Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2003, Síða 2

Víkurfréttir - 11.09.2003, Síða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 • Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is • Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is, Sævar Sævarsson, sími 421 0003, saevar@vf.is • Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is • Auglýsingadeild: Kristín Gyða Njálsdóttir, sími 421 0008, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009, jofridur@vf.is • Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is stuttar F R É T T I R Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í haust! B lái herinn hlaut um-hverfisverðlaun Reykja-nesbæjar árið 2003, en Árni Sigfússon bæjarstjóri veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjanes- bæjar í dag. Það var Tómas Knútsson forsvarsmaður Bláa hersins sem veitti viðurkenn- ingunni móttöku og sagði bæj- arstjóri við þetta tilefni að Tómas og Blái herinn hefðu unnið stórvirki í umhverfis- málum á Reykjanesi síðustu ár. Einnig hlaut viðurkenningu Sigurgeir Þorvaldsson sem hreinsað hefur flöskur af göt- um bæjarsins síðustu 20 ár. Rebekkustúka nr. 11 hjá Oddfell- ow hlaut einnig viðurkenningu fyrir sölu á máluðum kústum sem þær selja. Björn Vífill veit- ingamaður á Ránni hlaut einnig viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi Ráarinnar. Í búar í Vogum á Vatnsleysu-strönd sýndu samhug sinní verki með ekkju og þrem- ur börnum Páls Guðmunds- sonar heitins, sem lést af slys- förum þann 29. ágúst sl. Frið- arljós voru tendruð við nær hvert einasta hús í Vogum og á Ströndinni að kvöldi þess dags sem Páll heitinn var jarðsettur. Útför Páls fór fram frá Keflavík- urkirkju en jarðsett var að Kálfa- tjörn á Vatnsleysuströnd. Opnað- ur hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Páls heitins við Sparisjóðinn í Keflavík. Fjöl- skyldan er búsett í Vogum en þeim sem vilja styðja við bakið á eftirlifandi eiginkonu hans og börn er bent á styrktarreikning í Sparisjóðnum í Keflavík 1109- 05-443339. Í dánartilkynningu í Víkurfrétt- um í síðustu viku var nafn yngstu dóttur Páls misritað. Hún heitir Thelma Lind og leiðréttist það hér með og biðjast Víkur- fréttir velvirðingar á mistökun- um. Blái herinn fékk umhverfisverðlaunin Samhugur í verki! Bæjarstjóri veitti umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar 2003. Hér er hann með fulltrúum verðlaunahafa. Kerran tók öll völd S kömmu fyrir hádegi ámiðvikudag í síðustuviku var tilkynnt um bílveltu á Garðvegi móts við kirkjugarðinn. Orsök slyss- ins var sú að kerra sem bif- reiðin dró fór að rása á veg- inum með þeim afleiðngum að ökumaður, sem var einn í bílnum, missti stjórn á bif- reið sinni. Ökumaður var einn í bílnum eins og áður segir og slapp án meiðsla. Meðvitund- arlaus við stýrið Ámiðvikudaginn ísíðustu viku kl. 14:40var tilkynnt um um- ferðarslys á Njarðarbraut. Þarna hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni á leið suður Njarðarbraut og lent á handriði sem er við Njarðarbraut. Ökumaður var meðvitundarlaus þegar lögreglan kom á staðinn og voru vegfarendur búnir að taka hann út úr bifreiðinni. Maðurinn mun hafa fengið flogaveikikast og mun hafa átt við veikindi að stríða. Bif- reiðin var mjög mikið skemmd og voru skráningar- númer bifreiðinnar tekin af vegna ástands hennar. Drátt- arbifreið kom á staðinn og fjarlægði bifreiðina, að því er fram kemur í dagbók lögregl- unnar. Töflum dælt úr stúlku S kömmu eftir hádegi ámánudag í síðustuviku var óskað eftir sjúkrabifreið og lögreglu að húsi í Njarðvík en þar var stúlka búin að taka inn verulegt magn af töflum. Var stúlkan flutt með sjúkrabifreið á HSS þar sem dælt var upp úr henni. Auglýsingasíminn 421 0000 ÞARFTU AÐ AUGLÝSA? VF 37. tbl. 32 sidur rest 10.9.2003 14:28 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.