Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Kristján fór langt aftur í sög- unni í ræðu sinni þar sem hann talaði m.a. um upphaf stéttar- félaga á Íslandi og það sem þau boðuðu. Talaði hann um hve erfiðlega gekk að stofna Verka- lýðsfélag á Suðurnesjum vegna þeirra ósanngjörnu viðbragða sem atvinnurekendur sýndu þegar verkamenn í Keflavík ákváðu að stofna slíkt. „At- vinnurekendurnir mynduðu með sér samstöðu, allt varð að gera til að brjóta félagið á bak aftur m.a. með ofbeldi. Aðfar- arnótt 20. janúar 1932 var ráð- ist inn í hús eitt í Keflavík og formaður félagsins Axel Björnsson sem var gestkom- andi tekinn höndum og fluttur nauðugur á vélbát til Reykja- víkur, var honum hótað öllu illu ef hann léti sjá sig aftur Keflavík“. Það var svo 28. desember 1932 að saman komu 19 verkamenn til fundar í samkomuhúsinu Skyldi. Tilgangur fundarins var að stofna verkalýðsfélag og eft- ir langan og strangan fund var það samþykkt. Með árunum tók félagið að efl- ast og hafði það forgöngu að ýmsum málum, s.s. að krefjast að kosningar yrðu leynilegar, að stofnun Byggingafélags verkamanna árið 1942. 1935 stofnaði félagið pöntunarfélag sem síðar varð KRON og enn seinna Kaupfélag Suðurnesja. Á félagsfundum var m.a. rætt um sjúkrahús, verkamanna- skýli, bókasafn, löggæslu, kart- öflugarða og margt margt fleira. Kristján kom einnig inn á það er félagið festi kaup á Víkinni að Hafnargötu 80 en þar eru höfuðstöðvar félagsins. „Óhætt er að segja að Verkalýðs og sjó- mannafélag Keflavíkur og ná- grennis sé mjög lifandi og virkt félag. Það er mikil gróska í öllu starfi, félagið er sterkt og við teljum okkur vera leiðandi á landsmælikvarða með ýmsar nýungar og frumkvæði“, sagði Kristján og bætti því við að starfið hefði ekki alltaf verið dans á rósum og að félagið hefði oft farið aðrar leiðir en heildarsamtökin en það hefði þó alltaf verið gert með hags- muni verkafólks að leiðarljósi. Að lokum sagði Kristján að framundan væru ýmsar hrær- ingar enda hefðu ýmsir váboð- ar atvinnuleysis gert vart við sig. „En erfiðleikarnir eru til að takast á við og sigrast á. Von- andi með samstiltu átaki, góð- um vilja og eldmóði hugsjóna getum við, verkafólk og sjó- menn, fylgt liði og barist gegn óréttlæti og misskiptingu, barist áfram fyrir mannsæmandi lífs- kjörum. Góðir félagar ég læt nú hér staðar numið ég óska okkur öllum til hamingju með daginn“. Ávarpið í heild sinni er á vf.is undir AÐSENT. „Hvernig skyldi hafa verið umhorfs hér á Suðurnesjum fyrir sjötíu árum. Keflavík og Njarðvík voru eitt hreppsfélag og íbúatalan var um 800. Allt snérist um fiskveiðar og fiskvinnslu og öll atvinna var undir sjónum og sjávarfangi komin. Hér var almenn fátækt ríkjandi, þó að það sé ekki miðað við þá mælikvarða sem notaðir eru í dag. Verkafólk var talsvert heppið að hafa atvinnu svona yfirleitt og at- vinnuöryggi var orð sem ekki þekktist“, sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, í ávarpi sínu á 70 ára afmælishátíð félagsins sem haldin var í Stapa 28. desember sl. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 70 áraLeikfélag Kefla-víkur með frum- samið leikrit Leikfélag Keflavíkurfrumsýnir leikritiðRáðalausir menn í janú- ar sem skrifað er og leikstýrt af Keflvíkingnum Siguringa Sigurjónssyni. Siguringi segir að stefnan sé að frumsýna verkið þann 24. janúar næst- komandi. Tveir leikarar koma fram í leikritinu og segir Siguringi að verkið fjalli um tvo unga menn sem séu ráðalausir í kvenna- málum: „Það mætti segja að í verkinu komi fram ákveðin kvennaádeila og ekki síður á- deila á þá sjálfa. Húmorinn felst í sjálfshæðninni sem kem- ur fram hjá þeim sjálfum,“ sagði Siguringi í samtali við Víkurfréttir. Verkið er frum- raun leikstjórans. vf stuttar www.vf.is 2. tbl. 2003 - 24 sidur 8.1.2003 18:22 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.