Fréttablaðið - 06.01.2018, Qupperneq 58
Fósturfræðingur við IVF klíníkina
Reykjavík
Við viljum bæta við okkur starfsmann á rannsóknastofuna á
IVF klíníkina Reykjavík. IVF klíníkin Reykjavík er einkarekin
deild sérhæfð í rannsóknum og meðferðum á ófrjósemi.
Við framkvæmum meðal annars tæknisæðingar, glasa-
frjóvganir og smásjárfrjóvganir. Við vitum að meðferð sem
mætir þörfum sjúklingana og tekur tillit til bæði líkamlegra
og sálrænna þátta er forsenda þess að ná besta mögulega
árangri.
IVF klíníkin Reykjavík er rekin af IVF Sverige sem er stærsti
aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum.
Fyrirtækið er samsett af 9 tæknifrjóvgunardeildum í Svíþjóð,
Noregi og Íslandi með 170 starfsmenn.
Verkefni
IVF klíníkin er að leita að nýjum starfsmanni á sérhæfða
tæknifrjóvgunarrannsóknarstofu. Verkefnin sem tilheyra
starfinu eru meðhöndlun eggja og sæðis, ræktun og
meðhöndlun fósturvísa, smásjárfrjóvgun, ásamt frystingu
eggja, sæðis og fósturvísa.
Ert það þú sem við erum að leita að?
Við erum að leita að þér sem ert með líffræði eða lífeinda-
fræði menntun. Þú þarft að að hafa reynslu af frumu-
rannsóknarstofu og frumuræktunum og helst af öllu hefurðu
reynslu eða menntun á sviði tæknifrjóvgana.
Vinnan okkar er teymisvinna og því er mjög mikilvægt að
þú hafir mjög góða samskiptahæfileika og njótir þess að
vinna með öðrum. Fyrir þér eru gæðastarf og nákvæmni
sjálfsagðir hlutir og þú ræður við að vinna skilvirkt og af
yfirvegun á álagstoppum. Þú hefur ríka ábyrgðartilfinningu,
þjónustulund og metnað til að sinna markmiðum deildar-
innar um stöðugt betri starfsemi í þágu sjúklinganna.
Vinnutími
80-100% starf samkvæmt samkomulagi sem unnið er frá
8-16 á virkum dögum ásamt helgarvinnu 1-2 helgar í mánuði.
Í fyrstu verður ráðið til reynslu í 6 mánuði.
Umsóknir
Sendu okkur umsókn á Þóris Harðarsonar
(thorir.hardarson@fertilitetscentrum.se) og segðu okkur frá
hversvegna þú sækist eftir starfinu og láttu starfsferilsskrá
fylgja með. Umsóknarfrestur er til 21 janúar og viðtöl fara
fram í framhaldi af því.
Iðjuþjálfi
Hefur þú áhuga á að vinna við félagsstarf aldraðra?
Við á Sólvangi óskum eftir að ráða iðjuþjálfa til starfa í
80-90% starfshlutfall.
Staðan er laus frá og með 1. apríl en kostur ef starfsmaður
getur byrjað fyrr.
Hlutverk:
• Sjá um og skipuleggja dægradvöl aldraðra
• Hafa yfirumsjón með félagsstarfi íbúa hjúkrunar-
heimilisins
• Eiga í samstarfi við félagsþjónustu Hafnarfjarðar
og heimahjúkrun
Hæfnikröfur:
• Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
• Reynsla af félagsstarfi aldraðra kostur
• Góð samskiptahæfni
• Skipulögð vinnubrögð
• Sveigjanleiki og metnaður í starfi
Sólvangur er rótgróið hjúkrunarheimili í fallegu hverfi sem
mun taka á sig nýja mynd haustið 2018 þegar nýtt hjúkrun-
arheimili verður tekið í notkun.
Það eru því spennandi tímar framundan. Viltu vera með?
Upplýsingar veitir Hildur Björk Sigurðardóttir framkvæm-
dastjóri hjúkrunar á netfanginu hildur@solvangur.is
Karlar jafnt sem konur er
hvött til að sækja um starfið.
kopavogur.is
Kópavogsbær
Kópavogsbær
óskar eftir aðstoðarbyggingarfulltrúa
Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarbyggingarfulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og
áhugavert starf í góðu starfsumhverfi hjá metnaðarfullu sveitarfélagi sem er í mikilli uppbyggingu.
Helstu verkefni
• Yfirfer sérteikningar og hönnunargögn í samræmi við byggingarreglugerð.
• Annast öryggis- og lokaúttektir.
• Annast samskipti við eldvarnar- og heilbrigðiseftirlit.
• Vinnur að áfanga- og stöðuúttektum.
• Er staðgengill byggingarfulltrúa.
• Annast almenna upplýsingagjöf varðandi byggingarmál.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í verk- eða tæknifræði á byggingarsviði.
• Víðtæk og góð reynsla af byggingarmálum.
• Löggildur mannvirkjahönnuður.
• Reynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg.
• Góð tölvufærni
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Frekari upplýsingar
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi háskólafélags.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2018.
Upplýsingar veitir Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi í síma 441-0000 eða í tölvupósti valdimarg@
kopavogur.is
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið
Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
hönnuður
Grafískur
Við leitum að hönnunar snillingi til að ganga til liðs við okkur hjá ELKO.
Starfið felur í sér hönnun og framleiðslu á markaðsefni fyrir ELKO svo sem
ELKO blaðið, auglýsingar, merkingar, efni fyrir samfélagsmiðla, tölvupóst og fleira.
Um er að ræða 100% starf í líflegu og fjölbreytilegu starfsumhverfi.
• Menntun sem nýtist í starfi
• Starfsreynsla við grafíska hönnun
• Góð kunnátta í myndvinnsluforritum,
s.s. InDesign, Photoshop, Illustrator, er skilyrði
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og áreiðanleiki
• Hæfileiki til að vinna í hópi sem og sjálfstætt
Umsóknir ásamt ferilskrá og sýnishorni af verkum óskast
sendar í gegnum ráðningavef ELKO, www.elko.is/storf
Upplýsingar um starfið veitir Bragi Þór Antoníusson, Markaðsstjóri (bragi@elko.is)
Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar
• Uppsetning á auglýsingum
fyrir prent og vefmiðla
• Uppsetning á auglýsingaskiltum
og merkingum í búðir
• Prófarkalestur
• Gæðaeftirlit á markaðsefni
HÆFNISKRÖFUR: ÁBYRGÐ OG VERKEFNI:
0
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:1
7
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
D
-1
6
C
4
1
E
A
D
-1
5
8
8
1
E
A
D
-1
4
4
C
1
E
A
D
-1
3
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
0
s
_
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K