Fréttablaðið - 06.01.2018, Side 26
Straumur ferðamanna er stöðugur niður Skóla-vörðustíg þennan morg-uninn. Ofarlega á holtinu í gulleitu timburhúsi býr Áslaug Friðriksdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
og fjölskylda.
Þegar blaðamann ber að garði
sitja mæðgurnar Áslaug og Þórkatla
við borðstofuborðið, lesa blöðin og
drekka kaffi.
Þórkatla er tuttugu og fimm ára
gömul. Elst þriggja barna Áslaugar.
Tveir synir hennar á fimmtánda og
sautjánda ári halda sér til hlés.
Áslaug var tuttugu og þriggja ára
þegar hún átti Þórkötlu.
Fljótlega kom í ljós að hún var
fötluð. Hún fékk tíð flog og var með
hjartagalla. Hún var send í aðgerð
og var undir eftirliti lækna. „Hún er
greind með mikla þroskaskerðingu
og er á einhverfurófi. Er líka með
lágan vöðvatón. Ég var svo ung þegar
ég átti hana. Ég var að hugsa um það
um daginn að við höfum verið leng-
ur saman en ég ein,“ segir Áslaug frá.
Þórkatla er ánægð með jólagjaf-
irnar sem hún fékk. Og sérstaklega
forláta loðna ljónainniskó. „Ég er
í ljónsmerkinu og öskra stundum
á fólk eins og ljón. Ég fæ stundum
svona ljónatilfinningu sem ég þarf
að passa mig á,“ segir Þórkatla frá.
„Hún verður stundum pirruð og
skammar túristana hér fyrir utan.
Er það ekki Þórkatla? En það hefur
ekki virkað?“ segir Áslaug.
„Það er ekkert hægt, það koma
alltaf nýir og nýir,“ segir Þórkatla.
Vill byltingu í flokknum
Þórkatla vinnur á Ási vinnustofu.
Þegar vinnudegi er lokið fer hún
heim til sín og finnst þá gott að horfa
á Eurovision-keppnir og syngja. „Ég
veit allt um Eurovison,“ segir hún
og Áslaug tekur undir. „Hún er með
þetta allt á hreinu, getur romsað
þessu upp úr sér. Einu sinni bauð afi
hennar henni með sér til Óslóar á
Eurovision.“
„Ég saknaði þín, mamma, ég þurfti
að sitja geðveikt lengi í flugvél.“
„Já, núna bendi ég henni á hversu
þægilegt það er nú að horfa á þessar
keppnir í sjónvarpinu. Það er nefni-
lega mikið vesen að fara á þessar
keppnir, langar raðir og mikið af
fólki. En hún skemmti sér vel.“
Þórkatla mætir oft með mömmu
sinni á fundi og hefur því fengið
ákveðna innsýn í pólitíkina.
„Mig langar að verða lögmaður
Sjálfstæðisflokksins,“ segir hún
ákveðin.
„Nú, það er eitthvað alveg nýtt,“
segir Áslaug.
„Ég vil stjórnarbyltingu í Sjálf-
stæðisflokknum,“ segir Þórkatla og
útskýrir að góðir vinir hennar hafi
stungið upp á þessu embætti fyrir
hana á dögunum enda hafi hún
sterka dómgreind og viti margt um
hvað er rétt og hvað er rangt.
„Þórkatla er auðvitað oft með
mér í minni vinnu. Hún hefur viljað
bjóða sig fram og því er alltaf vel
tekið. Hún bjó til nýtt embætti og var
kosin skemmtistjóri í hverfafélaginu
í Miðbæ og Norðurmýri.
Hún er ekkert alltaf hrifin af Sjálf-
stæðisflokkum. Sér í lagi ef henni
finnst ég vera of stjórnsöm, þá segist
hún ekki munu kjósa flokkinn og
sérstaklega ekki mig,“ segir Áslaug
og brosir.
Mía er krefjandi
Þórkatla hefur sjálf komið sér upp
merkilegu kerfi sem aðstoðar hana
við daglegt líf, hugsanir og ákvarð-
anatöku. Hún styðst við dúkkur og
ofurhetjukarla og ýmsa aðra hluti,
bækur og geisladiska. Hver og einn
hlutur hefur eiginleika sem aðstoðar
hana. Hún kallar hlutina aðstoðar-
liða. Einn þessara aðstoðarliða er
dúkkan Mía sem margir kannast við
úr Múmínálfunum.
„Mía er með mikið skap, er ákveð-
in og gerir alltaf það sem hún ætlar
sér. Þórkatla grípur þessa eiginleika
og þegar Mía er nærri getur hún
ýmislegt sem annars væri ekki mögu-
legt,“ segir Áslaug.
„Mía hjálpar mér. Hún styður mig
og rekur mig áfram. Hún er oft að
skamma mig og ég rökræði við hana.
Stundum verður hún svo þreytandi
að hún þarf að fara,“ segir Þórkatla frá.
„Mía er svo krefjandi og kraftmikil
að hún á eiginlega heima hjá Gabrí-
elu systur en hún er hér núna,“ segir
Áslaug og spyr Þórkötlu hvort hún
vilji ekki ná í Míu og kannski annan
aðstoðarliða, Pétur, og kynna þá fyrir
blaðamanni.
Þórkatla fer upp í herbergið sitt í
þeim erindagjörðum.
„Hún hefur haft fjölbreytt kerfi í
gegnum tíðina. Hver fígúra á sér eigin
rödd og Þórkatla á í samskiptum við
þær. Maður heyrir á morgnana þegar
samskiptin eru byrjuð,“ segir Áslaug.
Nú er Þórkatla komin niður með
dúkkuna Míu og Pétur. Pétur er
geisladiskur, tónverkið Pétur og
úlfurinn.
„Eigum við að segja aðeins frá
Míu?“ spyr Áslaug og Þórkatla kinkar
kolli.
Með skrúfur í fætinum
„Þórkatla fótbrotnaði mjög illa fyrir
tveimur árum. Hún fór í aðgerð og
það þurfti að setja skrúfur í hana.
Þetta var slæmt brot,“ segir Áslaug.
„Ég var að hoppa á trampólíni, það
endaði illa. Ég lenti á stiga og allt,“
segir Þórkatla.
Komst á
fætur með
aðstoð
Míu
úr Múmín-
álfunum
Mæðgurnar Áslaug Friðriksdóttir og Þór-
katla Eiríksdóttir settust niður með blaða-
manni og sögðu frá lífi sínu. Þórkatla er fötl-
uð og reiðir sig á dúkkur og ýmsa aðra hluti í
daglegu lífi. Hver dúkka og hlutur á sér eigin
rödd og eiginleika sem Þórkatla nýtir sér.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Hún finnur Hreinlega
innra líf í Hlutum
sem við gerum ekki. Ég
kalla þetta stundum
bókmenntalega leið-
sögn, sÉrstaklega
þegar um er að ræða
karaktera eins og míu.
Áslaug
↣
Þórkatla fer frjáls ferða sinna og lendir í alls konar ævintýrum. Á dögunum var hún handtekin. Áslaug segist taka ábyrgð á því sem hún leyfir. Frelsið sé dóttur hennar dýrmætt. Fréttablaðið/Ernir
6 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
0
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:1
7
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
C
-D
B
8
4
1
E
A
C
-D
A
4
8
1
E
A
C
-D
9
0
C
1
E
A
C
-D
7
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
0
s
_
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K