Víkurfréttir - 11.09.2003, Síða 11
Sú var tíðin í ,,gamladaga” að háir kantar,brattar tröppur og
þröngar dyragættir gerðu fötl-
uðum einstaklingum erfitt fyr-
ir að nýta sér þá þjónustu sem
bauðst í þeirra heimabæ. Með
upplýstu samfélagi og réttinda-
baráttu hefur þessu verið kippt
í liðinn á flestum stöðum og
það er lágmarkskrafa að þegar
hafist er í framkvæmdir að
hugsað sé fyrir aðgengi fyrir
alla. Eða hvað...?
Eins og svo margir um helgina
fór ég um götur bæjarins, þræddi
sýningar og mannfagnaði. Nýaf-
staðin Ljósanótt var alveg meiri-
háttar og frábært að sjá hvernig
bærinn iðaði af lífi, margt áhuga-
vert að skoða en eitt vakti þó sér-
staklega athygli mína - aðgengi
fatlaðra á Hafnargötunni! Ég hef
verið fjarri góðu gamni og unnið
úti á landi og þannig misst af
lokaframkvæmdunum á Hafnar-
götunni. Hún lítur virkilega vel út
og það er gaman að fara hana...
ef þú ert frískur og með fæturna í
lagi. Það hefur gleymst að gera
ráð fyrir fólki í hjólastólum sem
viðskiptavinum. Margar verslan-
irnar eru með þrönga aðkomu og
ekki hægt fyrir marga af stærri
hjólastólum að komast þar í gegn
en það er ekki einu sinni mögu-
leiki fyrir einstakling í minni
hjólastól að láta á það reyna. Við
glænýtt hús númer 20 sem var
byggt á Evrópuári fatlaðra, 2003,
er ekki möguleiki fyrir einstak-
ling í hjólastól að komast þar
upp, brött trappa hindrar það! Ég
veit ekki við hvern er að sakast,
kannski er þetta einhver smá yf-
irsjón, í það minnsta er það ekki
fullkomin yfirsýn sem beitt var
við verkið. Ég hefði talið það
lágmarkskröfur í dag að huga að
aðgengi fyrir alla í svona fram-
kvæmdum, sérstaklega á ári fatl-
aðra. Ég legg til að við fjarlægj-
um hindranir og gerum fólki í
hjólastól kleift að fara sinna ferða
án þess að þurfa í sífellu að biðja
um aðstoð. Vonandi verður ljúft
veður í haust svo hægt sé að rífa
upp allar þær hellur sem eru far-
artálmar. Vonandi verður Ljósa-
nótt 2004 þannig að ALLIR sem
vilja geta heimsótt sýningar og
verslanir án mikilla tilfæringa,
því þessi menningarhátíð er eitt-
hvað sem ENGINN má missa af.
Brynja Magnúsdóttir
formaður Ungra jafnaðar-
manna á Suðurnesjum.
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Falun Gong-liði flaggaðigulum fánum með boð-skap samtaka sinna
nærri Leifsstöð síðdegis á
þriðjudag til að reyna að ná
augum Luo Gan, eins æðsta yf-
irmanns öryggis- og dómsmála
í Kína. Hann var að yfirgefa
landið eftir dvöl hér á landi í
tvo daga. Falun Gong-liðinn
var að mótmæla stefnu Kín-
verja í garð hreyfingarinnar.
Að minnsta kosti fjórir lögreglu-
menn gættu þess að Falun Gong-
liðinn færi ekki í veg fyrir bifreið
Luo Gan. Kínverskir aðilar á
hvítum sendibíl lögðu bifreið fyr-
ir fána frá Falun Gong sem var
fjær mótmælandanum. Þeir
höfðu áður komið á bíl sínum
upp að Falun Gong-liðanum en
virtu hann vart viðlits.
Á gamli bærinn að samsvara gömlum tímum?
Falun Gong mótmæltu við Leifsstöð
Auglýsingasíminn
421 0000
VF 37. tbl. 32 sidur rest 10.9.2003 14:30 Page 12