Fréttablaðið - 06.01.2018, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 06.01.2018, Blaðsíða 92
af ljóðaþýðingum Kristjáns Árna- sonar allt frá fornkvæðum Grikkja og Rómverja til nýstárlegri samtíma- ljóða, auk nokkurra frumsaminna ljóða Kristjáns. Frábær bók sem of lítið hefur farið fyrir í flóðinu en á þó efalítið eftir að eiga langa lífdaga. En gróskan í ljóðlistinni er þó ekki síst hjá ungum skáldum. Starf Meðgönguljóða, þegar það var hvað kröftugast, leikur þar efalítið stórt hlutverk en þar hafa fjölmörg ung skáld fundið bæði vettvang og stuðn- ing á undanförnum árum. Eitthvað sem getur reynst ómetanlegt fyrstu skrefin fram á ritvöllinn. Ungu skáld- in virðast einnig mörg eiga það sam- eiginlegt að hafa setið á skólabekk í ritlistinni innan Háskóla Íslands og á meðal þeirra virðist gæta mikilla áhrifa frá Sigurði heitnum Pálssyni og er það vel enda ljóðið kjarni tungumálsins og bókmenntanna svo vísað sé til orða skáldsins. Þrátt fyrir allar hrakspár þá er það samt svo að ljóðið einfaldlega lifir og lifir og lengi lifi ljóðið! Þýðingasafnið stækkar Annað sem er íslenskum bókmennt- um og bókmenntaunnendum mikil- vægt og á vonandi eftir að lifa lengi eru þýðingar. Vandaðar þýðingar á bæði á sígildum snilldarverkum og nýjum ferskum bókmenntum utan úr hinum stóra heimi margfalda stærð heimsins fyrir alla áhugasama lesendur og höfunda. Að þýða góðar bókmenntir felur í sér mikla áskorun og glímu við tvö tungumál sem er örmáli á borð við íslenskuna gríðar- lega mikilvægt. Miðað við smæð samfélagsins erum við Íslendingar í raun ágætlega stödd hvað varðar snjalla þýðendur og afköst þeirra snjöllustu eru líka með talsverðum ólíkindum. Bless- unarlega hafa flestir útgefendur áttað sig á því að jólabókaflóðið er ekki endilega besti tíminn til þess að gefa út vandaðar bókmenntaþýðingar. Útgáfa þýddra verka dreifist því betur yfir árið og fjölbreytnin virðist vera að aukast með hverju árinu. Til marks um þessa fjölbreytni má t.d. horfa til þeirra verka sem eru tilnefnd til Íslensku þýðingarverð- launanna í ár. Þar er að finna sígild meistaraverk á borð við Walden eða Lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau, í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonar- dóttur, Veisla í greninu efir Juan Pablo Villalobos, í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur, ljóðabókina Sorgin í fyrstu persónu efir Ko Un, í þýðingu Gyrðis Elíassonar, Orlandó eftir Virginíu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur, og loks Doktor Proktor eftir Jo Nesbö í þýðingu Jóns Stefáns Kristjánssonar. Klassík, sam- tímabókmenntir, ljóð, barnabók- menntir. Allt er þetta óendanlega mikilvægt fyrir framgang og þroska íslenskra bókmennta sem og mikil- vægur liður í að vernda og viðhalda íslenskunni. Á árinu fengu íslenskir lesendur reyndar einnig aðra snilldarþýð- ingu á verki eftir Virg- iniu Woolf en Mrs. Dalloway kom út í þýðingu þess snjalla þýðanda Atla Magnús- sonar. Að auki getur að líta fyrsta flokks samtímabókmenntir á lista yfir nýjar þýðingar á borð við Kalak eftir Kim Leine í þýðingu Jóns Halls Stefánsson- ar, Hnotskurn eftir Ian McEwan í þýðingu Árna Óskarssonar, Barna- gælu eftir Leïlu Slimani, í þýðingu Friðriks Rafns- sonar, Grænmetisætuna eftir Han Kang, í þýðingu Ingunnar Snædal, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Eitt er víst að gróskan í þýðingum er umtals- verð og í raun til marks um að íslenskir lesendur vilja hafa aðgang að sem breiðustu safni gæðabókmennta á íslensku. Þetta er safn sem stækkar blessunarlega frá ári til árs. Að lesa meira og meira Talandi um grósku og þörf fyrir aðgang að úrvali vandaðra bók- mennta þá koma barna- bókmenntirnar upp í hugann. Þrátt fyrir að fjöldi bóka fyrir börn og unglinga komi út á hverju ári, mikill meirihluti í aðdraganda jóla, þá er samt þörf á að gera betur. Barna- og unglingabækur eru oft fljótlesnar og dug- legustu lestrarhestarnir mjög afkastamiklir. Auk þess er hér verið að sinna afar breiðum og ólíkum hópi lesenda, þar sem yngsti og elsti hluti hópsins eiga í raun ekkert sameiginlegt, þannig að fjöldi útgefinna titla segir litla sem enga sögu. Ef litið er á þær ljómandi fínu bækur sem eru til- nefndar til Íslensku bók- m e n n t a v e r ð l a u n a n n a sést þessi breidd eða öllu heldur þessi vandi glögg- lega. Skrímsli í vanda, eftir Elísu Jóhannsdóttur höfðar til barna sem eru að byrja að lesa eða jafnvel yngri. Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson er ætluð krökkum á barna- skólaaldri. Er ekki allt í lagi með þig? Eftir Elísu Jóhannsdóttur og Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur höfða til unglinga. Og loks er það hin bráð- skemmtilega Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygering sem gæti helst flokkast sem fræðandi skemmtiefni fyrir alla fjölskylduna. Með því að horfa til aðeins þess- ara fimm bóka sést vel hversu þörfin fyrir fjölbreytta og öfluga útgáfu er mikil af þeirri einföldu ástæðu að krakkar vaxa upp úr lesefni. En ef þau ítrekað upplifa að þau hafi ein- faldlega „ekkert að lesa sem þau langar til þess að lesa“ er hætt við að þau snúi sér að öðru. Þess vegna er líkast til ekkert eins mikilvægt fyrir bókmenningu Íslendinga og að við förum að sinna þessum lesendum af mun meiri krafti og alvöru og til þess að slíkt eigi að ganga upp þurfa stjórnvöld að taka þátt. Þessi vandi blasir til að mynda við þegar kemur að útgáfu á bóka- röðum fyrir bæði börn og ungl- inga. Stuðningurinn dugir ekki til þess að útgefendur hafi undan og ungu lesendurnir næla sér í næstu bækur á ensku eða hætta að lesa. Á sama tíma má sjá hversu ótrúlegum árangri höfundur eins og Gunnar Helgason hefur náð með því að sinna sínum lesendum frá ári til árs. Bækur Gunnars jafnvel fylgja hans helsta lesendahópi aldurslega með því að viðfangsefnin taka mið af aldri og þroska hans dyggustu lesenda. Árangurinn hefur líka ekki látið á sér standa og það eru eflaust ófá ungmennin sem eiga lestrarkunn- áttu sína og færni Gunnari mikið að þakka. Að lesa meira og meira er nefnilega lykillinn að svo ótrúlega mörgu í nútímasamfélagi og þessu þurfa stjórnvöld að átta sig á. Til gagns og gamans Það er mikil og sterk ævisagnahefð á íslenskum bókamarkaði en það er þó sitthvað sem bendir til þess að breytingar séu að eiga sér stað. Ævi- sögum stjórnmálamanna og annarra áberandi einstaklinga úr þjóðlífinu virðist fara fækkandi á sama tíma og ævisögum rithöfunda og jafnvel fleiri listamanna, byggðum á ævi þeirra og þeirra nánustu, fjölgar jafnt og þétt. Hvort þetta er jákvæð eða nei- kvæð þróun er svo auðvitað smekksatriði en bókmennta- lega séð hvarflar nú óneitan- lega að manni að þetta sé frekar til bóta. Það hefur í hið minnsta oft verið erfitt að verj- ast þeirri tilfinningu við lestur ævisagna stjórnmálamanna að þær þjóni einkum þeim til- gangi að skrifa þeirra útgáfu af sögunni. Í þannig bókum er oft ekkert síður forvitnilegt að skoða hvað er ekki þar að finna en það sem stendur á síðunum. Það á þó svo sannarlega ekki við fjölskyldusögu rit- höfundarins Mikaels Torfa- sonar þar sem ekkert er dregið undan. Hið sama má mögulega segja um bók Jóns Gnarr, Jóka, um ævi eiginkonu hans og einn- ig koma upp í hugann nokkrar magnaðar þýðingar. Hvort hér eru á ferðinni áhrif frá erlendum höfundum á borð við Karl Ove Knausgaard verða aðrir að segja til um en þetta er í það minnsta for- vitnileg þróun. Útgáfa hvers kyns forvitnilegra fræðibóka er bæði mikil og fjölbreytt þrátt fyrir þröngan markað. Þessi verk eiga það þó alla jafna sam- eiginlegt að vera síður bundin af jólabókaflóðinu og útgefendur mættu gjarnan hafa í huga að fyrir þessar bækur er jafnvel betra að koma út á öðrum árs- tíma. Stofuhiti Bergs Ebba er gott dæmi um slíka vel heppnaða útgáfu að sumri til á góðri bók sem skoðar samfélag okkar með nýstárlegum og skemmtilegum hætti. Sagnfræði og náttúru- vísindi eru reyndar oftar en ekki fyrirferðarmest í þessari útgáfu enda áhugi leikmanna umtals- verður á þessum fræðum og þess er óskandi að framhald verði á þeirri þróun að út komi aðgengi- legar bækur um forvitnileg fræði sem nýtast bæði sérfróðum sem leikmönnum. Bækur sem eru rétt eins og allar góðar bækur eiga að vera; lesendum sínum til bæði gagns og gamans. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A ↣ 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r40 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :1 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A C -B 8 F 4 1 E A C -B 7 B 8 1 E A C -B 6 7 C 1 E A C -B 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.