Víkurfréttir - 11.09.2003, Síða 19
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Ölvun meiri á föstudagskvöld
Sigurður Bergmann varðstjóri
Lögreglunnar í Keflavík var úti-
varðstjóri lögreglunnar um helg-
ina og segir hann að hundruðir
unglinga hafi safnast saman í
miðbænum bæði á föstudags- og
laugardagskvöld. Sigurður segir
að ölvun hafi verið meira áber-
andi á föstudagskvöldið. “Við
helltum meira niður af áfengi á
föstudagskvöldið en þá var ölvun
á meðal unglinganna áberandi
meiri en á laugardagskvöldið,”
segir Sigðurður en Útideild
Reykjanesbæjar vann náið með
lögreglunni um helgina. “Starfs-
menn Útideildarinnar gengu um
á meðal unglinganna með lög-
reglunni og að þeirra mati var
mikið um utanbæjarunglinga í
bænum á laugardagskvöldið.
Þeir unglingar sem útideild og
lögregla könnuðust við og höfðu
ekki aldur til útiveru eða voru
sjáanlega undir áhrifum áfengis
eða höfðu áfengi undir höndum
voru keyrð heim til foreldra eða
foreldrar komu og sóttu þau,”
segir Sigurður en vill taka það
skýrt fram að engin ólæti hafi
verið í unglingunum þegar lög-
regla hafði afskipti af þeim þrátt
fyrir mikla ölvun þeirra á meðal.
Það eina sem hægt var að setja út
á hegðun unglinganna, fyrir utan
áfengisneysluna, var árátta þeirra
til að henda frá sér tómum bjór-
flöskum og voru því flöskubrot
um allan miðbæinn þegar birti á
sunnudeginum.
25 lögreglumenn voru á svæðinu
Karl Hermannsson yfirlögreglu-
þjónn segir að ástandið sem
skapaðist um helgina í miðbæn-
um hafi minnt á fyrri tíma þegar
svokallað Hafnargötuvandamál
var til staðar. Þessi mál hafa verið
í ágætis standi síðustu ár, sem sé
árangur af markvissri forvarna-
stefnu bæjarins og samvinnu
sveitarfélaga og foreldra.
Karl segir að mikil ölvun hafi
verið meðal unglinga á föstu-
dagskvöldinu þegar þeir sóttu
útitónleika í miðbænum. Hann
og fleiri hafi varað við því að
halda þessa tónleika á föstudags-
kvöldi og það sem hann hafi ótt-
ast hafi gerst og orðið jafnvel enn
verra. Með þessu sé verið að
bjóða hættunni heim. Foreldrar
séu ekki til staðar og unglingarnir
falli inn í næturlífstemminguna í
miðbænum. Þegar þetta sé skipu-
lagt af bæjaryfirvöldum í tengsl-
um við Ljósanótt, sem eigi að
vera fjölskylduhátíð, þá sé verið
að gefa skilaboð til foreldra um
að nú sé Ljósanótt og þá sé allt í
lagi að unglingarnir safnist eftir-
litslaust saman í miðbænum. Á
þessa tónleika hafi einnig komið
unglingar frá nærliggjandi sveit-
arfélögum og unglingar fjöl-
skyldna sem sótt haf i bæinn
heim á Ljósanótt. Þetta er fyrst
og fremst vandamál foreldra en
ekki unglingavandamál og þeir
sem skipuleggja þetta séu bæjar-
yfirvöld.
Karl segir að hringt hafi verið í
foreldra og þeir beðnir um að
sækja börn sín, en nokkur dæmi
hafi komið upp þar sem foreldr-
arnir hafi ekið börnum sínum í
miðbæinn aftur. Gerðar séu
skýrslur um öll afskipti af ung-
lingunum og þær sendar til fé-
lagsmálayfirvalda.
Aðspurður segir Karl að talsvert
hafi verið um að lögreglumenn
hafi hellt niður áfengi hjá ung-
lingum, bæði landa, bjór og
sterku áfengi.
Karl segir að enn meiri fjöldi
unglinga hafi safnast saman í
miðbænum á laugardagskvöld-
inu, en þótt ölvun meðal þeirra
hafi ekki verið eins almenn og á
föstudagskvöldinu, þá hafi hún
samt verið allt of mikil. “Við
gerðum okkar besta. Við vorum
með mikið lið lögreglumanna í
miðbænum,” segir Karl en alls
voru 25 lögreglumenn tiltækir á
svæðinu á laugardagskvöldið,
þar af voru 14 lögreglumenn í
miðbænum, auk björgunarsveit-
armanna og starfsmanna Úti-
deildar.
Karl segist vona að þetta sé ekki
það sem koma skal,að foreldrar
leyfi börnum sínum að haga sér
með þessum hætti og allir leggist
á eitt að koma í veg fyrir að
svona ástand skapist aftur.
Það verði að vanda skipulagn-
ingu á skemmtanahaldi fyrir
þennan aldurshóp á Ljósanótt,
annars megi búast við að Ljósa-
nóttin fái á sig svipaðan stimpil
og “Halló Akureyri” á sínum
tíma.
Verið að skoða að beita sektum
“Útideildin okkar og lögregla
hafa starfað mjög vel saman á
undanförnum árum og við erum
fljót að skynja ef eitthvað er að
fara á annan veg en við viljum.
Við sáum því fljótt að of margir
foreldrar voru afskiptalausir um
börn sín, sérstaklega á aðfar-
arnótt sunnudags og við viljum
strax ná til þessara barna og for-
eldra þeirra,” segir Stefán Bjarka-
son framkvæmdastjóri menning-
ar-, íþrótta- og tómstundasviðs
Reykjanesbæjar. Hann segir for-
eldra þeirra barna sem voru í
miðbæ Keflavíkur fram á nótt
um helgina, langt umfram úti-
vistartíma, hafa brugðist. Það
sem snúi að löggæslu, Útideild
og Reykjanesbæ hafi gengið
mjög vel. “En það er ótrúlegt að
maður þurfi að spyrja sig þeirrar
spurningar hvað þurfi að ganga
langt til að vekja foreldra þeirra
barna sem voru í miðbænum
langt umfram útivistartíma? Það
er auðvitað gríðarlega svekkjandi
að horfa á unglinga koma aftur
niður í bæ korteri eftir að þeim
var ekið heim, af Útideild eins og
virðist hafa gerst í nokkrum til-
vikum.”
Stefán segir að nú sé verið að
íhuga þann möguleika að beita
sektargreiðslum ef um ítrekuð af-
skipti Útideildar af sama unglingi
sé að ræða. “Það er verið að ræða
það núna að láta þá foreldra, sem
ítrekað virða ekki útivistartíma,
greiða fyrir rekstur Útideildar-
innar sem þýðir það að við ítrek-
Unglingadrykkja
Afturhvarf til fortíðar eða agaleysi?
M ikið bar á ölvununglinga í miðbæKeflavíkur sl.
föstudags- og laugardags-
kvöld og höfðu lögreglu-
menn afskipti af fjölda
unglinga vegna brota á úti-
vistartíma og vegna áfeng-
isneyslu. Nokkur dæmi
voru um að foreldrar ung-
linga keyrðu þau aftur í
miðbæ Keflavíkur, eftir að
lögregla hafði keyrt ung-
lingunum heim.Víkurfrétt-
ir hafa heimildir fyrir því
að töluverður fjöldi ung-
menna búsettum í
nágrannasveitarfélögum
Reykjanesbæjar hafi verið í
miðbæ Keflavíkur um helg-
ina og að Útideild Hafnar-
fjarðar hafi verið að störf-
um í Keflavík til að fylgjast
með unglingum úr Hafnar-
firði. Í dagbók lögreglunn-
ar í Keflavík segir að á
föstudagskvöldið hafi mik-
ill fjöldi unglinga safnast
saman í miðbænum eftir
útitónleika sem lauk klukk-
an 22. “Lögreglan og úti-
deild höfðu afskipti af
nokkrum unglingum vegna
útivistarbrota. Voru ung-
mennin ýmist sótt af for-
eldrum eða þeim ekið heim.
Of mikið bar á ölvun meðal
unglinganna og hafði lög-
reglan afskipti af nokkrum
þeirra sem voru búin að
neyta áfengis. Áfengi, bjór
og landi var tekinn af
nokkrum þeirra og einnig
var nokkru hellt niður af
áfengi. Einn maður gisti
fangageymslu vegna ölvun-
ar,” segir í dagbók lögregl-
unnar fyrir föstudags-
kvöldið. Í dagbókinni fyrir
laugardagskvöldið er
áfram greint frá fjölda ung-
linga sem safnast höfðu
saman í miðbænum. Þar
segir. “Lögreglumenn
höfðu afskipti af fjölda
ungmenna í miðbænum
sem færð voru í öryggis-
miðstöð þar sem útideild og
fjölskyldu- og félagsþjón-
usta var til húsa.Var það
vegna brota á útivistará-
kvæðum og áfengisneyslu.
Voru ungmennin sótt af
foreldrum sínum eða ekið
heim af starfsfólki útideild-
ar.Talsvert var tekið af
áfengi og “landa” og einnig
einhverju hellt niður.”
FORELDRAR?
Hvar voru
Auglýsingasíminn
421 0000
ÞARFTU AÐ
AUGLÝSA?
Úr barnaverndarlögum
92. gr. Útivistartími barna.
“Börn, 12 ára og yngri, mega ekki
vera á almannafæri eftir klukkan
20.00 nema í fylgd með fullorðn-
um. Börn, sem eru á aldrinum 13
til 16 ára, skulu ekki vera á al-
mannafæri eftir klukkan 22.00,
enda séu þau ekki á heimferð frá
viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða
æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1.
maí til 1. september lengist útivist-
artími barna um tvær klukkustund-
ir. Aldursmörk þessa ákvæðis mið-
ast við fæðingarár en ekki fæðing-
ardag.”
M
yn
d
frá
Lj
ós
an
ót
t 2
00
3.
Fó
lk
ið
á
m
yn
di
nn
i t
en
gi
st
ek
ki
ef
ni
fr
ét
ta
rin
na
r.
- hundruðir unglinga söfnuðust saman í miðbæ Keflavíkur um síðustu helgi eftir að formlegri
dagskrá ljósanætur á föstudegi og laugardegi lauk. Ýmsir aðilar sem koma að forvarnamálum
í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því ástandi sem skapaðist í miðbænum.
VF 37. tbl. 32 sidur 10.9.2003 13:14 Page 20