Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2003, Side 22

Víkurfréttir - 11.09.2003, Side 22
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 5. SEPTEMBER 2003 I 23 Starfið felst í Blue Lagoon spa nuddi og líkamsmeðferðum sem fara fram í Bláa lóninu undir berum himni og eru byggðar á einstökum virkum efnum heilsulindarinnar. Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni sem vill starfa hjá heilsulind á heimsmælikvarða og taka þátt í þróun á spa nuddi og meðferðum. Skilyrði er að viðkomandi hafi réttindi sem nuddari og góða tungumálakunnáttu. Umsóknir sendist Bláa Lóninu hf., Svartsengi, 240 Grindavík Einnig er hægt að sækja um á heimasíðunni www.bluelagoon.is Nánari upplýsingar veittar í síma 420 8800. Bláa Lónið óskar eftir að ráða nuddara til starfa                                             !           "  "  #   $  %    &  '(  $        %             )  ) $      %   *** +  &      '    + (  &) $ , -         '     # . '      # /  % ,        # / %   # / -$  , # !0  %) # 1    '  2 %   3 Krakkar á leikskólanum Gimli hreinsuðu til í Barnalundi fyrir ofan Gónhól á dögunum. Krakkarnir hreinsuðu lundinn ásamt því að laga til í honum. Skilti sem fest hafði verið á stein í lundinum var dottið nið- ur, en skiltið var sett upp í til- efni þess að Vigdís Finnboga- dóttir fyrrverandi forseti Ís- lands gróðursetti tré í lundin- um árið 1990. Krakkarnir voru ánægðir með lundinn og var spennandi að fylgjast með bæjarstarfsmönnum festa skiltið á nýjan leik á steininn. Hreinsað til í Barnalundi Frá árinu 1990 hefur íbú-um Gerðahrepps fjölgaðum rúm 18% eða úr tæpum 1100 í um 1300 íbúa. Á þessu tímabili hefur orðið gjör- bylting í umhverfismálum sveitarfélagsins. Grænum svæðum hefur fjölgað og stórá- tak gert í að malbika götur og steypa gangstéttar. Á þessu tímabili hefur þurft að útbúa margar nýjar götur vegna fjölgunar íbúa með þeim kostnaði sem því fylgir. Um þessar mundir fagna Garð- búar 10 ára afmælis Íþróttamið- stöðvarinnar. Bygging hennar var gífurlega stórt átak miðað við íbúafjölda sveitarfélagsins. Gerðaskóli var stækkaður og öll vinnuaðstaða bætt mjög og er skólinn nú einsetinn. Nýr leik- skóli var byggður. Áfram er unn- ið að frekari uppbyggingu sveit- arfélagsins og má þar nefna upp- byggingu öldrunarmála í ná- grenni við hjúkrunarheimilið Garðvang. Í undirbúningi er stækkun Byggðasafnsins. Þá er framundan stækkun leikskólans og frekari stækkun Gerðaskóla, auk annarra hefðbundinna verk- efna, sem ávallt eru í gangi. Þrátt fyrir alla uppbygginguna og framkvæmdir eru skuldir Gerða- hrepps ekki nema 306 þús. á íbúa í árslok 2002 (samburðartala frá 2001 er 270 þús.). Þetta eru lægstu skuldir á íbúa allra sveit- arfélaganna á Suðurnesjum í árs- lok 2002. Eignaaukning sveitarfélagsins er mikil á þessu tímabili og einnig má benda á eign Gerðahrepps í Hitaveitu Suðurnesja, sem er að nafnverði 344 milljónir en sölu- verð væri mun meira. Staða Gerðahrepps er því mjög sterk, segir á vef sveitarfélagsins. ÍBÚAR Í GARÐI ORÐNIR 1300 Auglýsingasíminn 421 0000 VF 37. tbl. 32 sidur 10.9.2003 13:27 Page 23

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.