Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. NÓVEMBER 2003 I 19
Frístundaskólinn er nýj-ung í skólastarfinu íReykjanesbæ. Um er að
ræða þjónustu sem veitt er
börnum í 1.- 4. bekk í beinu
framhaldi af hefðbundnu námi
í grunnskólanum. Börnunum
gefst kostur á að vera í frí-
stundaskólanum frá kl. 13.00 -
17:00 og greiða foreldrar kr.
7000 á mánuði fyrir þessa
þjónustu. Eitt af markmiðum
skólans er að nemendur kynn-
ist og fái áhuga á margvísleg-
um þroskandi viðfangsefnum.
Skipulögð hefur verið einstak-
lingsbundin dagskrá sem felst í
vísindaiðkun, listsköpun og
frjálsum leik. Sögustund er í
hverri viku í samstarfi við
Bókasafn Reykjanesbæjar.
Stór þáttur í starfi Frístunda-
skólans er samstarf við íþrótta-
félögin. Séð er um að börnin
fari á æfingar og tekið á móti
þeim að þeim loknum. Þeir
nemendur sem ekki kjósa að
taka þátt í dagskrá frístunda-
skólans hverju sinni eiga sitt
skjól þar sem boðið er upp á
frjálsan leik og hvíld. Undan-
farnar vikur hafa þau kynnst
ýmsum efnafræðilegum eigin-
leikum vatns og tengt það ýms-
um eðlisfræðilegum eiginleik-
um þess eins og hitastigi, suðu-
marki og frostmarki. Þessi at-
riði hafa öll verið kynnt með
sýnitilraunum. Mörg börn
koma heim úr þessum kennslu-
stundum uppfull af fróðleik og
jafnframt spurningum um það
sem þau hafa upplifað þann
daginn. Á dagskránni er einnig
slökun, myndmennt, hand-
mennt, listir, leiklist, heima-
nám, útivist og ýmislegt
óvænt. Starfið er fjölbreytt og
ættu allir að finna sér eitthvað
við hæfi.Almenn ánægja er
hjá foreldrum og börnum með
þessa nýjung og gott að börn
eiga kost á skipulögðu starfi
eftir skóla.
Nemendur í 8. - 10. bekk í Holtaskóla hafaverið í átaki til að bæta ástundun ogvinnubrögð. Átakið hófst 20. október og
stóð til 14. nóvember.
Í átakinu voru 4 markmið. Hver bekkur fékk eitt
markmið í hverri viku.
Nemendur áttu að bera ábyrgð á því að standast
markmið hverrar viku án ábendinga frá kennurum.
Hver kennari tók stikkprufu einu sinni í viku og
skilaði inn til deildarstjóra unglingastigs og náms-
ráðgjafa. Nemendur vissu ekki hvenær stikkprufan
er gerð.
Síðan var farið yfir stöðu hvers nemenda og hver sá
sem stóðst markmið vikunnar hjá öllum kennurum
fékk viðurkenningarspjald.
Markmiðin voru sett upp sem slagorð og hengd upp
í heimastofu hvers bekkjar.
Markmiðin eru eftirfarandi:
· Í tíma - á tíma. Nemendur þurfa að mæta í tíma á
réttum tíma.
· Blindur er bóklaus maður. Markmiðið felur í sér
að nemendur taki upp bækur í byrjun tíma án þess
að vera minntir á. Einnig eiga þeir að taka af sér
húfur og fara úr úlpum án áminningar.
· Klár í slaginn - all-
an daginn. Í þessu
markmiði felst að
nemendur eiga að
bregðast strax við
fyrirmælum kennara
og vinna vel allan
tímann.
· Klárum heima -
ekki gleyma. Hér
eiga nemendur að
ljúka við alla heima-
vinnuna fyrir hvern
dag.
Hver nemandi
geymdi síðan sín spjöld og þeir sem stóðu uppi
með 4 viðurkenningarspjöld í lok átaksins verður
boðið á bíósýningu í SAM bíóinu í Keflavík. Líf-
eyrissjóður Suðurnesja mun gefa nemendum kók
og popp korn til að maula meðan á sýningu stendur.
133 nemendur eru í 8.-10. bekk. Af þeim stóðust 85
markmið allra viknanna en 38 nemendur fengu 3
spjöld.
Sigríður Bílddal,
námsráðgjafi Holtaskóla
➤ B Æ T T Á S T U N D U N O G V I N N U B R Ö G Ð
Samstarf Holtaskóla og SAM bíóanna
Átaksverkefni í unglingadeildum Holtaskóla í samvinnu við SAM bíóin
og með stuðningi Lífeyrissjóðs Suðurnesja.
Þroskandi viðfangsefni
í Frístundaskólanum
L istakonurnar FríðaRögnvaldsdóttir ogMagdalena S. Þóris-
dóttir sýna á jólasýningu
Norræna hússins sem opnaði
21. nóvember. Fríða sýnir lág-
myndir í steypu og striga og
Magdalena sýnir te og
espresso hettur úr lopa, út-
saumað úr silki og perlum.
Í norræna húsinu mun ríkja
sannkölluð jólastemning og
verður boðið upp á glögg og
nýbakaðar smákökur. Jólasýn-
ingin er sölusýning og eru fjöl-
margir listamenn sem bjóða
handverk sitt til sölu. Sýningin
er opin þriðjudaga til sunnu-
daga frá kl. 12-17 og stendur til
21. desember.
Tvær Suðurnesjakonur sýna á
jólasýningu Norræna hússins
VF 48. tbl. 2003 hbb 26.11.2003 14:53 Page 19