Víkurfréttir - 09.01.2003, Qupperneq 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Haft var á orði að flugeldasýning Björg-
unarsveitarinnar Suðurnes á þrettánda-
fagnaði í Reykjanesbæ stæði sýningum
Disney’s jafnfætis. Sýningin var ein sú
flottasta sem boðið hefur verið uppá á
þrettándafagnaði í bæjarfélaginu.
Stjörnubjartur himinn var þegar flug-
eldunum var skotið á loft en smá vindur.
Skömmu áður en hátíðarhöldin við Iða-
velli hófust gerði hins vegar þvílíkt úr-
helli að menn óttuðust að hátíðarhöldin
yrðu að skemmtun undir húsgafli, enda
höfðu margir komið sér fyrir í skjóli við
húsin á Iðavöllum. Þrettándabrennan
veitti hins vegar yl og varla er hægt að
kvarta yfir veðrinu þegar hitamælar
sýna 5-6 stiga hita í upphafi árs.
Mögnuð flugeldasýning
Drukkinn maður
datt inn um hurð
Um síðustu helgi barststjórnstöð Öryggismið-stöðvarinnar boð um
innbrot í fyrirtæki á Suður-
nesjum. Öryggisvörður var
kominn á staðinn örskots-
stundu síðar og hitti þar fyrir
dauðadrukkinn mann sem
enga skýringu gat gefið á
ferðum sínum aðra en þá að
hann hafi rekist á hurðina og
hún hafi hrokkið upp og
hann dottið inn.
Við nánari eftirgrennslan kom í
ljós að forráðamenn fyrirtækis-
ins höfðu gleymt að læsa þegar
þeir fóru úr vinnunni, en
mundu eftir því að setja þjófa-
varnarkerfið á.
Ný mynd mánaðarinshefur verið sett upp íKjarna, Hafnargötu
57, í Reykjanesbæ. Eins og
áður hefur komið fram er
hér á ferðinni kynning á
myndlistarmönnum í
Reykjanesbæ á vegum menn-
ingar- íþrótta- og tómstunda-
sviðs bæjarins. Listamaður
janúarmánaðar er Steinar H.
Geirdal.
Steinar H. Geirdal er fæddur í
Reykjavík 4. janúar 1938 og
ólst þar upp. Hann hóf störf hjá
Keflavíkurbæ árið 1972 og hef-
ur búið í Reykjanesbæ síðan.
Steinar lauk námi í húsasmíði
frá Iðnskólanum í Reykjavík
og síðan í byggingarfræði frá
Bygningskonstruktörskolen í
Kaupmannahöfn árið 1966.
Hann vann sem byggingarfull-
trúi hjá Keflavíkurbæ 1972 til
1984 en opnaði þá teiknistof-
una Artik í Reykjanesbæ og
rekur hana ennþá. Steinar byrj-
aði í myndlistarnámi árið 1976
hjá Eiríki Smith í Baðstofunni,
félagi áhugafólks um myndlist
í Reykjanesbæ, og var þar
næstu 10 árin. Hann sótti
einnig ýmis námskeið hjá
Myndlistarskóla Reykjavíkur
frá 1987 og voru kennarar hans
þar m.a. Valgerður Bergsdóttir,
Katrín Briem, Hringur Jóhann-
esson og Daði Guðbjörnsson.
Steinar hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum á veg-
um Baðstofunnar og nemenda-
sýningum á vegum Myndlistar-
skóla Reykjavíkur. Steinar hef-
ur einnig haldið einkasýningar
bæði í Keflavík og Kaup-
mannahöfn. Steinar Geirdal er í
upphafshópi Baðstofunnar sem
hlaut menningarverðlaun
Reykjanesbæjar árið 2002.
Menningarfulltrúi
Steinar H. Geirdal
listamaður mánaðarins
2. tbl. 2003 - 24 sidur 8.1.2003 17:37 Page 10