Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 12
Sandra Þorsteinsdóttirnemandi við Fjölbrauta-skóla Suðurnesja sigraði í Hljóðnemanum, söngvakepp- ni skólans sl. fimmtudag.Alls tóku 16 nemendur þátt í keppninni og að sögn Magnús- ar Kjartanssonar formanns dómnefndar var keppnin hörð. Söngvakeppnin var haldin í Stapanum og var fullt út úr dyrum og mikil stemmning í salnum. Hljómsveitin Safnað- arfundur eftir messu spilaði undir söng á söngvakeppninni og á ballinu sem einnig var haldið í Stapa spilaði hljóm- sveitin Tvö dónaleg haust. Sandra mun keppa fyrir hönd Suðurnesjamanna í Söngva- keppni framhaldsskólanema sem haldin verður eftir ára- mótin. Hvaða lag söngstu á Hljóðnem- anum? Ég söng lag úr söngleiknum Rocky Horror sem heitir Komdu við mig. Bjóstu við að vinna? Nei alls ekki! Þetta átti bara að vera djók. Hefurðu lært söng? Ég var í námi í tónlistarskólanum hér í Keflavík en hætti svo en og tók ekkert stig. Syngurðu í sturtu? Já, hver gerir það ekki? Ertu stressuð fyrir þátttöku í Söngvakeppni framhaldsskóla- nema? Já, það er alltaf pínulítið stress í manni fyrir eitthvað svona. Nú var Arnar Dór rekinn úr Idol vegna viðtals við Víkur- fréttir. Ertu hrædd um að verða rekin úr söngkeppni framhaldsskóla vegna þessa viðtals:)? Nei, ég býst ekki við því en mað- ur veit samt aldrei. Hvað er svo framundan hjá þér? Ég ætla að klára skólann og byrja aftur í söngnámi. Ég er líka í Leikfélagi Keflavíkur og við erum að fara að setja upp barna- leikrit. Ef að þér byðist að syngja með hvaða söngkonu/söngvara sem er fyrir 50.000 áhorfendur í Covent Garden í London - hvern myndirðu velja? Elton John . Eitthvað að lokum? Nei nei 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! - Er pínu stressuð fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanema. Sigurvegarinn Sandra Þorsteinsdóttir flutti sigurlagið í lok keppninnar. VF-ljósm ynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson SANDRA SIGRAÐI HLJÓÐNEMANN VF 48. tbl. 2003 hbb #2 26.11.2003 15:02 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.