Víkurfréttir - 11.09.2003, Síða 18
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 5. SEPTEMBER 2003 I 19
Skipulagning Ljósanætur var til
fyrirmyndar í alla staði og eiga
forráðamenn hjá Reykjanesbæ
þakkir skyldar fyrir frábæran
menningar og listviðburð. Það
var almannarómur að sérstaklega
vel hafi tekist til með dagskrárat-
riði og bærinn skartaði sínu feg-
ursta á góðri fjölskylduhátíð.
Getur verið að foreldrar hafi
sofnað á verðinum?
Einn var þó ljóður á sem vert er
að nefna til að upplýsa þá for-
eldra sem ekki vita að ungling-
arnir okkar margir hverjir voru
eftirlitslausir niðri í bæ, bæði
föstudags og laugardagskvöld,
langt fram á nótt. Þeir sem áttu
leið um Hafnargötuna og miðbæ-
inn um og eftir miðnætti þessi
kvöld geta borið vitni um það.
Það sem við blasti er vart með
orðum lýst. Lögreglan þurfti að
hafa afskipti af fjölda ungmenna
í miðbænum vegna brota á úti-
vistarákvæðum og áfengisneyslu
eins og segir í dagbók lögreglu.
Einnig segir þar að talsvert hafi
verið tekið af áfengi og landa.
Unglingar voru í hópum eða ráf-
andi um ofurölvi. Samkvæmt
heimildum frá útideild var við-
búnaður lögreglu og annarra að-
ila s.s. björgunarsveitarinnar að
öllu leiti góður en þeir telja að
skort hafi á að foreldrar sýndu
ábyrgð þetta kvöld.
Auðvitað er meirihluti unglinga
yfirleitt til fyrirmyndar og varast
ber að gera úlfalda úr mýflugu
eða dæma allan hópinn en í
þessu tilfelli var um fjölda ung-
menna að ræða eins og segir í
dagbók lögreglu.
GAMAN SAMAN Á LJÓSA-
NÓTT eða var þínu barni ekið
heim af lögreglu?
Þeim áróðri hefur verið haldið á
lofti að ekki skuli kenna foreldr-
um um heldur kenna þeim
og leiðbeina í vandasömu upp-
eldishlutverki þeirra og við bein-
um því þeim tilmælum til for-
eldra að vera vel á verði og halda
útivistartíma ekki síst á Ljósa-
nótt. Við tölum oft um forvarnir
en við þurfum að sýna viljann í
verki.
Útideildin, lögreglan og Fjöl-
skyldu og félagsþjónusta Reykja-
nesbæjar voru með ábendingu til
foreldra,hálfsíðu auglýsingu í
Suðurfréttum, undir yfirskriftinni
“Gaman saman á Ljósanótt”.
Þannig gerðu þessir aðilar sínar
ráðstafanir til að koma skilaboð-
um til foreldra en það virðist
ekki hafa vakið nægilega athygli.
Einhverra hluta vegna er eins og
við höfum sofnað á verðinum.
Hingað til höfum við verið í við-
bragðsstöðu um verslunar-
mannahelgina, gamlárskvöld og
dagana þegar samræmdum próf-
um lýkur en þarna vorum við
grandalaus. Ekki bætti úr skák að
símakerfið brást og margir (
sem höfðu orðið viðskila við sína
unglinga) gátu ekki náð í börn
sín í gegnum nýjasta uppeldis-
miðilinn eða farsímann.
TÖKUM SIÐFERÐI OKKAR
TIL ENDURSKOÐUNAR
Við þurfum að vera í stakk búin
að rýna til gagns í mannlífið og
lagfæra það sem betur má fara í
siðferði okkar ekki síst þegar
reynir á okkur. Á Ljósanótt bjóð-
um við gestum í bæinn og lýsum
hann upp en það er álit sumra að
frjálsræði fullorðinna með áfengi
hafi verið töluvert á almannafæri
á laugardagskvöldinu. Við þurf-
um að halda lög og virða úti-
vistarreglur líka þegar það er fjör
og gaman.
Foreldrar gleymum því ekki að
við erum fyrirmyndir barna okk-
ar og allir fullorðnir eru fyrir-
myndir unga fólksins sem er á
viðkvæmu mótunarskeiði og ger-
ir það sem fyrir þeim er haft. Sá
jákvæði andi sem ríkir á Ljósa-
nóttinni okkar þarf að ná inn í
alla króka og kima þannig að við
getum átt góðar minningar um
þennan einstaka atburð og getum
tekið undir með Hljómum þegar
þeir syngja um
gamla bæinn sinn. Vel upplýstir
foreldrar eru góð forvörn og við
þurfum að skoða málið vel þeg-
ar okkur er bent á það sem betur
má fara. Eflum foreldrasamstarf.
FFGÍR/hmg.
Eflum foreldra-
samstarf
VF 37. tbl. 32 sidur 10.9.2003 13:18 Page 19