Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. NÓVEMBER 2003 I 25
Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 • sport@vf.is
Hvenær byrjaðir þú að æfa körfu?
-Ætli ég hafi ekki verið svona fimm ára þegar ég
byrjaði að æfa með Njarðvík. Það kom ekkert
annað til greina. Ég var líka að æfa fótbolta lengi,
en svo kom bara að því að ég þurfti að velja á
milli, en það var nú ekki erfið ákvörðun. Mér
fannst bara miklu skemmtilegra í körfu og svo
voru vinir mínir líka allir þar.
Hvenær fórst þú að æfa með meistaraflokki?
-Það var í fyrra þegar ég var eitthvað 17-18 ára.
Það voru svolítil viðbrigði vegna þess að maður
þarf auðvitað að styrkja sig mikið fyrir að leika á
móti stóru köllunum.
Hverjir eru þínir helstu styrkleikar og veik-
leikar sem leikmanns?
Ég held að minn sterkasti kostur sé sá að ég gefst
aldrei upp, held alltaf áfram þangað til yfir líkur.
Nú áttir þú frábæran leik í úrslitaleiknum
gegn Keflavík,eins og frægt er orðið. Komstu
öðruvísi stemmdur í þann leik en aðra?
-Jú, ætli maður hafi ekki verið einbeittari en áður.
Þetta var náttúrulega fyrsti úrslitaleikurinn minn
og það á móti Keflavík, þannig að maður var enn
staðráðnari í að standa sig vel og vinna leikinn.
Hvernig leið þér svo eftir leikinn?
-Þetta var bara ótrúleg tilfinning, frábært. Þetta
kommbakk hefði ekki getað verið betra hjá okkur.
Hefurðu leitt hugann að því að fara út í at-
vinnumennsku?
-Ég hef nú ekkert spáð í það af neinni alvöru.
Þetta væri örugglega rosalega gaman en þetta er
ekki eitthvað sem ég hef stefnt á alla tíð.
Truflar boltinn ekkert námið hjá þér?
Nei, nei. Þetta gengur allt upp. Ég er búinn með
húsasmíði og er að klára stúdentinn af félags-
fræðibraut eftir um það bil ár. Þannig að þannig
að þetta er ekkert að trufla.
Er það þá kannski á hinn veginn?
Já námið er að tefja mig of mikið frá boltanum.
Nei nei, í fullri alvöru gengur þetta bara vel sam-
an.
■ Um síðastliðna helgi fór fram 2.
og 3. deild karla á Íslandsmótinu
innanhúss, en leikið var í Austur-
bergi í Breiðholti. Grindavík og
Víðir spiluðu í 2. deild, D-riðli og
gekk misvel Grindavík tryggði sér
sæti í 1. deild á næsta ári með topp-
sætinu, en Víðir lenti í þriðja sæti.
Önnur lið sem tryggðu sér sæti í 1.
deild voru Leiknir F., Stjarnan og
Sindri, en ÍH, Einherji,
Bolungarvík og Huginn fóru upp í
2. deild. Athygli vakti að Grind-
víkingar tefldu fram tveimur ung-
um leikmönnum, Snorra Birgissyni
og Hafsteini Rúnari Helgasyni sem
hafa nýlega gengið frá félaga-
skiptum sínum.
■ Hafsteinn Rúnar, sem leikur
stöðu vinstri bakvarðar, flyst
félagaskiptum úr Reyni úr
Sandgerði. Hann er 18 ára að aldri
en hefur engu að síðar verið fasta-
maður hjá Reyni að undanförnu.
Hann spilaði m.a. alla leiki liðsins í
3. deildinni í sumar og skoraði í
þeim 4 mörk.
■ Snorri er 19 ára markmaður,
borinn og barnfæddur Keflvíkingur
sem hefur að undanförnu verið á
mála hjá Víkingi í Reykjavík. Þar
æfði hann með 2. flokki en fékk
ekki að spreyta sig með meistara-
flokki. Þjálfari hans þar var Zeljko
Sankovic, sem nú hefur tekið við
þjálfun Grindavíkur og taldi Snorra
á að fylgja sér þangað. Snorri hefur
leikið allmarga ungmennalands-
leiki fyrir Íslands hönd og vitað var
til þess að mörg erlend félög höfðu
áhuga á að fá hann í sínar raðir
fyrir nokkrum misserum.
■ Ljóst er að Grindvíkingar eru að
hugsa til framtíðar og eiga þessir
þrír leikmenn vafalaust eftir að
sýna hvað í þeim býr áður en langt
um líður.
SPORTSPJALL G U Ð M U N D U R J Ó N S S O N • N J A R Ð V Í K
■ Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss / 2. og 3. deild
Margt smátt...
Hæð: 188cm
Skónúmer: 45
Uppáhaldslið í Enska: Liverpool
Uppáhaldslið í NBA: Toronto. Carter er maður-
inn!
Hvaða bók lastu síðast? Bara skólabækurnar
Besta kvikmynd allra tíma: Shawshank
Redemption
Uppáhalds hljómsveit: Erfitt að nefna einhverja
eina, en ég hlusta nú aðallega á rapp.
Helstu kostir þínir sem leikmaður: Ég held að
það sé að ég gefst aldrei upp.
Helstu ókostir þínir sem leikmaður: Ætli það
sé ekki skapið. Ég á það til að missa mig aðeins
og fá á mig óþarfa villur.
TÓK KÖRFUBOLTA
FRAM YFIR
FÓTBOLTANN
„Námið er að
tefja mig of mikið
frá boltanum“
Auglýsingasíminn
421 0000
VF 48. tbl. 2003 hbb #2 26.11.2003 15:11 Page 25