Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2003, Síða 4

Víkurfréttir - 11.09.2003, Síða 4
Www.ljosmyndari.isstendur fyrir ljós-myndanámskeiði fyr- ir byrjendur og lengra komna í Flughótel Keflavík helgina 20. - 21. september frá kl. 13 til 18, eða alls 10 klst. Kennt verður m.a. að velja réttu tækin, meðferð tækjanna, mis- munur á linsum, notkun ljós- mæla, mismunur á filmutegund- um, notkun filtera, flass, mynda- taka í stúdíói, stúdíóflöss, nær- myndataka, geymsla og skráning ljósmynda ásamt stafrænni myndatöku. Farið verður í grunnatriði ljós- myndatækninnar og hugtök eins og ljósop, hraði, dýptarskerpa, lýsing og ljósmæling verða út- skýrð. Farið verður í grunnatriði í myndatöku og mynduppbygg- ingu og kennt að nota myndavél- ina og alla fylgihlutina. Sýndar verða ýmsar ljósmyndir til út- skýringar. Viðurkenningarskjal verður afhent í lok námskeiðs. Verð á námskeiðinu er kr. 11.900.- Leiðbeinandi á nám- skeiðinu er Pálmi Guðmundsson. Skráning og nánari upplýsingar er á vefsíðunni www.ljosmynd- ari.is eða í síma 898-3911 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar F R É T T I R MUNDI . . . Reykjanesbær og líkamsrækt- arstöðin Perlan hafa gert með sér samning um leigu á hús- næði í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut fyrir líkamsrækt- arstöð. Perlan mun leigja að- stöðu í kjallara og á fyrstu hæð sundmiðstöðvarinnar auk samnýtingar á afgreiðslu og sturtuaðstöðu.Allur tækjabún- aður til líkamsræktar verður í eigu Perlunnar og mun líkams- ræktarstöðinni standa til boða aðgangskort að Sundmiðstöð- inni á afsláttarverði sem bjóð- ast mun líkamsræktarstöðvum ef keypt eru kort í einhverju magni. Gert verður sérstakt samkomulag um fyrirkomulag í afgreiðslu, opnunartíma og aðgangsstýringar áður en lík- amsræktarstöðin hefur starf- semi sína. Samningurinn gildir til fimm ára. Perlan í sundmiðstöðina Næsta laugardagskvöld,13. september, munBrimkló enda tónleika- ferð sína með stíl og halda í Njarðvík og leika í Stapanum. Þar hefur Brimkló ekki leikið um árabil. Stapinn var alltaf heimsóttur þegar Brimkló var á ferðinni á tónleikaferðum sínum. Von er á fjölda gesta næsta laugardagskvöld og heyrst hefur að töluverður fjöl- di fólks hefur tekið sig saman frá Hafnarfirði og nærliggj- andi bæjarfélögum og hefur leigt sér rútur til að halda í Stapann eins og tíðkaðist hér á árum áður. Boðið verður upp á glæsilegt hlaðborð og skemmtun með Halla og Ladda á undan Brim- klóardansleiknum, en um klukkustundarskemmtun er að ræða. Verðið er hreint út sagt frábært eða 3800 kr fyrir kvöld- verð, skemmtun og dansleik. Enn er verið að taka niður pant- anir og við hvetjum fólk til að missa ekki af þessari frábæru skemmtun. Allar nánari upplýs- ingar eru í Stapanum í síma 421- 2526 og 891-9072 eða 898-5833. Forsala verður í Stapanum á laugardag milli kl 15:00 og 17:00 Ljósmyndanámskeið í Flughótel Keflavík Skutu endur og gæsir við vinsælt útivistarsvæði Á mánudagskvöldið kl. 21:03 í síðustu viku hringdi landar- eigandinn á Þóroddsstöðum í Sandgerði og tilkynnti að ein- hverjir menn væru að skjóta á og við landareign hans án leyfis. Lögreglumenn fóru á staðinn og fundu bifreið þá sem veiðimennirnir voru á. Um var að ræða þrjá menn og voru þeir með þrjár hagla- byssur á sér. Í bifreið þeirra voru fjórar gæsir og 6 endur sem þeir sögðust hafa skotið skömmu áður. Þeir sögðust hafa fengið leyfi hjá aðila sem býr á Þóroddsstöðum. Greinilegt var að um mis- skilning var að ræða varðandi heimildina til að skjóta á landareigninni og var sá mis- skilningur leiðréttur með sím- tali við landeigandann. Er at- hugað var með skotvopna- leyfi og veiðikort mannanna kom í ljós að tveir þeirra voru ekki með skotvopnaleyfið á sér og tveir þeirra voru ekki með veiðikortið á sér. Við at- hugun á vopnunum kom í ljós að þeir voru skráðir fyrir þeim. Staðurinn sem veiðimennirnir voru á telst vera almannafæri þar sem þarna er of stutt í þjóðveg og mannabústaði. Einnig er þarna vinsælt úti- vistarsvæði (m.a. golfvöllur). Þar sem aðstæður eru með þessum hætti hefur leyfi frá landeiganda ekkert gildi, en í þessu tilviki var ekki heldur um það að ræða. Brimkló í Stapanum á laugardaginn VF 37. tbl. 32 sidur 10.9.2003 12:28 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.