Fréttablaðið - 06.01.2018, Síða 20

Fréttablaðið - 06.01.2018, Síða 20
Laugardagur 12.35 Fleetwood - Leicester Sport 14.50 Man. City - Burnley Sport 16.20 Snæfell - Keflavík Sport 2 17.20 Norwich - Chelsea Sport 20.00 Tourn. of Champ. Golfst. 21.35 Chiefs - Titans Sport 01.15 Rams - Falcons Sport Sunnudagur 13.50 Shrewsb. - West Ham Sport 15.10 Barcelona - Levante Sport 2 15.50 Nott. Forest - Arsenal Sport 18.05 Jaguars - Bills Sport 19.40 C. Vigo - R. Madrid Sport 3 19.45 Haukar - Grindavík Sport 2 21.40 Saints - Panthers Sport 23.00 Tourn. of Champ. Golfst. Vináttulandsleikur S13.00 Þýskaland - Ísland Domino’s-deild karla S19.15 KR - Stjarnan S19.15 Höttur - ÍR S19.15 Tindastóll - Valur S19.15 Keflavík - Þór Ak. S20.00 Haukar - Grindavík Um helgina Þór Ak. - Haukar 74-96 Stigahæstir: Pálmi Geir Jónsson 17, Nino D’Angelo Johnson 15, Hilmar Smári Henn- ingsson 10 - Haukur Óskarsson 21, Breki Gylfason 19, Paul Anthony Jones III 17. Þór Þ. - Grindavík 83-104 Stigahæstir: Halldór Garðar Hermannsson 24, Dj Balentine II 24, Davíð Arnar Ágústs- son 12 - J’Nathan Bullock 19, Ólafur Ólafs- son 18, Dagur Kár Jónsson 17. Nýjast Domino’s-deild karla Liverpool - Everton 2-1 1-0 James Milner, víti (35.). 1-1 Gylfi Sigurðsson (67.). 2-1 Virgil van Dijk (84.) Man. Utd. - Derby 2-0 1-0 Jesse Lingard (84.). 2-0 Romelu Lukaku (90.). Enska bikarkeppnin björn bergmann til rostov landsliðsframherjinn björn berg- mann sigurðarson er genginn í raðir rostov í rússlandi frá norska liðinu molde. Hjá rostov hittir björn bergmann fyrir félaga sinn í íslenska landsliðinu, sverri inga ingason. björn bergmann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við rostov með möguleika á árs framlengingu. skagamaðurinn átti frábært tímabil með molde í fyrra og var þriðji markahæsti leikmaður norsku úrvals- deildarinnar með 16 mörk. Útgefandi: Félagsbústaðir hf., kt. 510497-2799, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík Félagsbústaðir hf. hafa birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 5. janúar 2018 staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Félagsbústaða hf., www.felagsbustadir.is/fjarfestar. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuði og hjá útgefanda í höfuðstöðvum félagsins að Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar um Félagsbústaði hf. og útgáfurammann má finna í grunnlýsingu útgefanda dagsettri 5. janúar 2018. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá grunnlýsinguna staðfesta hjá Fjármálaeftirlitinu. Reykjavík, 6. janúar 2018 Stjórn Félagsbústaða hf. Birting grunnlýsingar Bæklingur fylgir blaðinu í dag Sumarið 2018 er komið Handbolti strákarnir okkar máttu sín lítils gegn evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í stuttgart í gær. lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálf- leik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. markvarslan var heldur ekki viðun- andi. björgvin Páll gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst elí björgvinsson fimm í þeim seinni. sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæst- ur í íslenska liðinu með sjö mörk. aron Pálmarsson og guðjón valur sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heims- met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða arnars Freys arnarssonar í sókninni. línumaður- inn öflugi spilaði ekki vel í leikjun- um gegn svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá. ingvithor@frettabladid.is Strembið í Stuttgart Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sjö mörk- um, 36-29, fyrir Þýskalandi í vináttulandsleik í gær. Varnarleikur og markvarsla var ekki til útflutnings. Vináttulandsleikur Þýskaland 36- 29 Ísland (19-12) Mörk Íslands: Ólafur Andrés Guð- mundsson 7, Aron Pálmarsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Arnar Freyr Arnarsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 4/1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Ómar Ingi Magnússon 1/1, Janus Daði Smárason 1. Varin skot (Hlutfall): Björgvin Páll Gústavsson 3 (14%), Ágúst Elí Björg- vinsson 5 (22%). mUn eKKi verja titilinn serena Williams mun ekki freista þess að verja titil sinn á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Williams eignaðist sitt fyrsta barn í september og er ekki komin í nógu gott keppnisform að eigin sögn. Williams, sem er 36 ára, hefur unnið opna ástralska sjö sinnum og alls 23 risatitla í einliðaleik á löngum og glæsilegum ferli. Patrick Wiencek og félagar í þýska landsliðinu léku lausum hala gegn götóttri íslenskri vörn í leik liðanna í Stuttgart í gær. NoRDiCPHoToS/GETTy 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r20 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 0 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :1 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A C -B 8 F 4 1 E A C -B 7 B 8 1 E A C -B 6 7 C 1 E A C -B 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.