Fréttablaðið - 06.01.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.01.2018, Blaðsíða 24
Hvort sem undir er stóll eða dívan þá vita allir að leikfimi er heilsubót. Fjöl-margt er í boði fyrir þá sem vilja bæta heilsu sína og taka upp nýjan lífsstíl, allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En það er ekki nóg að reima á sig skóna og hendast í span- dex, það þarf að huga að ýmsu til að ná góðum árangri. Hrafnhildur Halldórsdóttir, einkaþjálfari í World Class, hefur mikla reynslu af því að taka á móti fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt. „Ég mæli með því að fólk fái sér einkaþjálfara þegar það er að koma í fyrsta sinn í líkams- rækt eða að byrja aftur eftir nokkra fjarveru. Margir eru óöruggir og kunna ekki á lóðin og fara því beint í brennslu og enda jafnvel á því að ofgera sér. Lykilatriðið er að fólk ætli sér ekki of mikið, taki ekki janúar- sprengjuna á allt, breyti mataræði, hætti að drekka og reykja og fari að hreyfa sig reglulega. Langskynsam- legast er að taka eitt í einu, byrja á hreyfingu og ná tökum á henni þá fylgir hitt oftast á eftir.“ Líkamsrækt er ekki óháð tísku- sveiflum frekar en annað, einu sinni var eróbikk vinsælast og svo fóru allir í spinning og í jóga. En hvað skyldi vera aðalmálið þetta árið? Linda Hilmarsdóttir, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, segir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í líkamsræktarstöðvum landsins, fjölbreytnin sé gífurleg. „Við erum mikið að vinna með HIIT-lotuþjálf- un, það er feikivinsælt, tímarnir eru stuttir og henta því fólki sem hefur lítinn tíma en vill vera í góðri þjálf- un. Æfingarnar eru í lotum þú gefur þitt besta í 30 sekúndur og hvílir svo í 15 sekúndur, allir eru með púls- mæla og get því fylgst vel með eigin ástandi og gefið í eða dregið úr eftir þörfum.“ Heitt er heitast Æfingar í upphituðum sal hafa notið mikilla vinsælda og virðist ekkert lát vera á. „Við finnum greini- lega fyrir mikilli aðsókn í heitu tímana okkar, en þeir virðast henta þeim sem þurfa að ná sér eftir veik- indi eða eru með stoðkerfisvanda- mál,“ segir Linda. Í sama streng tekur Hrafnhildur og segir að heitir tímar og HIIT-þjálfun sé það sem er í tísku í dag. „Það er svo margt í boði í dag og mér finnst æðislegt að sjá hvað fólk hefur úr miklu að velja. En ég myndi segja að allt sem heitir Hot sé voða inn í dag, Hot jóga, Hot fit, Hot flex. Síðan er fólk mikið farið að fara í HIIT með lóðum og keyrir pró- grammið fjórum sinnum í gegn. Það er frábær blanda af þoli og styrk. Crossfitið heldur vinsældum sínum sem og æfingar með ketilbjöllum.“ Síbreytileg matartíska Þeir sem ætla að breyta um lífsstíl og taka mataræðið í gegn verða oftar en ekki ráðvilltir og vita ekki í hvorn fótinn á að stíga þegar kemur að því að velja rétta matarkúrinn. „Það eru alltaf einhverjar tískusveiflur í mat- arkúrum, hvort sem það er vegan, LKL, 5:2 eða detox þá er það allt gott og blessað svo lengi sem fólk heldur það út og gerir það að lífsstíl. Allt er samt gott í hófi. Ég legg mikla áherslu á hreinan mat og gott skipulag, það sem verður fólki oft að falli er að það er á hraðferð gleymir að borða og „grípur í eitthvað í leiðinni“ sem er oftst ekki mjög næringarríkt. Besta leiðin til að viðhalda árangri er að taka eitt skref í einu, taka fyrst út hveiti, næst sykur og svo koll af kolli,“ segir Hrafnhildur. Þrátt fyrir tískubylgjur í hreyfingu og mataræði gildir að gera það sem hverjum og einum finnst skemmti- legast og réttast fyrir sig – úr nægu er að velja. astahrafnhildur@frettabladid.is Hvaða líkamsrækt er heitust árið 2018? Möguleikar til að stunda líkamsrækt hafa aldrei verið fjölbreyttari, allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi í líkamsræktar- sölum landsins. Setjum heilsuna í fyrsta sæti. Hrafnhildur Halldórsdóttir einkaþjálfari leggur áherslu á að fólk setji sér raunhæf markmið í líkamsræktinni. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í líkamsræktarstöðvum landsins. l Settu þér raunhæf markmið – ekki klífa allt fjallið í einu l Byrjaðu strax – að hika er sama og tapa l Lífsstílsbreyting tekur tíma- þú verður ekki vegan á einni nóttu l Gerðu það sem þér þykir skemmtilegast – það sama hentar ekki öllum l Hreyfingin skiptir máli – ekki gallinn l Nýttu tæknina í ræktina – notaðu hreyfiapp l Leitaðu til fagaðila – einkaþjálf- arar eru til að nota þá l Hreyfing er besta forvörnin – vinnur á streitu og svefnvanda l Þetta er auðveldara en þú heldur – hrósaðu þér fyrir góðan árangur Markmið og leiðir að góðum árangri í líkamsrækt 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð helgin 0 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :1 7 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A C -E 0 7 4 1 E A C -D F 3 8 1 E A C -D D F C 1 E A C -D C C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.