Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 6
stuttar f r é t t i r 6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ L E S I Ð Ú R B Ó K U M ➤ L I S TA V E R K A M Á L Á R N A J O H N S E N MUNDI Ég hélt að Hitaveitan læsi bara af mælum... Vegna ómaklegrar um-ræðu í garð menningar-fulltrúa Reykjanesbæjar í ræðu og ritum undanfarna daga, tel ég mér skylt að segja lítillega frá myndlistahefð í Reykjanesbæ og um leið sam- skiptum Félags myndlista- manna við menningarfulltrúa Valgerði Guðmundsdóttur. Staða menningarfulltrúa er ung í Reykjanesbæ og óhætt að segja að á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því menningarfulltrúi tók til starfa, hafi grettistaki verið lyft í menningarmálum. Þar þekki ég best þá hlið sem snýr að myndlistafólki en ég hef verið formaður Félags myndlista- manna í Reykjanesbæ í þrjú ár og haft mikil og góð samskipti við menningarfulltrúa. Í Reykjanesbæ er myndlistahefð mikil. Þar hefur í gegnum árin verið unnið mikið grasrótarstarf í formi námskeiða undir hand- leiðslu landsþekktra listamanna. Margt af okkar menntaða lista- fólki hefur þar stigið sín fyrstu skref. Félag myndlistamanna leggur áherslu á að halda áfram þessu góða starfi, auk þess að skapa vettvang til að koma al- þýðulist á framfæri s.s. með sýn- ingum og öðrum uppákomum. Félagar eru á annað hundrað, menntaðir og viðurkenndir myndlistamenn jafnt sem byrj- endur í myndlist. Þessi breidd hefur gefið félaginu hvað mest gildi og sýnir að mínu mati þroska þeirra menntuðu til að of- metnast ekki, heldur vera hluti af heildinni. Sem dæmi um sam- vinnuna má nefni að árlega, í tengslum við Ljósanótt, heldur félagið samsýningu félagsmanna þar sem gestir hafa skipt þúsund- um. Menningarfulltrúi Reykjanesbæj- ar hefur sýnt þessari hefð skiln- ing og staðið við bakið á félaginu og einstökum félögum þess eftir því sem til hennar hefur verið leitað. Hún hefur einnig haft frumkvæði að ýmsum atriðum sem í sameiningu hefur verið hrint í framkvæmd. Þó myndlist- arhefð í Reykjanesbæ sé gömul, þá hefur hún að mestu hvílt á grasrótinni, en með stuðningi menningarfulltrúa blómstrar myndlistastarf í Reykjanesbæ sem aldrei fyrr. En grettistakið sem ég nefni áðan hefur ekki síst verið sú metnaðar- fulla stefna menningarfulltrúa f.h. Reykjanesbæjar að gera menntuðum og viðurkenndum myndlistarmönnum góð skil. Í því augnamiði hefur verið sett á laggirnar Listasafn Reykjanes- bæjar, sem hefur uppá að bjóða einn glæsilegasta sýningarsal á landinu. Þar fá einungis að sýna menntaðir eða viðurkenndir lista- menn. Félag myndlistamanna er stolt af listasafninu sem er hrein viðbót við það myndlistaum- hverfi sem hér hefur ríkt. Það er ómetanlegt fyrir áhugafólk um myndlist að geta farið á metnað- arfullar sýningar mörgum sinn- um á ári í sinni heimabyggð. Einnig erum við stolt af þeim móttökum sem safnið hefur fengið meðal listamanna. Blómlegt menningarstarf hlýtur að felast í því að gera allri list skil, hvort sem um er að ræða al- þýðulist eða menntaða listamenn. Í Reykjanesbæ er það gert, með góðum stuðningi frá menningar- fulltrúa Reykjanesbæjar. Hjördís Árnadóttir formaður Félags myndlista- manna í Reykjanesbæ Myndlist og menning í Reykjanesbæ Ölvaðir á bíl út ímóa með barn- unga stúlku í för Aðfaranótt sl. laugar-dags var tilkynnt umgrunsamlegan akst- ursmáta ökumanns bifreið- arinnar við Mánagrund. Lögreglumenn komu skömmu síðar að bifreið sem var utanvegar og voru þrjú ungmenni í næsta nágrenni bifreiðarinar. Tvö þeirra, ölv- aðir 18 og 20 ára menn, voru teknir höndum og færðir í fangaklefa þar sem þeir fengu að sofa úr sér áfengisvímuna auk þess sem ræða þurfti við þá næsta dag. Með þeim í för var 14 ára stúlka. Mennirnir voru grunaðir um að hafa stolið bifreiðinni fyrr um nóttina. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni. Á hvolfi við Frekjuna Skömmu eftir mið-nætti á föstudags-kvöld var tilkynnt um fólksbifreið á hvolfi við gatnamót Flugvallar- vegar og Frekjunnar í Reykjanes- bæ. Þegar lögreglan kom á staðinn var ökumaður á bak og burt, en að sögn vitna hafði hann verið undir áhrifum áfeng- is. Eftir skamma leit hafði lög- reglan uppi á ökumanninum sem var handtekinn og færður til lögreglustöðvar. Þar fékk hann að sofa úr sér áfengis- vímuna auk þess sem taka þurfti skýrslu af honum næsta morgun. Mildi þykir að hann slapp án meiðsla en bifreiðin skemmdist nokkuð. Anna Jónsdóttir frá Hitaveitu Suðurnesja las fyrir starfsmenn Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja sl. þriðjudag í hádeginu, en hitaveitan skoraði á HSS. Anna las upp úr bókinni Þjóðsögur við þjóðveginn í mötuneyti Heilbrigðisstofnunar- innar, en Jón R. Hjálmarsson tók saman. Bókin var gefin út árið 2000 og las Anna sögurnar Rauðhöfði, illhveli á Hvalfirði og söguna Marbendill sem á að hafa gerst í Vogum á Vatnsleysuströnd. Sigríður Snæbjörnsdóttir fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skoraði á Hlévang, dvalar- heimili aldraðra í Keflavík. Ríkið selji hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja M innihluti Samfylk-ingarinnar í Fjár-laganefnd, að frum- kvæði Jóns Gunnarsson al- þingismanns, lagði fram á alþingi á þriðjudag tillögu þess efnis að ríkið fengi heimild til að selja 15% hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, en nafnverð hlutarins er um 1.100 milljónir króna.Tillag- an er skilyrt þannig að verja skuli andvirði hlutabréfanna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Uppsagnir ræddar á Alþingi Jón Gunnarsson þing-maður Samfylkingar-innar í Suðurkjördæmi hefur óskað eftir utandag- skrárumræðu við utanríkis- ráðherra á Alþingi vegna uppsagna innan Varnarliðs- ins. Ekki hefur verið ákveðið hvenær umræðan fer fram. Hitaveitan las fyrir Heilbrigðisstofnun! VF 48. tbl. 2003 hbbx 26.11.2003 13:36 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.