Fréttablaðið - 06.01.2018, Qupperneq 24
Hvort sem undir er stóll eða dívan þá vita allir að leikfimi er heilsubót. Fjöl-margt er í boði fyrir þá sem vilja bæta
heilsu sína og taka upp nýjan lífsstíl,
allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. En það er ekki nóg að
reima á sig skóna og hendast í span-
dex, það þarf að huga að ýmsu til að
ná góðum árangri.
Hrafnhildur Halldórsdóttir,
einkaþjálfari í World Class, hefur
mikla reynslu af því að taka á móti
fólki sem er að stíga sín fyrstu skref
í líkamsrækt. „Ég mæli með því að
fólk fái sér einkaþjálfara þegar það
er að koma í fyrsta sinn í líkams-
rækt eða að byrja aftur eftir nokkra
fjarveru. Margir eru óöruggir og
kunna ekki á lóðin og fara því beint
í brennslu og enda jafnvel á því að
ofgera sér. Lykilatriðið er að fólk ætli
sér ekki of mikið, taki ekki janúar-
sprengjuna á allt, breyti mataræði,
hætti að drekka og reykja og fari að
hreyfa sig reglulega. Langskynsam-
legast er að taka eitt í einu, byrja á
hreyfingu og ná tökum á henni þá
fylgir hitt oftast á eftir.“
Líkamsrækt er ekki óháð tísku-
sveiflum frekar en annað, einu
sinni var eróbikk vinsælast og svo
fóru allir í spinning og í jóga. En
hvað skyldi vera aðalmálið þetta
árið? Linda Hilmarsdóttir, eigandi
líkamsræktarstöðvarinnar Hress
í Hafnarfirði, segir að allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi
í líkamsræktarstöðvum landsins,
fjölbreytnin sé gífurleg. „Við erum
mikið að vinna með HIIT-lotuþjálf-
un, það er feikivinsælt, tímarnir eru
stuttir og henta því fólki sem hefur
lítinn tíma en vill vera í góðri þjálf-
un. Æfingarnar eru í lotum þú gefur
þitt besta í 30 sekúndur og hvílir svo
í 15 sekúndur, allir eru með púls-
mæla og get því fylgst vel með eigin
ástandi og gefið í eða dregið úr eftir
þörfum.“
Heitt er heitast
Æfingar í upphituðum sal hafa
notið mikilla vinsælda og virðist
ekkert lát vera á. „Við finnum greini-
lega fyrir mikilli aðsókn í heitu
tímana okkar, en þeir virðast henta
þeim sem þurfa að ná sér eftir veik-
indi eða eru með stoðkerfisvanda-
mál,“ segir Linda. Í sama streng
tekur Hrafnhildur og segir að heitir
tímar og HIIT-þjálfun sé það sem er
í tísku í dag. „Það er svo margt í boði
í dag og mér finnst æðislegt að sjá
hvað fólk hefur úr miklu að velja. En
ég myndi segja að allt sem heitir Hot
sé voða inn í dag, Hot jóga, Hot fit,
Hot flex. Síðan er fólk mikið farið að
fara í HIIT með lóðum og keyrir pró-
grammið fjórum sinnum í gegn. Það
er frábær blanda af þoli og styrk.
Crossfitið heldur vinsældum sínum
sem og æfingar með ketilbjöllum.“
Síbreytileg matartíska
Þeir sem ætla að breyta um lífsstíl og
taka mataræðið í gegn verða oftar
en ekki ráðvilltir og vita ekki í hvorn
fótinn á að stíga þegar kemur að því
að velja rétta matarkúrinn. „Það eru
alltaf einhverjar tískusveiflur í mat-
arkúrum, hvort sem það er vegan,
LKL, 5:2 eða detox þá er það allt gott
og blessað svo lengi sem fólk heldur
það út og gerir það að lífsstíl. Allt er
samt gott í hófi.
Ég legg mikla áherslu á hreinan
mat og gott skipulag, það sem
verður fólki oft að falli er að það
er á hraðferð gleymir að borða og
„grípur í eitthvað í leiðinni“ sem
er oftst ekki mjög næringarríkt.
Besta leiðin til að viðhalda árangri
er að taka eitt skref í einu, taka fyrst
út hveiti, næst sykur og svo koll af
kolli,“ segir Hrafnhildur.
Þrátt fyrir tískubylgjur í hreyfingu
og mataræði gildir að gera það sem
hverjum og einum finnst skemmti-
legast og réttast fyrir sig – úr nægu
er að velja.
astahrafnhildur@frettabladid.is
Hvaða
líkamsrækt
er heitust
árið 2018?
Möguleikar til að stunda líkamsrækt hafa
aldrei verið fjölbreyttari, allir ættu að geta
fundið eitthvað við hæfi í líkamsræktar-
sölum landsins. Setjum heilsuna í fyrsta sæti.
Hrafnhildur Halldórsdóttir einkaþjálfari leggur áherslu á að fólk setji sér raunhæf markmið í líkamsræktinni.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í líkamsræktarstöðvum landsins.
l Settu þér raunhæf markmið –
ekki klífa allt fjallið í einu
l Byrjaðu strax – að hika er sama
og tapa
l Lífsstílsbreyting tekur tíma- þú
verður ekki vegan á einni nóttu
l Gerðu það sem þér þykir
skemmtilegast – það sama
hentar ekki öllum
l Hreyfingin skiptir máli – ekki
gallinn
l Nýttu tæknina í ræktina –
notaðu hreyfiapp
l Leitaðu til fagaðila – einkaþjálf-
arar eru til að nota þá
l Hreyfing er besta forvörnin –
vinnur á streitu og svefnvanda
l Þetta er auðveldara en þú
heldur – hrósaðu þér fyrir
góðan árangur
Markmið og leiðir
að góðum árangri í
líkamsrækt
6 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
helgin
0
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:1
7
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
C
-E
0
7
4
1
E
A
C
-D
F
3
8
1
E
A
C
-D
D
F
C
1
E
A
C
-D
C
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
0
s
_
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K