Fréttablaðið - 06.01.2018, Side 40

Fréttablaðið - 06.01.2018, Side 40
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús Kristur fæddist. Það stendur hvergi í Biblíunni enda fæðingardagar ekkert endilega taldir mikilvægir en vígsludagar eins og skírnin þeim mun mikil­ vægari. Af þeim sökum var skírn Krists fagnað í upphafi kristni og fundinn til þess hátíðisdagur sem þegar var fyrir hendi og hitti á 6. janúar ár hvert. Það var almennt viðtekið í upphafi kristni að nýta hátíðisdaga sem til voru fyrir, til dæmis voru þær hátíðir sem fagna árstíðum eins endurkomu sólar eða jafndægrum á vori í eldri trúar­ brögðum en í kristni gjarna endurnýttir til að fagna viðburðum í lífi Jesú. Fæðing Krists þótti smám saman vera meira tilefni til fagnaðar og var fundinn staður á hinni fornu sólhátíð 25. desember þar sem sú dagsetning passaði vel við skírnar­ hátíðina sem þegar var fagnað en þá var heimsóknar Austurlanda­ vitringanna líka minnst enda eru það vitringarnir sem koma með jólagjafirnar á þrettándanum í sumum útgáfum af kristni. Nokkur átök voru milli kirkjudeilda þegar sú ákvörðun var tekin að færa fæðingardag Krists og málamiðl­ unin að hafa alla daga milli þessara tveggja dagsetninga hátíðisdaga. Þess vegna höldum við jól í þrettán daga, auk þess sem talan þrettán hefur löngum haft ýmsa merkingu og til dæmis eru þrettán tungl á hverju ári. Á Íslandi var þrettándinn almennur frídagur fram til ársins 1770 og einnig þriðji í jólum, þriðji í páskum og þriðji í hvítasunnu. Danska kónginum fannst heldur mikið af helgi hjá verkalýðnum íslenska og því voru þessir frí­ dagar afnumdir. Margir fagna þó þrettánd anum vel og má segja að hann sé eins konar endaloka­ hátíð, fólk notar tækifærið til að halda síðasta jólaboðið og klára síðustu smákökurnar, sest niður og nýtur jólaskreytinganna og trésins áður en allt er tekið niður og sett í geymsluna til næstu jóla og svo er líka algengt að klára það sem hófst á gamlárskvöld, sprengja síðustu flugeldana, halda brennu þar sem bæði eru brennd burtu jólin og Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Upphafshátíð hversdagsins Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór, segir í jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum en þá fór Kertasníkir aftur upp á fjöll og jólunum þar með formlega lokið. Nú hefst hið daglega líf að nýju. Jólasveinar, álfar og tröll heimsækja gjarna þrett ándabrennur til að kveðja áður en hversdagurinn tekur við að nýju. gamla árið og strengja heit sem er miklu auðveldara að halda þegar smákökurnar eru búnar og hátíða­ höldum linnir. Ýmis þjóðtrú sem tengist nýárs­ nótt er líka talin eiga við á þrettánd­ anum. Þá er talað um að selir fari úr hömum sínum, álfar flytji búferlum og kýr tali mannamál. Mönnum er ekki ráðlagt að vera á ferli þar sem þessar athafnir eiga sér stað því þá geti þeir orðið ærir. Sem er ekki ólíkleg skilgreining á hegðun þess sem segist hafa verið að spjalla við kýr. Það tíðkast á mörgum stöðum á Íslandi að halda veglega upp á þrettándann og munu þrettánda­ brennur loga víða í kvöld. Búast má við að álfar og huldufólk láti sjá sig á kringum þær, jafnvel jólasveinar og foreldrar þeirra. Og fjöldi Íslendinga sem vilja kveðja jólin með stæl og fagna komu hversdagsins. Krydd fyrir VEGAN matreiðsluFiesta de Mexico hentar frábærlega á allt grænmeti. Arabískar nætur er sjö kryddablandan ættuð frá Líbanon í grænmetisrétti Reykt paprika bítur aðeins en er góð í marga grænmetisrétti. Eðalsteik og grillblandan er góð fyrir tofusteikina. Fiskikrydd er gott í grænmetis-súpur- og rétti. Lamb Islandia er frábært á alla kartöflurétti og á kjúklingabaunarétti. Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Benda skal á að öll stök krydd henta í VEGAN matreiðslu s.s. origano, basilikum, steinselja og fleiri. Töfrakryddið og Ítalskt panini henta ekki í VEGAN matreiðslu því þau innihalda ostaduft. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . JA N úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :1 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A D -2 5 9 4 1 E A D -2 4 5 8 1 E A D -2 3 1 C 1 E A D -2 1 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.