Fréttablaðið - 06.01.2018, Blaðsíða 6
NeyteNdur Lítraverð á bensíni hjá
Costco og Dælunni hefur hækkað
um og yfir 20 krónur frá því um
miðjan ágúst. Þrátt fyrir þessa
hækkun eru þessi tvö fyrirtæki þau
einu, auk valinna sölustaða Ork-
unnar X, sem selja bensínlítrann á
undir 200 krónum í dag.
Opinberar álögur á bensínlítr-
ann hækkuðu um 4,15 krónur um
áramótin vegna hækkunar bensín-
gjalds, sérstaks bensíngjalds og
kolefnisgjalds en Félag íslenskra
bifreiðaeigenda (FÍB) hafði reiknað
út að lítrinn til neytenda myndi
hækka um 5,2 krónur fyrir vikið.
Þessar hækkanir hafa skilað sér í
lítraverðið og hækkað listaverð allra
söluaðila á nýju ári. Mánuðina þar
á undan hafði þróunin sömuleiðis
verið til hækkunar.
Mestar hækkanir hafa orðið
á lítraverði Dælunnar og Costco
þar sem verð frá því í ágúst hefur
hækkað um rúmlega 11 prósent.
Stóru olíufélögin, sem eru almennt
með töluvert hærra lítraverð, hafa á
sama tíma hækkað lítraverðið um
5,3-5,9 prósent.
Fréttablaðið fjallaði um það í
október síðastliðnum að verulega
hefði dregið saman með Costco,
sem þá hafði verið að hækka lítra-
verðið hjá sér, og Dælunni sem á
sama tíma hafði verið að lækka.
Þegar minnstu munaði á verði
þeirra var bensínlítrinn 5,9 krónum
ódýrari í Costco en hjá Dælunni en
dísillítrinn fjórum krónum ódýrari.
Í dag er þessi munur 11,8 krónur á
bensíni en 15,6 krónur á dísil.
Þegar lítraverðið á bensíni var
sem lægst hjá Costco, skömmu
eftir opnun verslunarinnar síðasta
sumar, kostaði lítrinn 166,9 krónur
og hefur því hækkað um 20 krónur
síðan. Meðlimir í Costco hafa þó
á þessum tíma ávallt getað fengið
ódýrasta lítrann á dælustöð versl-
unar risans í Kauptúni.
Í aðdraganda opnunar Costco,
fyrri hluta síðasta árs, lækkuðu
olíufélögin eldsneytisverð hjá sér
nokkuð en frá því í haust hefur
verðið leitað upp á við á ný. Run-
ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri
FÍB, segir hækkanirnar í takt við
sviptingar á heimsmarkaðsverði.
„Um það leyti sem Costco er að
koma inn á markaðinn var heims-
markaðsverðið, umreiknað í kostn-
aðarverð í krónum per lítra miðað
við gengi Bandaríkjadals, um 39-40
krónur en í lok árs var það komið í
kringum 49 krónur.“
Runólfur segir áhrif Costco hafa
verið meiri en sést í skráðu verði
olíufélaganna. „Ódýrari stöðvar
tóku kipp auk þess sem ríkulegri
afsláttarkjör og fleiri afsláttardagar
hafa fylgt í kjölfarið hjá félögunum.“
mikael@frettabladid.is
Ódýrustu bensínlítrarnir
hækkað um tuttugu krónur
Eftir hækkanir um áramótin og mánuðina þar á undan eru nú aðeins þrjú fyrirtæki sem selja bensínlítrann
á minna en 200 krónur. Lítraverð hjá Costco, Orkunni X og Dælunni hefur hækkað um og yfir 20 krónur
síðustu mánuði. Framkvæmdastjóri FÍB segir þróunina í takt við hækkun á heimsmarkaði.
Costco hefur látið finna fyrir sér á eldsneytismarkaði. Býður enn lægsta verðið
en það hefur hækkað um 19 krónur síðustu mánuði. FréttaBlaðið/SteFán
ágúst Október Desember 5. janúar Hækkun
kr.
Hækkun
%
Costco 167,9 171,9 180,9 186,9 19,0 kr. 11,4%
atlantsolía 198,4 199,9 203,9 208,9 10,5 kr. 5,3%
n1 199,9 202,8 206,8 211,8 11,9 kr. 5,9%
Dælan 177,8 180,5 193,7 198,7 20,9 kr. 11,7%
Olís 199,9 202,8 206,8 211,8 11,9 kr. 5,9%
ÓB 198,4 199,9 203,9 208,9 10,5 kr. 5,3%
Skeljungur 199,9 202,8 205,8 210,8 10,9 kr. 5,4%
Orkan 198,3 199,8 203,8 208,8 10,5 kr. 5,3%
Orkan X Skemmuvegi* 177,6 180,6 195,6 196,9 19,3 kr 10,8%
*Mismunandi verð á sölustöðum. Frá 196,9 kr. upp í 200,6 kr.
Þróun 95 okt. bensínverðs Öll verð án afsláttar
eFNAHAGSMÁL „Í mínum huga verð-
ur þessi vetur vetur hagræðingar hjá
mörgum fyrirtækjum,“ sagði Hall-
dór Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins (SA), á hádegisfundi samtakanna
með fjölmiðlum í gær. Fram kom í
máli hans að eftir undraverðan hag-
vöxt á umliðnum árum væri íslenska
hagkerfið að breyta um takt. Hægt
hefði á vexti þess. Eftir ríflega sjö
prósenta hagvöxt á síðasta ári gera
greinendur ráð fyrir þriggja til fjög-
urra prósenta vexti í ár.
„Við fundum fyrir þessu í funda-
herferð SA um landið á haust-
mánuðum síðasta árs þar sem við
ræddum við hundruð manna og tugi
fyrirtækja. Sagan var alltaf efnislega
sú sama: Það hefur gengið vel en við
finnum að launakostnaðurinn er
farinn að taka í,“ sagði hann.
Halldór Benjamín benti á að raun-
gengi á mælikvarða launa hefði
hækkað verulega undanfarin ár og
væri nú álíka hátt og 2007. Hækk-
unin væri til marks um þverrandi
samkeppnishæfni íslenskra útflutn-
ingsgreina. „Ef launaþróunin verður
áfram sú sama næstu þrjú ár eins
og hún hefur verið síðustu þrjú ár
teikn ast upp einhvers konar ómögu-
leiki þar sem íslenskir útflutnings-
atvinnuvegir verða svo gott sem
fullkomlega ósamkeppnishæfir á
erlendri grundu.
Stundum er mikið svigrúm til
launahækkana og stundum lítið.
Nú er það lítið og við verðum að
laga okkur að því. Við höfum farið
í gegnum gríðarlega miklar launa-
hækkanir til alls þorra manna sem
hafa skilað sér nánast að fullu í
vaxandi kaupmætti þar sem verð-
bólga hefur á sama tíma verið lág.
Við getum ekki treyst á þessa aðferð
aftur vegna þess að við verðum ekki
svo heppin aftur.“ – kij
Vetur hagræðingar fram undan að mati Samtaka atvinnulífsins
Ódýrari stöðvar
tóku kipp auk þess
sem ríkulegri afsláttarkjör og
fleiri afsláttardagar hafa fylgt
í kjölfarið.
Runólfur Ólafsson,
framkvæmda-
stjóri FÍB
Við getum ekki
treyst á þessa aðferð
aftur vegna þess að við
verðum ekki svo heppin
aftur.
Halldór Benja-
mín Þorbergsson,
framkvæmda-
stjóri SA
Allir velkomnir á Bílasýninguna í HEKLU í dag!
Frumsýning á nýjum Polo og T-Roc, Octaviu RS245 og Scout, forsala á nýjum Skoda Karoq, veltibíllinn, Annie Mist og ótrúleg
tilboð á nýjum bílum. Komdu í Kaftár með Dunkin’ Donuts og settu í gírinn fyrir nýja árið. Hlökkum til að sjá þig!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
SAMFéLAG Samtök atvinnulífsins
hvetja starfsmenn og stjórnendur
fyrirtækja til að gera gildan sáttmála
gegn einelti, áreitni og ofbeldi, sem
samtökin hafa útbúið, að hluta af
daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru
dregin fram gildi sem minnkað geta
hættu á einelti, áreitni eða ofbeldi á
vinnustöðum, að því er fram kemur
á heimasíðu samtakanna. „Samtök
atvinnulífsins hafa útbúið vegg-
spjöld með sáttmálanum en þau er
hægt að hengja upp í kaffistofum
eða á göngum fyrirtækja til að
minna á mikilvægi þess að tryggja
vellíðan á vinnustöðum, öryggis-
kennd og góðan starfsanda.“ – bg
Sáttmáli gegn
einelti, áreitni
og ofbeldi
HeiLbriGðiSMÁL Heilbrigðisráð-
herra vonar að aukning til sjúkra-
húsa og heilbrigðisstofnana á
landsbyggðinni í nýsamþykktum
fjárlögum verði til þess að laun
hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu
á Akureyri (SAk) hækki og verði til
jafns á við laun á Landspítalanum.
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á SAk
segir hækkunina langt í frá nægja.
Fréttablaðið greindi frá því að
laun hjúkrunarfræðinga á SAk
væru lægri en laun kollega þeirra á
Landspítalanum. Blaðið innti heil-
brigðisráðherra svara um hvort vilji
væri til að breyta þessu og til hvaða
aðgerða ráðherra myndi grípa.
„Mönnunarmál eru eitt af því
mest aðkallandi í heilbrigðiskerfinu
öllu. Það heyrum við alls staðar á
landinu,“ segir Svandís.
Hildigunnur Svavarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á SAk,
segir þá hækkun sem stofnunin fái
á fjárlögum duga skammt. „Miðað
við það sem við lögðum fram þá
þurfum við miklu meira til að laga
þetta að fullu.“ – sa
Ekki nóg til að
hækka launin
6 . j A N ú A r 2 0 1 8 L A u G A r d A G u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð
0
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:1
7
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
C
-C
2
D
4
1
E
A
C
-C
1
9
8
1
E
A
C
-C
0
5
C
1
E
A
C
-B
F
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K