Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2003, Side 18

Víkurfréttir - 09.01.2003, Side 18
Damon Johnson fékknæstflest atkvæði í net-kosningu byrjunarlið- anna í stjörnuleik KKÍ sem fram fer á Ásvöllum nk. laug- ardag. Hann fékk flest atkvæði Suðurliðsins eða samtals 454 en Friðrik Stefánsson úr Njarðvík og Helgi Jónas Guð- finnsson úr Grindavík voru einnig kosnir í byrjunarliðið. Þá mun Friðrik Ingi Rúnars- son, landsliðsþjálfari og þjálf- ari Grindvíkinga þjálfa liðið. Norðurliðið verður þannig skip- að, atkvæði í svigum: Darrell Flake, KR (466), Magni Haf- steinsson, KR (270), Hlynur Bæringsson, Snæfelli (408), Ei- ríkur Önundarson, ÍR (382), Clifton Cook, Tindastóli (191). Þjálfari er Ingi Þór Steinþórsson, KR. Suðurliðið: Damon Johnson, Keflavík (454), Stevie Johnson, Haukum (337), Friðrik Stefáns- son, Njarðvík (380), Pálmi Sig- urgeirsson, Breiðabliki (271), Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík (225). Þjálfari er Frið- rik Ingi Rúnarsson, Grindavík. 18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Keflavíkurstúlkur byrjuðunýtt ár svo sannarlega veler þær rótburstuðu granna sína úr Grindavík 105:33 um helgina. Leikurinn var aldrei spennandi eins og tölurnar gefa til kynna enda Keflavíkurstúlkur á fljúgandi siglingu og hafa ekki enn tapað leik. Staðan í hálfleik var 57:17 en gestirnir skoruðu aðeins 4 stig í fyrsta leikhlutanum sem verður að teljast afar slakt. Birna Valgarðsdóttir var stiga- hæst í Keflavík með 18 stig en Sonia Ortega átti stórleik, skor- aði 14 stig, stal 10 boltum, gaf 7 stoðsendingar og tók 9 frá- köst.Hjá Grindavík var Stefanía Ásmundsdóttir best með 11 stig og 8 fráköst en þess ber að geta að erlenda stúlkan í liði gestanna lék ekki með. Njarðvík sigraði KR, 71-65, í baráttuleik á sunnudag í Ljóna- gryfjunni eftir að hafa leitt í hálf- leik, 40-36. Krystal Scott átti góðan dag hjá heimastúlkum og skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Auður Jónsdóttir kom næst með 15 stig. Keflavíkurstúlkur eru langefstar í deildinni með 22 stig, Grindavík er í 2. sæti með 14 stig og með sigrinum um helgina komst Njarðvík í 3. sæti með 10 stig. :: Fyrst og fremst Albert Sævarsson, markvörð- ur Grindvíkinga, gæti verið á leið til B68 í Tóftum í Fær- eyjum en liðið varð í 6. sæti í deildarinnar á síðasta tíma- bili. Albert hefur rætt við for- ráðamenn liðsins sem sýndu mikinn áhuga á því að fá piltinn til liðs við sig. Örn Arnarson, sundkappi og íþróttamaður Reykjanesbæj- ar, lenti í 2. sæti í vali á íþróttamanni ársins 2002 sem framkvæmt var af Sam- tökum íþróttafréttamanna. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, leikmaður Njarðvíkinga í körfuknattleik, skráði nafn sitt í metabækurnar milli jóla og nýárs þegar hún lék með íslenska kvennalandsliðinu gegn Englandi á Spuerkeess- mótinu í Lúxemburg. Ingi- björg er aðeins 14 ára gömul og er hún yngsti landsliðs- maður Íslands í hópíþrótt frá upphafi ásamt Helenu Sverrisdóttur úr Haukum. Lee Sharpe, fyrrum leikmað- ur Manchester United, vill fá 400 þúsund fyrir hvern leik sem hann spilar með Grinda- vík í sumar. Grindvíkingar hafa þó ekki gefið upp alla von um að krækja í kappann og mun Sigurður Dagbjarts- son halda til Englands og reyna að ná samningum við hann og einnig til að gefa honum íslenskan fisk í gjöf eins og hann hafði lofað. Spurning hvort hann fái ekki bara borgaðan bónusinn í fiskflökum! Páll Kristinsson, leikmaður Njarðvíkinga í körfu, verður frá vegna meiðsla í um 4-6 vikur en hann lenti í sam- stuði á æfingu liðsins í vik- unni. Á vef UMFN er sagt að Njarðvíkingar krossleggi fing- ur í von um að hann nái sér fljótlega. Morgunblaðið mis- skildi fréttina örlítið og sagði Pál vera meiddan á fingri en hið rétta er að kappinn er meiddur á viðbeini og öxl. Það skyldi þó ekki vera að menn meiðist af því að krossleggja fingur. sport ... alla fimmtudaga! Sendið okkur línu á saevar@vf.is 72 stiga nýárs- sigur hjá Keflavík DAMON JOHNSON MEÐ FLEST ATKVÆÐI SUÐURLIÐSINS 2. tbl. 2003 - 24 sidur 8.1.2003 17:39 Page 18

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.