Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 2
Framkvæmdir við breikk-un fyrsta áfanga Reykja-nesbrautar ganga vel og gera verktakar ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið þann 1. júní á næsta ári, sex mánuðum fyrr en ráðgert var. Að sögn Halldórs Ingólfssonar staðarstjóra við breikkun Reykjanesbrautar bera verk- takar ábyrgð á verkinu einu ári eftir að umferð verður hleypt á fyrsta áfanga tvöfaldrar Reykjanesbrautar. Samkvæmt áætlunum sem gerðar voru í upphafi verksins var gert ráð fyrir að verklok yrðu þann 1. desember 2004, en sökum þess hve verkið hefur gengið vel gera nýjar áætlanir ráð fyrir að hægt verði að hleypa um- ferð á nýja kaflann mun fyrr eða 1. júní. Halldór segir verk- taka hafa mikinn áhuga á því að umferð verði hleypt á þann 1. júní og að ábyrgðartími verktaka verði eitt ár frá þeim tíma. Steinþór Jónsson forsvarsmaður áhugahóps um örugga Reykja- nesbraut sagði í samtali við Vík- urfréttir að verktakar hafi leitað til hópsins og óskað eftir aðstoð við að ná því fram að umferð verði hleypt á þann 1. júní. Stein- þór segir það mjög mikilvægt að umferð verði hleypt á eins fljótt og kostur er. „Hópurinn fagnar að sjálfsögðu hve verkið hefur gengið vel og við munum að- stoða við að ná því fram að um- ferð verði hleypt á fyrr en áætlað var. Í ljósi þeirra slysa sem orðið hafa á brautinni á þessu ári er gríðarlega mikilvægt að nýi kafl- inn verði sem fyrst opnaður um- ferð. Við hörmum slysin sem orðið hafa á brautinni og munum áfram vinna í því að fram- kvæmdum verði flýtt,” segir Steinþór. Í byrjun nóvember áttu forsvars- menn áhugahóps um örugga Reykjanesbraut fund með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra, en ráðherra hefur sýnt verkefninu mikinn skilning og áhuga og átt frumkvæði í þeim áföngum sem þegar hefur verið náð. Sam- gönguráðherra leggur áherslu á vilja sinn til að klára verkefnið á sem stystum tíma og vill sam- starf við hópinn í því sambandi. Til að markmið áhugahópsins um að ljúka tvöföldun Reykja- nesbrautar á árinu 2005 náist þarf viðbótarfjármagn að koma til. Samkvæmt upplýsingum frá ráð- herra verður endurskoðun fjár- laga á dagskrá Alþingis um næstu mánaðarmót. Telja for- svarsmenn áhugahópsins mikil- vægt að þingmenn og aðrir ráða- menn svæðisins snúi bökum saman og komi þessu mikilvæga verkefni á framfæri við stjórn- völd á næstu dögum. Sá Sturla Böðvarsson sérstaka ástæðu til að þakka gott samstarf við áhugahópinn og sagði að með tilkomu hans hefði vinnu- umhverfi verkefnis tekið nýja og farsæla stefnu sem skilað hefði þeim árangri sem þegar liggur fyrir. Ástæða væri til að halda þessu jákvæða samstarfi áfram og klára verkið. Steinþór Jónsson segir að í ljósi þess að verktakar séu að ljúka verkinu 6 mánuðum á undan áætlun sé ástæða til að skoða hvort það hafi áhrif á vinnu við annan áfanga brautarinnar. „Eins og ég hef sagt fögnum við flýt- ingu verksins, en spyrjum um leið hvert framhaldið verður og hvenær hafist verði handa við annan áfanga við breikkun Reykjanesbrautar. Mjög mikil- vægt er að þessar framkvæmdir stöðvist ekki og að annar áfangi komi í beinu framhaldi af þeim fyrr.” stuttar f r é t t i r ➤ V E R K TA K A R V I Ð T V Ö F Ö L D U R R E Y K J A N E S B R A U TA R L A N G T Á U N D A N Á Æ T L U N Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 30-31 í Víkurfréttum í dag Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 Menningar- verðlaun Reykjanesbæjar afhent í dag M enningarverðlaunReykjanesbæjarárið 2003 verða af- hent við formlega athöfn í Duus-húsum í dag kl. 17.30. Veitt eru tvenn verðlaun, ann- ars vegar til hóps eða einstak- lings sem unnið hefur vel að menningarmálum í bæjarfé- laginu og hins vegar til fyrir- tækis sem styrkt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárstyrk eða öðru. Verðlauna- hafar fá afhentan grip, Súluna, eftir Karl Olsen ásamt viður- kenningarskjali. Við sama tækifæri mun formaður menningar-, íþrótta- og tóm- stundarráðs gera grein fyrir menningarstyrkjum og undir- ritaðir verða þjónustusamn- ingar við nokkra menningar- hópa í bænum. Athöfnin fer fram á Listasafni Reykjanes- bæjar í Duus-húsum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Umferð hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut eftir 6 mánuði? - Viðbótarfjármagn þarf til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar 2005. Þingmenn og ráðherrar svæðisins snúi bökum saman. Sjafnarvellir 1, Keflavík. Um 160m2 parhús á tveimur hæðum ásamt 32m2 bílskúr. Parket og flísar á öllum gólfum, fallegar innréttingar, baðherb. flísalagt í hólf og gólf. Mjög falleg eign. 18.900.000.- Hólagata 2, Sandgerði. Mjög gott 136m2 einbýli á góðum stað í Sandgerði ásamt tvöföldum bílskúr um 75m2. Snyrtileg eign í mjög góðu ástandi. 15.700.000,- Suðurvellir 16, Keflavík. Mjög huggulegt 125m2 einbýli, sem skiptist í stofu, borðstofu, sól- stofu og 4 svefnherbergi, bílskúr er 55m2. Nýlegt parket á stofum og öllum herbergjum. Gróðurhús á lóð, góður staður. 15.200.000.- Grænás 3b, Njarðvík. Stórgóð 125m2, 5 herbergja endaíbúð á 2. hæð. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan sem utan. Gott útsýni. 10.500.000,- VF 48. tbl. 2003 hbbx 26.11.2003 15:00 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.