Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 52

Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 52
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 203. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Nafn mannsins sem lést í Gullfossi 2. Lést eftir vinnuslys í Keflavík 3. „Enginn getur bjargað mér núna“ 4. Sýslumaður kyrrsetur eignir …  Hildur Guðnadóttir tónskáld semur tónlist við væntanlega kvikmynd um Maríu Magdalenu sem frumsýnd verður í desember í Bandaríkjunum. Þekktir kvikmyndaleikarar fara með helstu hlutverk í myndinni, þau Roon- ey Mara sem leikur Maríu, Joaquin Phoenix sem leikur Jesú og Chivetel Ejiofor sem leikur Pétur. Kvikmyndin heitir Mary Magdalene og er leikstjóri hennar Garth Davis sem á m.a. að baki kvikmyndina Lion. Hildur hefur verið að gera það gott í Hollywood en hún vinnur um þessar mundir að tónlist við kvikmyndina Soldado sem er framhald kvikmynd- arinnar Sicario sem Jóhann Jóhanns- son samdi tónlist við. Einnig má nefna að „Heyr himnasmiður“, tón- verk Þorkels Sigurbjörnssonar við sálm Kolbeins Tumasonar, í flutningi Hildar, heyrist í tveimur þáttum hinn- ar vinsælu þáttaraðar The Hand- maid’s Tale og einnig annað lag eftir Hildi, „Erupting Light“. Morgunblaðið/Styrmir Kári Semur tónlist við Maríu Magdalenu  David Cassan frá Frakklandi er org- anisti helgarinnar á Alþjóðlegu orgel- sumri í Hallgrímskirkju sem haldið er í samstarfi við Alþjóðlegu orgelkeppn- ina í dómkirkjunni í Chartre í Frakk- landi. Verðlaunahafar fá að launum að halda tónleika á orgelsumrinu og hlaut Cassan fyrstu verðlaun keppn- innar í fyrra. Í dag kl. 12, mun Cassan flytja tónlist eftir G. Händel, J. Sibe- lius og leika spuna og á morgun kl. 17 mun hann leika tónlist eft- ir J.S. Bach, Saint- Saëns, Vierne, Widor, Dupré, Stravinsky og einnig leika spuna. Verðlaunaorganisti í Hallgrímskirkju FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað og úrkomulítið sunnan til, rigning eða súld með köflum vestast, en birtir heldur til inn til landsins. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast norðaustanlands. Á sunnudag Suðlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir degi. Skýjað um landið sunnan- og vestanvert og dálítil væta vestast, en talsverð rigning á Snæfellsnesi um tíma. Léttskýjað að mestu norðan- og austanlands. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast NA-lands. „Í hvert skipti sem hann reimar á sig körfuboltaskóna bætir hann sig í íþróttinni,“ segir meðal annars í um- sögn um landsliðsmanninn Tryggva Snæ Hlinason í Morgunblaðinu í dag. Strákurinn úr Bárðardalnum hefur risið hratt upp á stjörnuhimininn og er eitt ótrúlegasta ævintýri sem íþróttahreyfingin hefur séð, segir Benedikt Guðmundsson. »4 Þekkti bara dráttarvélar en ekki Jón Arnór „Frá því að við mættum þeim síðast hefur okkar leikur orðið mikið betri og við teljum okkur vera með svör við hraða þeirra og sóknarleik,“ sagði Ásmund- ur Haraldsson, aðstoðar- þjálfari íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, fyrir annan leik Íslands á EM í Hollandi gegn Sviss í dag. Ekki er búist við breyt- ingum á liði Íslands. »1,3 Ísland hefur svör- in gegn Sviss Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem heldur áfram á Hvaleyrarvelli um helgina. Hún setti vallarmet í gær þegar hún lauk leik á fjórum höggum undir pari. Hún er samtals með tveggja högga forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ragnhildi Krist- insdóttur. Í karlaflokki eru hins vegar sex kylfingar jafnir í efsta sæti á fimm höggum undir pari vallarins og spennan mikil. »2 Guðrún Brá setti vall- armet á öðrum hring Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eig- andi fyrsta tölublaðs Morgunblaðs- ins í upprunalegu prenti. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóv- ember 1913 og var fyrsta blaðið átta blaðsíður að stærð. Upphafsmað- urinn að stofnun blaðsins var Vil- hjálmur Finsen, en vinur hans og samherji, Ólafur Björnsson, lagði til húsnæði og prentaðstöðu í Austur- stræti. „Langaafi minn, Aðalbjörn Stef- ánsson, hefur líklegast keypt þetta fyrsta tölublað Morgunblaðsins á þrjá aura og ákveðið að geyma það,“ segir Kjartan en hann fann blaðið í dánarbúi frænda síns, Aðalbjörns Aðalbjörnssonar. Aðalbjörn eldri starfaði sem prentari og var m.a. einn stofnenda Gutenberg- prentsmiðjunnar. Aðalbjörn yngri starfaði hins vegar sem verkamaður og bjó alla sína tíð á Skólavörðustíg. Erfitt að meta verðmæti „Pabbi minn tók við þessum gögn- um frá Aðalbirni Aðalbjörnssyni ár- ið 2002 þegar hann lést, en hann fór í raun aldrei í gegnum þau. Þegar ég fór síðan að garfa í þessu dóti í síð- ustu viku fann ég þetta umslag sem stóð á „Dagblöð: fyrstu tölublöð“,“ segir Kjartan en hann fann eintakið af Morgunblaðinu í því umslagi ásamt öðrum fyrstu tölublöðum sem flestöll eru ekki til lengur. „Það kom manni dálítið á óvart að finna þenn- an Mogga innan um allt þetta dót.“ Spurður hvers vegna blaðið hafi verið geymt svona lengi svarar Kjartan að það hafi líklega verið söfnunarárátta, „hann vildi greini- lega geyma þetta, en blaðinu hefur líklega verið lítið flett. Það hefur því í raun verið geymt í þessu umslagi allan þennan tíma.“ Kjartan hefur enn ekki ákveðið hvað gera skal við blaðið, en segist bæði hafa íhugað að selja það og að koma því á safn. Spurður hvort hann vilji ekki eiga blaðið sjálfur segir Kjartan: „Ég eiginlega bara veit það ekki. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvers virði þetta er en ég hef enga hugmynd um það.“ Morgunblaðið ræddi við Ara Gísla Bragason, eiganda Bókarinnar, fornbókaverslunar í Reykjavík, sem sagði að verðið lægi algjörlega í því hversu mikið einhver væri tilbúinn að borga fyrir það. „Það er mjög erf- itt að segja til um hversu mikið er hægt að fá fyrir blaðið og fer það al- gjörlega eftir framboð og eftirspurn en framboðið er að minnsta kosti lít- ið,“ segir Ari Gísli. Fékk fyrsta Moggann í arf  Fannst í um- slagi ásamt öðrum fyrstu eintökum Morgunblaðið/Ófeigur Morgunblaðið Kjartan fann fyrsta tölublað Morgunblaðsins í upprunalegu prenti í dánarbúi frænda síns. Kjartan hefur enn ekki ákveðið hvað gera skal við blaðið, en segist bæði hafa íhugað að selja það og að koma því á safn. Morgunblaðið/Ófeigur Fyrstu eintök Mogginn fannst í umslagi ásamt öðrum tölublöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.