Víkurfréttir - 09.01.2003, Page 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
H jördís Árnadóttir félags-málastjóri Reykjanesbæj-ar segir að fátækt hjá
vissum hópum sé raunveruleg
staðreynd í Reykjanesbæ. Hjör-
dís segir að stærstu hóparnir
sem leiti til Félagsþjónustunnar
séu þeir sem eiga við félagsleg
vandamál að etja s.s. neyslu-
vandamál tengd vímuefna-
neyslu, þeir sem búið hafa við
langvarandi atvinnuleysi og/eða
veikindi og á síðustu árum hef-
ur bæst í þann hóp barnafólk í
láglaunastörfum, bæði
hjón/sambúðarfólk og einstæðir
foreldrar. Hjördís segist sjá skýr
merki þess að síðastnefndi hóp-
urinn þurfi á aukinni aðstoð að
halda og að það sé mikið á-
hyggjuefni: „Þegar svona um-
ræða kemur upp er nauðsynlegt
að spyrja sig að því út frá
hverju fátæktarmörk eru skil-
greind. Það á ekki að vera stór
hópur í Reykjanesbæ sem hefur
ekki ofan í sig og á vegna þess að
velferðarsamfélagið á að tryggja
að fólk fái aðstoð þegar það t.d.
missir vinnuna, lendir í slysi eða
eitthvað annað sem bjátar á.“
Að mati Hjördísar eru neysluvið-
mið í íslensku samfélagi alltof há
og telur hún að þeim sem lægst
hafa launin sé nánast gert ómögu-
legt að halda í við þessi viðmið:
„Mín tilfinning er sú að á síðustu
árum hafi verið að þróast lág-
launastefna í þessu landi sem gerir
ákveðnum þjóðfélagshópi erfiðara
fyrir að lifa við sömu lífsgæði og
neysluviðmið og meirihluti Íslend-
inga gerir. Ef laun hækka hjá
þessum lægstu hópum þá hækkar
allt í kjölfarið, neysluvara og öll
nauðsynjavara. Það hlýtur að vera
pólitísk ákvörðun að breyta þessu
og stjórnvöld þurfa að axla þá á-
byrgð,“ segir Hjördís.
Hjördís segir að starfsmenn Fé-
lagsþjónustunnar í Reykjanesbæ
finni fyrir meiri fátækt hjá útivinn-
andi foreldrum með börn á fram-
færi: „Við finnum fyrir aukningu
á því að útivinnandi fólk með
barnmargar fjölskyldur leiti til fé-
lagsþjónustunnar vegna erfiðleika.
Það er töluvert um að fjölskyldur
þar sem jafnvel báðir foreldrar eru
útivinnandi og í fjölskyldunni eru
kannski 3-4 börn leiti til okkar
vegna þess að þau geta með engu
móti náð endum saman. Foreldr-
arnir eru þá yfirleitt á lægstu laun-
um og að okkar mati eru þetta oft
erfiðustu málin því þessi hópur á
hvað erfiðast uppdráttar,“ segir
Hjördís og bætir við að þetta hafi
breyst töluvert á síðustu árum:
„Fyrir nokkrum árum var ekkert
um það að launafólk ætti rétt á
framfærslu. En í dag erum við að
fá mál inn á borð til okkar þar sem
fólk er með það lág laun að þau
eru fyrir neðan þau mörk sem
sveitarfélagið setur varðandi fram-
færslu fjölskyldna með visst mörg
börn. Með þessu eru sveitarfélög-
in í raun að hjálpa til við að halda
lánlaunastefnunni við og um leið
veita stjórnvöldum og verkalýðs-
hreyfingunni frest til þess að taka
á vandanum.“
Starfsmenn Félagsþjónustunnar
verða oft varir við það í starfi sínu
að fólk á erfitt með að sætta sig
við að þurfa að leita aðstoðar til
stofnunarinnar en Hjördís segir að
þetta sé að breytast: „Fólk er sem
betur fer orðið meðvitað um þá
aðstoð sem það á rétt á og við
verðum vör við að það hefur
minnkað að fólki finnist það verða
sér til skammar með því að leita
hingað. Auðvitað vill fólk geta
bjargað sér og ég tala nú ekki um
þá sem eru í fullri vinnu.“
Hjördís segir að ábyrgð stjórn-
valda sé mikil og að þau þurfi að
grípa til nauðsynlegra ráðstafana
til að bæta ástandið: „Þær aðgerðir
sem stjórnvöld hafa verið að grípa
til, til að mæta þeim sem minnst
hafa, s.s. með húsaleigubótum og
viðbótarlánum til húsnæðiskaupa
hafa á endanum ekki skilað sér til
þeirra. Það er staðreynd að þegar
húsaleigubótum var komið á þá
hækkaði húsaleigan og leigusalinn
var að fá meira í vasann. Þegar
boðið var upp á viðbótarlánin þá
hækkaði fasteignaverð í kjölfarið
og það má í raun segja að þetta sé
markaðsdrifið og hjálpi ekki því
fólki sem aðgerðunum var upphaf-
lega ætlaðar að ná til. Stjórnvöld
þurfa að fara að skoða það hvaða
aðgerðum sé best að beita og
hvernig þeim verði beitt til að það
skili sér til þeirra sem minnst hafa.
Velferðarkerfið sem við búum í á
að aðstoða fólk sem á erfitt, bæði
tímabundið og til langframa.“
Hjördís segir að það sé erfitt að
koma fram með heildarlausn í
þessum málum en hún hefur á-
kveðnar skoðanir á hlutum sem
koma ætti til framkvæmda strax til
að bæta ástandið: „Það þarf að
hækka lægstu launin til jafns við
þær launahækkanir sem verið hafa
í þjóðfélaginu upp á síðkastið og
um leið þarf að tryggja það að
nauðsynjavörur hækki ekki. Með
því móti væri fólki sem ætti við
erfiðleika að stríða gert kleift að
ná endum saman og vinna að
lausn sinna mála. Slíkar aðgerðir
myndu bæta ástandið til muna,“
segir Hjördís að lokum.
Vill beita sér fyrir stofnun
Mæðrastyrksnefndar á Suðurnesjum
Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík er ávallt áberandi í fjöl-
miðlum fyrir jólin og í ár segja forsvarsmenn nefndar-
innar að aldrei hafi jafn margir leitað á náðir nefndar-
innar. Hjördís Árnadóttir vill beita sér fyrir stofnun
Mæðrastyrksnefndar á Suðurnesjum: „Það hafa verið
uppi þær hugmyndir innan Félagsþjónustunnar að fá
ýmis félög og stofnanir til viðræðna um að koma á fót
sambærilegu líknarfélagi hér á Suðurnesjum og Mæðra-
styrksnefnd í Reykjavík. Ég tel að slíkt líknarfélag eigi
svo sannarlega erindi hingað og tel að slík starfsemi geti
aðstoðað fjölmarga aðila.“
Forseti Íslands gerði fátækt í íslensku samfélagi að
umræðuefni í nýársávarpi sínu en umræða um fátækt
á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum
síðustu misseri. Ýmsir hópar í þjóðfélaginu hafa kom-
ið fram og lýst yfir áhyggjum af stöðu þessara mála
hér á landi. Fyrir jólin var einnig mikil umræða um
starfsemi Mæðrastyrksnefndar og mikilli aukningu á
því að fólk leiti sér aðstoðar hjá nefndinni um nauð-
þurftir. Síðustu daga hafa Víkurfréttir rannsakað hvort
fátækt sé staðreynd í Reykjanesbæ og leitað til fjölda
aðila varðandi málið. Í samtölum sem Jóhannes Kr.
Kristjánsson blaðamaður hefur átt við aðila sem ekki
vilja láta nafn síns getið kemur fram að einhverjir
hópar fólks í Reykjanesbæ há harða lífsbaráttu, t.d.
einstæðar mæður, öryrkjar og í sumum tilfellum úti-
vinnandi foreldrar. Mismunandi skoðanir komu fram í
máli fólks hvernig það skilgreinir fátækt eða eins og
einn aðili sagði: „Það eru til dæmi um það að útivinn-
andi hjón með börn á framfæri eigi ekki til hnífs og
skeiðar og það kalla ég fátækt.“ Annar aðili sagði
það vera staðreynd að sumir kynnu að nýta sér kerfið
og þá möguleika sem það biði upp á varðandi styrki
og sagði þessi aðili að þessi hópur fólks kæmi illu
orði á velferðarkerfið sem bitnaði á þeim sem þurfa á
kerfinu að halda. Flestir viðmælendur Víkurfrétta voru
sammála um það að hækka þyrfti lágmarkslaunin og
reyna með því að bæta kjör láglaunafólks sem lendir í
vandræðum. Einn viðmælenda blaðsins taldi að besta
leiðin væri að bjóða þessu fólki upp á fjárhagsaðstoð
á meðan það menntaði sig. Í Víkurfréttum í næstu
viku verður síðari hluti þessarar umfjöllunar og fjall-
að um þá aðstoð sem Félagsþjónusta Reykjanesbæjar
býður uppá.
FÁTÆKTí Reykjanesbæ
„Þegar svona umræða kemur upp er nauðsynlegt að spyrja
sig að því út frá hverju fátæktarmörk eru skilgreind“
- segir Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar í viðtali við Víkurfréttir.
Málefni einstæðra mæðra hafa oft verið ísviðsljósinu þar sem oft er rætt um harðalífsbaráttu þeirra. Víkurfréttir náðu tali
af einstæðri móður í Reykjanesbæ sem hefur
þrjú börn á framfæri. Hún vill ekki láta nafn síns
getið en er kölluð Linda í þessu viðtali.
Linda býr í leiguhúsnæði og hefur sótt um íbúð í fé-
lagslega kerfinu hjá Reykjanesbæ. Hún segist ekki
búast við að fá íbúð í því kerfi á næstunni: „Mér er
sagt að það losni 20 íbúðir á ári, en ég veit ekki hvort
einstæðar mæður séu í einhverjum forgangshóp. Ég
missi íbúðina mína eftir þrjár vikur og ef ég fæ ekki
félagslega íbúð þá verð ég að freista þess að vera
áfram á leigumarkaðnum,“ segir Linda. Að sögn
Lindu þarf hún að huga að hverri krónu til að ná
endum saman: „Ég er svo heppin að reykja hvorki
né drekka og það sparast miklir peningar á því. Ég
þekki nokkrar einstæðar mæður sem reykja og eru á
djamminu og það fara miklir peningar í það. Þetta er
spurning um að leyfa sér aðeins minna til að geta lif-
að á því sem maður hefur á milli handanna. Þær ein-
stæðu mæður sem vinna fyrir lágmarkslaunum hafa
það verst og þurfa virkilega á aðstoða að halda.“
Linda segir að hún þurfi að neyta sér um ýmsa sjálf-
sagða hluti: „Þetta er bara spurning um það hvaða
viðmið eru uppi í þjóðfélaginu. Ég á til dæmis ekki
bíl, en ég vil eiga bíl því þannig er maður að vissu
leiti frjáls. Það eru að sjálfsögðu kostir og ókostir að
eiga bíl, en ég tel kostina vera mun fleiri. Ég skil-
greini mig ekki sem fátæka því ég á alltaf fyrir mat
og launin mín duga út mánuðinn. En eins og ég
sagði áðan þekki ég einstæðar mæður sem eiga ekki
fyrir mat í lok mánaðar. En ég vil taka það fram að
þannig er það alls ekki með allar einstæðar mæður,“
segir Linda og bætir því við að þetta sé spurning um
lífsgæði: „Þetta er ekkert spurning um það hvort
maður sé sveltandi því þannig er það ekki. Ég vil
hins vegar geta farið með börnin mín til tannlæknis
þegar þau þurfa og alla þessa hluti sem teljast til lífs-
gæða í dag,“ segir Linda. Hún segir að staða sín sé
betri en hjá mörgum öðrum einstæðum mæðrum:
„Ég er með menntun þannig að ég er ekki á lág-
markslaunum og hef það í rauninni ágætt, en ég verð
að fara sparlega með aurana,“ segir Linda að lokum.
- segir einstæð þriggja barna móðir
„Þetta er ekkert
spurning um það hvort
maður sé sveltandi því
þannig er það ekki“
2. tbl. 2003 - bls. 16 og 17 8.1.2003 18:19 Page 16