
til náms í Düsseldorf í Robert Schu-
mann-tónlistarháskólann haustið
1976 þar sem þau kynntust Schmidt
en hann og Hörður voru þá í fram-
haldsnámi í kirkjutónlistardeild, að
því er fram kemur í tilkynningu.
„Hörður hélt áfram með kirkju-
tónlistina á meðan Andreas fór al-
farið yfir í söng og lærði hjá Inge-
borg Reichelt og Dietrich
Fischer-Dieskau. Á námsárunum
mynduðu þau tríó sem kom fram á
tónleikum í Þýskalandi og á Íslandi,
auk þess sem þau komu fram á tón-
leikum í sjónvarpssal íslenska sjón-
varpsins. Mótettukór Hallgríms-
kirkju kom í fyrsta sinn fram á
tónleikum þar sem Andreas
Schmidt söng tvær einsöngs-
kantötur eftir Bach 1982 í kapell-
unni í suðursal Hallgrímskirkju,“
segir í tilkynningunni.
Andreas Schmidt þreytti frum-
raun sína á óperusviðinu sem Mala-
testa í óperunni Don Pasquale eftir
Donizetti árið 1984. Hann hefur
komið fram í flestum þekktustu óp-
eruhúsum heims, La Scala, Covent
Garden og á Metropolitan. Hann er
einnig virtur óratóríu- og ljóða-
söngvari og kenndi við Carl Maria
von Weber-tónlistarskólann í Dres-
den frá 2005 og frá 2010 við Hoch-
schule für Musik und Theater
München.
Raddfagur Andreas Schmidt.
Heimskunnur söngv-
ari í Akureyrarkirkju
Andreas Schmidt á Sumartónleikum